Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 54

Ófeigur - 15.12.1950, Qupperneq 54
54 ÖFEIGUR um fyrir Þyril. Voru olíuflutningar svo miklir hér við land, að skipið hafði ekki undan. Tókst Skipaúgerðinni að lækka flutningsgjald fyrir olíu um 30—50% frá því, sem áður var. Gróði á rekstri „Þyrils“ fyrstu árin lék á milljónum. Pálma Loftssyni þótti eðli- legast, að „Þyrill“ væri talinn eitt af strandferðaskip- unum, úr því að hann leysti af höndum sitt hlutverk á sama vettvangi og strandferðaskipin. Meðan Jóhann Jósefsson var yfirmaður strandsiglinga, vildi hann halda „Þyrli“ sem sjálfstæðu atvinnufyrirtæki og láta ríkis- sjóð fá hagnaðinn beint til sín, en síðar var „Þyrill", að tilhlutun Eysteins Jónssonar, fluttur aftur. í deild strandferðaskipanna. Má segja, að það sé vel farið, þar sem Skipaútgerð ríkisins hefur, ef svo má segja, lagt þetta arðsama fyrirtæki úr ruslakistu vanræksl- unnar inn í þjóðarbúið. Hefur sjaldan komið í ljós öllu glögglegar en í ,,Þyrils“-málinu, hversu óvenjulega þýðingu Skipaútgerð ríkisins undir stjórn kunnáttu- manna í sjófræðum hefur fyrir þjóðarbúskapinn. XXXV. Samningsbuiidm friðun utan landhelgi. Nokkrir þingmenn og fiskifræðingar hafa um langa stund gert sér tíðrætt um, að nauðsyn bæri til að friða Faxaflóa fyrir allri botnvörpu- og dragnótaveiði, svo að þar gæti verið öflug klakstöð fyrir norðanvert At- lantshaf. Hefur Árni Friðriksson ár eftir ár sótt fundi fiskifræðinga í norðlægum löndum og stundum haft sér til fylgdar og brautargengis sendisveitir Islands erlend- is. En öll þessi iðja fiskifræðinga og þingskörunga hef- ur engan ávöxt borið. Veiðin í Faxaflóa verður rýrari með ári hverju sökum gegndarlausrar rányrkju inn- lendra og erlendra manna. Friðunarmálið hefur í reynd- inni orðið þýðingarlaust nema sem umræðuefni fiski- fræðinga og stjórnmálamanna, sem sætta sig við, að fiskimið íslands verði, fyrir vangá þeirra, snauðari með hverju ári, sem líður. Pálmi Loftsson hefur engin á- hrif haft á þessi tilgangslausu fundarhöld um friðunar- mál, en fór sínar eigin leiðir. Eftir að stríðinu lauk 1945, tóku erlendir togarar mjög að sækja að nýju á íslenzk fiskimið, eins og áður var. „Ægir“ var að jafn- aði á vertíð við netjagæzlu og björgunarstarf hjá Vest-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.