Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 40

Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 40
40 ÓFEIGUR að setja um þetta efni regugerð á veldisárum sínum 1924—27 né 1932—34. Sýndi þessi staðreynd, að ekki fylgdi hugur máli hjá andstæðingum mínum í dulmáls- deilunni. Hvarf nú allur þróttur úr landhelgisvörnun- um, þegar tvö af gæzluskipunum lágu að öllum jafn- aði inni á höfnum, en skipshafnirnar á fullum launum og iðjulausar, meðan þriðja skipið flökti á sænum undir eftirliti lögfræðings í dómsmálaráðuneytinu, sem var önnum kafinn við venjuleg skyldustörf og annríki. Auk þess algerlega ókunnugur öllu, sem laut að sjómennsku og lífsaðstöðu þess fólks í landinu, sem lifði af veiðum fiskibátanna. Var þá sízt að furða, þó að ólöglegar landhelgisveiðar færu vaxandi. Var það mál manna um allt land, að gæzlan væri með þessu fyrirkomulagi nálega þýðingarlaus. XVIII. Ludvig C. Magnússon vegur og mælir „Þórs“-fiskinn. Kappsmönnum þeim í Sjálfstæðisflokknum, sem mest höfðu beitt sér gegn hinum miklu umbótum á land- helgisgæzlunni, eftir að Skipaútgerð ríkisins tók til starfa, þótti við eiga að grannskoða verk okkar Pálma Loftssonar og vita, hvort þar væri ekki um vítaverð- ar framkvæmdir að ræða, svo að á þeim grundvelli mætti víkja forstjóra Skipaútgerðarinnar frá störfum og bægja frá útvegsmönnum allri hættu af of miklum dugnaði hans og kunnleika við gæzlumálin. Var nú, einkum eftir kröfu Jóns Þorlákssonar, sett rannsókn- arnefnd til að sannprófa fjármálaheiðarleik þeirra, sem unnið höfðu að framkvæmd landhelgismálanna. Var maður, að nafni Ludvig C. Magnússon, settur yfir þetta verk. Hann var maður vitgrannur, lítt menntaður og með öllu ókunnugur útgerðar- og landhelgismálum. Fékk hann aðgang að skjölum Skipaútgerðarinnar, og var þar að verki með sínum hjálparmönnum, án þess að starfsfólk Skipaúgerðarinnar væri þar við. Lagði endurskoðandinn megináherzlu á að sanna, að um svik- samlegan fjárdrátt hefði verið að ræða í sambandi við fiskiveiðar „Þórs“ og miklar misfellur væru á kaup- um þess skips. Kemur Ludvig C. Magnússon einn dag til Pálma Loftssonar og segir, að hann finni ekki í skjölum ,,Þórs“ samninginn um kaup skipsins í Þýzka-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.