Ófeigur - 15.12.1950, Page 36

Ófeigur - 15.12.1950, Page 36
36 ÓFEIGUR og starfi. Honum var ekki Ijúft að beita harðræði í aðgerðum, en var vinsæll af samstarfsmönnum og flestum, er hann átti kynni við. Svo sem vænta mátti, var enn ekkert skipulag á forstöðu landhelgismálanna. Skrifstofustjórinn í dómsmálaráðuneytinu, Guðmund- ur Sveinbjörnsson, hafði hina lögfræðilegu yfirumsjón gæzlunnar. Hafði skrifstofustjórinn 4000 kr. auka- þóknun fyrir þetta eftirlit, sem var raunverulegur hluti af skyldustörfum hans. Bókhaldið var úti í bæ og inn- kaup gerð hér og þar af skipsmönnum. Tilviljunar- og úrræðaleysisblær var á öllum framkvæmdum gæzlu- málanna. Björgunarstörfum var ekki sinnt. VII. Byggúig „Ægis“. Mér þóttu þessi vinnubrögð vera lítt til fyrirmynd- ar og byrjaði að koma þeim í fast horf. Eysteinn Jóns- son, er síðar varð ráðherra, var þá einkaritari minn, tók á móti bréfum og sá um, að persónuleg erindi væru afgreidd. Lét ég hann þegar byrja að hafa sam- eiginleg innkaup fyrir varðskipið og sjúkrahús í nánd við höfuðstaðinn. Ekki þótti íhaldsmönnum þetta álit- leg byrjun og kölluðu einkaritarann „brauð- og flota- málaráðherrann", en ekki gátu þeir fundið að starfi hans. Leitaði ég í huganum að kunnáttumanni í sjó- mennsku, er gæti tekið að sér daglega framkvæmd landhelgisgæzlunnar. En í bili kölluðu að önnur störf. Þjóðin var svo stórhuga, að hún vildi eignast annað gæzluskip, og fjárhagur leyfði þá framkvæmd. Nú hvíldi á mér sams konar ábyrgð varðandi hið nýja skip sem hafði hvílt á Jóni Magnússyni varðandi „Óðin“. Ég var vel minnugur tillagna okkar Sveins Ólafssonar frá 1923 um að strandgæzluskipið ætti að geta sinnt björg- unarmálum samhliða gæzlunni. Ekki gat ég haft gagn af nokkrum innlendum kunnáttumanni um tillögur varð- andi gerð hins nýja skips. Eitt vandamál varðandi skipsmíðina var, hvort skipið skyldi brenna kolum, hafa olíubrennslu eða dieselvél. Ég ræddi málið við foringja danska varðskipsins. Þeir ráðlögðu olíu- brennslu. Ég var staðráðinn í að hafna kolakyndingu. Mér þótti olíukynding nokkru betri, en þó vafasöm. Bezt leizt mér á, að skipið hefði dieselvél. Um þetta

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.