Ófeigur - 15.12.1950, Page 47

Ófeigur - 15.12.1950, Page 47
ÓFEIGUR 47 tækniþróun útvegsins. Hún fékk auk þess mjög aukna °g þýðingarmikla fyrirgreiðslu frá björgunarfélögum kvenna í kaupstöðum og kauptúnum, þar sem atvinna fólksins var bundin við hættulíf sjómanna á viðsjál- um sæ. XXV. Andóf gegn bátagæzlu. Stefna Pálma Loftssonar um vopnaða varðbáta til landhelgisgæzlu hafði gersamlega sigrað á Alþingi, þeg- ar ákveðið var að selja gufuskiuið ,,Öðin“ úr landi og láta „Þór sinna öðrum störfum en gæzlumálum. Hið nýja skipulag studdist enn fremur við vaxandi kröfur um staðbundna varðbáta til gæzlu. Hin eiginlega fiski- mannastétt landsins kvartaði sárlega undan ágengni dragnótabáta, togbáta og togara. Ef einn togbátur dró vörpu sína í myrkri eftir einhverjum af hinum fiskisælu fjörðum landsins, reif varpan upp botngróðurinn og fældi fiskinn burt. Þóttust fiskimenn geta rakið margra vikna fiskileysi á þvílíkum veiðistað til einnar slíkrar ránsferðar lögbrjóts á næturþeli. Hin miklu samskot efnalítilla manna á Vestfjörðum til byggingar „Maríu Júlíu“ stóðu fyrst og fremst í sambandi við hina sorg- legu reynslu fólksins á sjávarbakkanum af hinum sið- lausa ránskap báta og skipa með vörpu, sem eyðilagði lífsbjörg almennings. En þrátt fyrir þessa ágætu reynslu af starfi vopnaðra vélbáta, gætti enn skammsýni og miður góðviljaðrar andstöðu gegn bátavörzlunni. Öll sú hreyfing var beint áframhald af andófinu gegn eftir- liti með dulmálsskeytum 1928—30. Hér voru enn að verki menn, sem höfðu hagsmuni af veikri og ófullkominni landhelgisgæzlu. Aðstandendur báta og skipa, sem drógu vörpu sína á grunnsævi uppi við f jöru- steina, létu þjónustulið sitt við blöð landsins og á Al- þingi vera sífellt að verki til að gera lítið úr starfi varðbátanna. Það var rætt um, að bátarnir væru ófull- komnir, sýndu átakanlegan vanmátt ríkisvaldsins og og væru óhentugir yfirmönnum og hásetum, sem þar ættu að búa. Því meir sem dragnóta- og togbátum fjölgaði og hættan óx af veiðum þeirra, urðu hávær- ari raddir um, að varðbátar væru þýðingarlitlir til gæzlu og þjóðinni til minnkunar. íslenzka lýðveldið

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.