Ófeigur - 15.12.1950, Side 51

Ófeigur - 15.12.1950, Side 51
ÖFEIGUP 51 og gat flutt meiri vöru og fleiri farþega. Nýja „Esja“ kom heim rétt í stríðsbyrjun. Var þá svo lítið um gjaldeyri, að Pálmi Loftsson varð að taka að láni með persónulegri ábyrgð hjá einstökum kaupmönnum í Danmörku bæði sængurföt handa farþegum og mat- Væli til heimfe'rðarinnar. Vegna stríðshættunnar var um stund farið nærri Noregsströnd og tekinn norsk- ur hafnsögumaður. Fékk Pálmi Loftsson 200 kr. bráða- birgðalán hjá íslenzkum alþingismanni, er var með skipinu. Hafði öll framkvæmd þessa máls frá byrjun til enda hvílt á Pálma Loftssyni, og er að öllu sam- töldu glæsilegasti sigur eins manns hér á landi í sigl- ingamálum, þegar litið er á njrtsemi málsins veikan stuðning og magnaða andúð. Á styrjaldartímanum af- kastaði „Esja“ feikna verki og hélt uppi góðum sam- göngum með ströndum fram. Getur almenningur á Is- landi seint fullþakkað þá framkvæmd. Sást síðar, ekki sízt í sambandi við ,,Þormóðs“-slysið, hve miklu mun- aði fyrir fólk á ströndinni að hafa þá slíkan farkost, í stað þess að verða að ferðast með ófullkomnum og hættulegum fiskiskipum. Með nýju „Esju“ hafði Pálmi Loftsson lagt grundvöll að því sjósamgöngukerfi, er hann vildi koma í framkvæmd á íslandi. XXIX. Varðbátakaup Finns Jónssonar. Stjórnarvöldin höfðu verið lítt áhugasöm um gæzl- una. Eftir að vélbáturinn „Óðinn“ kom til sögunnar, lét ríkið ekki um margra ára skeið byggja nýja gæzlubáta, eins og til var ætlazt, þegar gufuskipið „Óðinn“ var selt og „Þór“ afhentur til annarra þarfa. „Sæbjörg“ varð til fyrir áhuga kvenna á björgunar- málum og varðgæzlubátur áf því, að eigendurnir gátu ekki sjálfir lagt fram fé til rekstursins. Skipaútgerð- in varð þess vegna ár eftir ár að leigja venjulega fiski- báta og manna þá með sjómönnum, sem höfðu enga sérstaka æfingu við framkvæmd gæzlumála. Grunn- færu og yfirlætismiklu fólki þóttu þessir bátar ekki hæfa fullvalda ríki. En þetta ríki hafði ekki upp á betra að bjóða, og auk þess voru hinir óþekktu fiski- bátar oft furðu áhrifamiklir við að halda óspektar- mönnum frá landhelgisbrotum. Meðan stóð á þessu

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.