Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 38

Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 38
38 ÖFEIGUR fylgja þessum siðum, heldur var hann öllum stundum á sjónum, og allra helzt í myrkri og óveðri. Lagði hann meginstund á að skapa ugg í brjósti veiðiþjófa og venja þá af myrkraferðum um landhelgina. Margt hefur breyzt í þessum efnum á undangengnum 20 ár- um, en hin mikla sókn, um örugga landhelgisgæzlu, sem hófst, eftir að „Ægir“ kom til sögunnar, hefur orðið að varanlegri fyrirmynd hinna betri starfsmanna í strandvarnarliðinu, bæði á skipum og varðbátum. Skipti þá miklu, að hafa við forystu Skipaútgerðar- innar mann, sem var sívakandi, hagsýnn og áhuga- mikill um að láta landhelgisgæzluna verða að sem mestri vörn fyrir sjávarútveg landsmanna. Dvöl Ein- ars M. Einarssonar við strandgæzluna varð því miður skemmri en æskilegt hefði verið og við hefði mátt búast, en þættir úr starfssögu „Ægis“ fyrstu missirin, sem skipið var hér við land, eru til varanlegrar fyrir- myndar um öruggt starf í þágu íslenzka þjóðfélagsins. XV. Samstarf Skipaútgerðarinar við dreifbýlið. Áður en Pálmi Loftsson tók við forystu Skipaút- gerðar ríkisins, hafði hann samið í kyrrþey við dug- andi menn á hverri höfn um afgreiðslu strandferða- skipanna og fyrirgreiðslu við varðskipin. Kom honum þar að góðu haldi reynsla frá strandsiglingum sín- um og kunnugleiki á staðháttum og mönnum hvar- vetna á ströndinni. Gætti í þessu heppilegrar fram- sýni, því að fast var róið móti hinu nýja skipulagi, og myndi mörgum kyrrstöðumönnum hafa þótt gott, að Skipaútgerð ríkisins ætti ekki kost hagstæðrar að- stöðu við bryggju og geymsluhús nema á sem fæstum höfnum. Hafði hin ástæðulausa, en illviljaða gagnrýni gegn kaupum „Þórs“ og ,,Súðarinnar“ sýnt, hvar botn- fall lá í þjóðarsálinni. Jafnframt þessu myndaði for- stjórinn kynningarsambönd við forystumenn sveitar- félaganna á ýmsum stöðum, þar sem hætta var mest á sjóslysum og ólöglegum landhelgisveiðum. Eru enn til nokkrar fundargerðir sveitarstjórna. sem bundust samtökum um að vinna að þessu máli með starfsliði Skipaútgerðarinnar. Varanlegasti þáttur í þessu áhuga- starfi við björgunarskipulag það, sem Pálmi Lofts-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.