Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 44

Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 44
44 ÓFEIGUR stutt álit um þessa breytingu. I nefndinni áttu sæti Kristján Bergsson, formaður Fiskifélags íslands, Pálmi Loftsson og Þorsteinn Þorsteinsson í Þórshamri. Komst nefndin einróma að þeirri niðurstöðu, að landið hefði ekki efni á að halda upp landhelgisgæzlu með stór- skipum, heidur ætti að nota að mestu leyti vopnaða báta við gæzluna, m. a. vegna þess, að erfiðara væri fyrir brotleg skip og báta að varast þá. Stórskipin gætu menn séð langar leiðir, og væri miklu auðveldara að halda uppi njósnum um ferðir þeirra heldur en varð- bátanna. Samkvæmt þessu lagði nefndin til, að ríkið hefði við gæzluna eitt stórt skip og 4—6 báta, eftir því sem fjárhagur ríkisins leyfði. Alþingi samþykkti þessa breytingu svo að segja mótstöðulaust. Hin óvirku varðskip, liggjandi inni á höfnum landsins 1932—34, höfðu vakið óbeit ails almennings á skipulagi, sem var í einu ofviða þjóðinni um kostnað, en svo að segja gagnslaust. „Óðinn“ var seldur úr landi til Svíþjóðar. íslendingum var ekki sársaukalaust að sjá myndarlegt varðskip hverfa úr flotanum til annars lands. En hjá því varð ekki komizt, eins og málum var nú háttað. Pálmi Loftsson lét nú smíða hér á landi varðbát, sem var nefndur ,,Óðinn“ og hefur verið mikið happaskip. „Þór“ var eftir ^þetta lítið notaður til gæzlu, en þvi meira til hafrannsókna. Síðan var hann leigður ein- stökum mönnum til togveiða og loks Reykjavíkurbæ til að afla neyzlufiskjar handa borginni, sem fyrr er að vikið. Að lokum var „Þór“ seldur manni, sem stund- aði einkarekstur. Sannaðist því áþreifanlega tillaga mín að ekki átti að kaupa þriðja varðskipið. Pálmi Loftsson taldi landhelgisgæzlunni bezt borgið með því, að ríkið ætti eitt stórt skip, eins og „Ægi“, til örðugustu starfa við björgun skipa og manna á sjó. Með stórskipinu vildi hann hafa fjóra vopnaða báta og 1—2 til vara. Allur gæzluflotinn átti að sinna jöfn- um höndum björgunarmálum og landhelgisvörhum. Eft- ir að vélbáturinn „Óðinn“ var byggður, vildi Pálmi. Loftsson halda áfram bátabyggingunum, þar til flot- inn væri fullsmíðaður. En þá stóð á fjárveitingu frá ríkissjóði. Varð Skipaútgerðin þá að taka báta á leigu og gera ráðstafanir til, að full not yrðu af starfi þeirra. Meðan varðskipin voru þrjú, voru engu síður uppi kröfur frá ýmsum verstöðvum um staðbundna varð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.