Ófeigur - 15.12.1950, Page 37
ÓFEIGUR
37
atriði gat ég ekki stuðzt við Emil Nielsen, því að
hann hafði byggt allan flota Eimskipafélagsins með
kolavélum. Ég afréð að lokum að leggja út í óvissuna
og láta smíða mótorskip til gæziunnar. Þá var ekki í
öllum heiminum eitt einasta vélskip til landhelgis-
gæzlu. Eftir að þessi ákvörðun var tekin, fól ég Emil
Nielsen alla framkvæmd við byggingu skipsins, og tók
hann þann vanda að sér, eins og svo oft endrnær, þeg-
ar íslenzka þjóðfélagið þurfti hjálpar hans við. Ég
lagði fyrir forstjórann að fylgja að Jdví leyti, sem unnt
væri tillögu okkar Sveins Ólafssonar, að skipið yrði
nothæft til björgunar og gæzlu. Ennfremur mælti ég
svo fyrir, að leitazt skyldi við að hafa herbergi undir-
manna á skipinu svo fullkomin sem unnt væri og gera
ráð fyrir sérstöku baðherbergi fyrir háseta. Emil Niel-
sen sýndi hinn mesta áhuga og umönnun við verkið,
svo sem hans var von og vísa. Hefur ,,Ægir“ nú í 20
ár verið hið mesta happaskip og gert þjóðinni bæði
gagn og sóma. Herbergi undirmanna á ,,Ægi“ eru betri
en á nokkru öðru íslenzku skipi. En bað handa skip-
verjum á „Ægi“ kom aldrei svo heitið gæti. I
því efni var hinn mikli ágætismaður bam samtíðar
sinnar.
XIV.
Björgunar- og gæzlustarf „Ægis“.
Með komu „Ægis“ hófst nýtt tímabil í sögu björg-
unarmálanna. Nú átti þjóðin gott og öflugt björg-
unarskip búið fullkomnum tækjum til að bjarga skip-
um og mönnum. Einar M. Einarsson var fengsæll á
tekjur, bæði af töku brotlegra veiðiskipa í landhelgi
og þá ekki síður fyrir björgun skipa og báta. Dönsku
varðskipin töldu sér skylt að vera langdvölum á höfn-
um og hafa gleðskap með landsmönnum til að auka
kynni með Dönum og Islendingum. Höfðu yfirmenn
dönsku varðskipanna gestaboð fyrir heldra fólk í kaup-
stöðum landsins og dansleiki um borð til að gleðja
liðsmenn, sem höfðu langar fjarvistir frá heimilum sín-
um. Áður en „Ægir“ kom til sögunnar, þótti nokk-
uð við' brenna, að yfirmenn íslenzku sjólögreglunnar
tækju þessa lifnaðarhætti hinna dönsku varðskipmanna
sér til fyrirmyndar. Ekki vildi Einar M. Einarsson