Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 33

Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 33
ÖFEIGUR 33 og ekki hyggja á ferðalög. Var ,,Esja“ þess vegna bund- in við hafnargarð í Reykjavík mánuðum saman að vetrinum, meðan íhaldsstjórnin sat að völdum. Skömmu eftir að byggingu „Esju“ var lokið, kom smíði landhelgisgæzluskips til umræðu á Alþingi, á útmánuðum 1923. Það var fyrsti vetur minn á þingi. Danskt félag hafði nokkur ár átt björgunarskipið ,,Geir“ staðbundið í Reykjavík. Það sinnti björgun skipa og og báta, þar sem með þurfti. Þetta var gagnlegt land- inu, en mjög dyrt. Auk þess runnu björgunarlaunin út úr landinu. Á þessu þingi bárum við Sveinn Ólafs- son í Firði fram þingsályktunartillögu,. sem hefur orð- ið afleiðingarík í sögu íslenzkrar landhelgisgæzlu og björgunarmála. Við lögðum til, að landsstjórnin léti rannsaka og undirbúa ný úrræði í málinu. Skyldi sam- kvæmt því byggja hraðskreitt skip til gæzlunnar, en svo um búið, að það gæti jafnframt sinnt björgun skipa og báta. Þá var enn fremur gert ráð fyrir, að allir nemendur stýrimannaskólans skyldu vinna þar eitt ár sem hásetar, með litlu kaupi nema fæði og klæð- um og væri þessi æfingatími hluti af námi þeirra. Sig- urður Stefánsson í Vigur háfði þá fyrir fáeinum árum stofnsett landhelgissjóð. Runnu í hann sektir fyrir land- helgisbrot. Skyldi verja sjóðnum til að byggja gott og hentugt strandgæzluskip. Gætti í þessari löggjöf fram- sýni og forníslenzkra búhygginda. Danir höfðu herskip til gæzlu hér við land, en þau voru mjög óhentug til starfsins, miklir dallar, ólík öllum fiskifleytum og sá- ust langar leiðir. Samt tóku þessi skip af og til enska og þýzka togara, og fyrir sektargjöld þeirra hafði land- helgissjóðurinn vaxið svo, að hann var um þetta leyti orðinn rúmlega 600 þúsund krónur. Mátti gera ráð fyrir, að með þessum fjármunum mætti byggja allgott skip, hentugt til gæzlunnar. En þá kom til greina út- gerðarkostnaðurinn, og hann óx þinginu í augum. Fjár- hagur landsins var mjög bágborinn í kreppunni eftir fyrra stríðið. Hafði stjórnin tekið neyðarlán í Eng- landi 1921 með tryggingu í tolltekjunum. Var auk þess gengið á sjóði, sem voru í vörzlum landstjórnarinnar. Landhelgissjóðurinn átti að vera geymdur í Lands- bankanum, þar til byggt yrði gæzluskip, en stjóm- in hafði í peningaleysinu tekið sjóðinn traustataki til venjulegra ríkisþarfa. Árið 1919 hafði Alþingi ákveð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.