Ófeigur - 15.12.1950, Side 48

Ófeigur - 15.12.1950, Side 48
48 ÖFEIGUR yrði að hafa stór varðskip, glæsilega útbúin, og allri þeirra útgerð svo hagað, að erlendir menn veittu eftir- tekt stórhug og ,,reisn“ fslendinga. Andstæðingar varð- bátanna voru háværir og létu mikið til sín taka í blöð- um og á málþingum. En hinir mörgu sjómenn á smá- bátunum allt í kringum land vissu, hvað þeim hent- aði, og voru þakklátir Skipaútgerð ríkisins fyrir marg- háttaða fyrirgreiðslu og vernd landhelginnar. En þeir voru þögulir atorkumenn. Framlag þeirra til þjóðar- búsins var drýgra en yfirlætiskennt málskrúð þeirra, sem sögðust ætla að tryggja fiskistofn landsmanna með vísindalegum athugunum. XXVII. Mesta þrætueplið í strandferðamálunum. Eftir að Pálmi Loftsson hafði keypt „Súðina“ og fengið að launum ósanngjama dóma hjá Gísla Jónssyni forstjóra og Jóni Ólafssyni bankastjóra, gerðist lítið í strandferðamálunum nokkur næstu ár. ,,Esja“ og „Súð- in“ gengu stöðuglega vetur og sumar ár eftir ár milli flestra hafna á ströndinni og höfðu sæmilega undan flutningaþörfinni. Flóabátunum fjölgaði, og var Pálmi Loftsson ráðunautur ríkisstjórnarinnar, samgöngumála- nefnda og alls Alþingis um skipulag þessara fram- kvæmda strandferðanna. Eftir að vegakerfi landsins varð fullkomnara og flutningar milli héraða víða að sumarlagi meira með bílum en skipum, þótti Pálma Loftssyni rétt að nota „Esju“ til að afla landinu gjald- eyris með því að taka upp um mitt sumarið beinar ferðir milli Reykjavíkur og Glasgow. Urðu ferðir þess- ar furðu vinsælar í Skotlandi, þó að „Esja“ væri fyrir- ferðarlítil í enskri höfn við hlið viðhafnardreka stór- þjóðanna. En vegna gistihúsaleysis hér á landi varð Skipaútgerðin að láta ensku ferðamennina búa í „Esju“, meðan þeir dvöldust hér á landi. Hinsvegar var far- ið með gestina í bifreiðum um helztu staði á Suður- landi. Þóttu þessar íslandferðir með „Esju“ svo merki- legar, að nokkur hluti ensku farþeganna hélt saman eftir heimkomuna og rækti ferðaminningar sínar sem skemmtilegt ævintýri. Hélt Pálmi Loftsson áfram upp- teknum hætti með Glasgowferðirnar um mitt sumar- ið, þar til ófriðurinn hófst 1939. En þó að Skipaútgerð-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.