Ófeigur - 15.12.1950, Page 55

Ófeigur - 15.12.1950, Page 55
ÓFEIGUR 55 mannaeyjum og gerði eyjabúum stórmikið gagn. Á vertíð leggja Vestmannaeyingar net sín oft langar leið- ir utan við landhelgi. Þar gerðu togarar, einkum er- lendir, hin mestu spjöll á veiðarfærum og veiði eyja- búa. „Ægir“ gat ekki hindrað þann ránskap, því að utan við landhelgi áttu togarar miðin með sama rétti og heimamenn. Pálma Loftssyni þótti sárt, að geta ekki orðið Vestmannaeyingum að nokkru liði utan landhelgi. Kom honum þá til hugar að reyna að koma til leiðar með frjálsu samkomulagi við erlend togara- félög nokkurri umbót í þessu efni. Lét hann gera upp- drátt af Vestmannaeyjum og helzta veiðisvæði sunn- an og vestan við eyjarnar. Markaði hann á kortið hið umbeðna friðunarsvæði í samráði við útgerðarmenn í Eyjum og yfirmenn gæzluskipanna. Hann sendi upp- drátt þennan með stuttu ávarpi til allra útgerðarfé- laga við Norðursjó og Ermarsund, sem senda togara til veiða við Island. Var þar heitið á þegnskap skip- stjóra að veiða ekki á þessu tiltekna svæði, því að þar stunduðu bátar íslendinga sína atvinnu og teldu þetta heimamið. Voru í ávarpi þessu flutt fáorð, en glögg rök fyrir þessum tilmælum. Skipaútgerðin kom þessari áskorun til skipstjóra á ensku togurunum fyr- ir atbeina tryggingarsambands enskra veiðiskipa. Hafði það félag haft löng og góð skipti við Pálma Loftsson í sambandi við björgun skipa hér við land. Þótti for- ystumönnum Breta í togaramálum gott að eiga við formann Skipaútgerðarinnar. Hann sótti að vísu fast á um vörn landhelginnar, en var engu að síður athafna- mikill og hugkvæmur um björgunarmál skipa í nauð- um. Sendiráð Islands í Hollandi, Belgíu og Frakklandi komu tiimælunum um hið frjálsa friðarskipulag við Vestmannaeyjar á framfæri við togaraskipstjórana í þessum löndum. Þessi tilraun lánaðist betur en við mátti búast. Langsamlega flestir erlendu skipstjór- arnir brugðust vel við þessum tilmælum og sneiddu hjá friðunarsvæðinu með togveiðar sínar. Aðeins einn skipstjóri frá Belgíu skrifaði Skipaútgerðinni mótmæla- bréf og kvað þetta tilraun til að skapa hefð um mjög stækkaða landhelgi. Hér var að vísu ekki um réttar- kröfu að ræða, heidur beiðni um samvinnu og þegnskap fyrir hönd sjómanna, sem byggðu landið. Næsta skref Pálma Loftssonar var að gera útgerðarmönnum og

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.