Ófeigur - 15.12.1950, Page 35

Ófeigur - 15.12.1950, Page 35
ÓFEIGUR 35 mikill það ár og allgóður veturinn eftir. Batnaði þá stórlega hagur almennings og ríkisins. Jón Þorláks- son lagði stund á gætilega fjárstjórn og greiddi mik- ið af lausaskuldum kreppuáranna, þar á meðal í land- helgissjóð. Var nú engin afsökun að draga lengur bygg- ingu gæzluskipsins. Jón Magnússon hafði með höndum þá framkvæmd og sér til ráðuneytis persónulega vini sína meðal íslenzkra skipstjóra auk yfirmanna á dönska varðskipunum. Ekki leitaði hann til Emils Níelsens, sem hafði með mikilli giftu staðið fyrir skipasmíði Eimskipafélagsins. Jón Magnússon og ráðamenn hans ákváðu, að hið nýja skip, ,,Óðin“, skyldi vera hraðskreitt, líkjast togara, en þó með nokkrum svip lítilla her- skipa. Úr þessu urðu missmíði, af því að enginn kunn- áttumaður samræmdi hin ólíku sjónarmið. Fáum dög- um eftir að ,,Óðinn“ kom til landsins og var tekinn að sinna gæzlu norðanlands, lá við, að skipinu hvolfdi utan við Siglufjarðarhöfn. Var þá sýnt og sannað, að hið nýja skip var ósjófært. Bar það til, að gufuvélin var of stór og þung fyrir svo lítið skip. Sögðu menn, bæði í gamni ög alvöru, að þyngdarpunkturinn í ,,Óðni“ væri ofansjávar. Forráðamenn íslendinga höfðu í þessu efni borið fram ósamrýmanlega kröfu um stærð og hraða skipsins. Var nú, en of seint, leitað ráða Emils Níelsens. Sagði hann, að hér dygðu engin ráð nema að lengja „Óðin“ um 14 fet. Var nú farið með fyrsta landhelgisgæzluskip Islendinga eins og brotið egg, yfir hafið suður til Danmerkur. Þar var „Óðinn“ sagaður sundur og skipið lengt eftir forsögn Emils Níelsens. Eftir það var skipið vel nothæft til gæzlu, en dýrt i rekstri, með eyðslufreka gufuvél. VI. Framkvæmd gæzlumála í dómsmálaráðimeytinu. Þegar ég tók um stund við forstöðu gæzlumálanna af liðsoddum íhaldsmanna haustið 1927, var ,,Óðinn“ fullbúinn til gæzlu og „Þór“ á leigu hjá ríkinu að sumarlagi, en björgunarskip Vestmannaeyja heima fyr- ir á vetrarvertíð. Jóhann Jónsson var skipherra á ,,Óðni“. Hafði hann numið skipstjórnarfræði á íslandi og feng- ið nokkra þjálfun í dönskum herskóla. Jóhann Jóns- son var greindur maður, gæfur og kurteis í umgengni

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.