Ófeigur - 15.12.1950, Side 45

Ófeigur - 15.12.1950, Side 45
ÓFEIGUR 45 báta á ýmsum árstímum. Bar þá alloft við, að togar- ar, einkum erlendir, óhlýðnuðust fyrirlagi varðbáta- skipstjóranna, köstuðu í bátshafnirnar grjóti og kolum eða beindu að þeim vatnsslöngum með sjóðandi vatni. Pálmi Loftsson sá, að ekki mátti una þessu og bað Magnús Guðmundsson um leyfi til að vopna varðbát- ana. Hann tók málinu vel, en sagði, að vel þyrfti að athuga hvert nýtt skref í gæzlumálunum. Varð ekkert úr framkvæmdum, fyrr en eftir næstu stjómarskipti. Skömmu eftir að Pálma Loftssyni var aftur fengið umboð framkvæmdastjóra. við gæzumálin, ritaði hann sendiherra Islands í Kaupmannahöfn og bað hann að kaupa hjá flotamálastjórninni litlar fallbyssur á varð- bátana. Sendiherrann leitaði hófanna hjá flotamála- stjórninni um málið, en fékk aftur drýldið svar, sem jafngilti neitun. Pálmi Loftsson ritaði flotamálastjórn- inni aftur og kvaðst hafa leitað til danskra yfirvalda um þessi vopnakaup fremur af kurteisi en nauðsyn. Sökum fyrri þátttöku Dana í landhelgisvörnum við ísland hefði þótt hlýða að leita þangað fyrst með byssu- kaupin. Ef Danir vildu ekki selja þessi vopn, yrði leit- að til annarra. Brá þá svo við, að flotamálaráðuneyt- ið svaraði fljótt og vel og gerði föl þau vopn, sem um var beðið. Pálmi Loftsson vopnaði 40 smálesta bát, sem hét „Ingimundur gamli“. Varð hann fengsæll í bezta lagi og tók í landhelgi f jölmarga brotlega tog- ara. Þótti mönnum, sem stóðu að landhelgisveiðum, sem þeir hefðu aldrei átt í höggi við hættulegri and- stæðinga en vopnuðu varðbátana. Dugði nú hvorki grjót- kast eða heitt vatn, því að fallbysskúlan var nútíma- vopnið. _______ XXIII. Talstöðvar og togbátar. Um svipað leyti og Alþingi samþykkti að lokum eftirlit má dulmáli togara, gerðust ýmsar tæknilegar breytingar á útvegsmálum þjóðarinnar. Þegar deilt var um dulmálsskeytin á Alþingi 1928—30, stóðu hlut- hafar í togarafélögunum og forkólfar stórútgerðarinn- ar svo að segja einir um forystu brotamálanna móti eðlilegri löggjöf til að hindra ránskap í landhelginni. En þeir sjómenn, sem bjuggu við bátaútgerð, og meg-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.