Ófeigur - 15.12.1950, Side 56

Ófeigur - 15.12.1950, Side 56
56 ÖFEIGUR sjómönnum í Gullbringusýslu sama greiða. Hafa þeir orðið að þola þungbæran ágang af veiðiskipum vestan- vert Reykjanes. Beitti Pálmi Loftsson þar sömu aðferð og hjá Vestmannaeyjum, markaði á viðeigandi upp- drátt veiðisvæði framan við nesið, þar sem íslenzkir bátar leggja net sín og línu, og fór fram á, að togarar hlífðu þessum miðum. Reyndi á í þessu efni síðast lið- inn vetur. Tókst tilraunin svo vel sem frarnast mátti við að búast, og hefur þessi útsjón og framsýni, bæði við Vestmannaeyjar og Reykjanes, orðið til hins mesta hagræðis. En að svo vel hefur tekizt að bjarga atvinnu og eignum landsmanna utan landhelgi, er að mestu leyti að þakka því trausti og virðingu, sem íslanzk landhelg- isgæzla og björgunarstarfsemi hefur á tuttugu undan- gengnum árum aflað þjóðinni hjá fiskimönnum erlendra þjóða. XXXVI. Eysteinn Jónsson hverfur að stórskipagæzlu. Nokkru eftir að Eysteinn Jónsson tók sem ráðherra við forræði í landhelgismálum, þótti honum ástæða til að hef jast handa um byggingu á stóru varðskipi. Hann gat í því efni talið sér stuðning í árlega frambornum þingsályktunum, sem mjög snertu þetta efni. Stóðu að því máli þrír ungir þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum, og er þeirra fyrr getið. Er helzt svo að sjá sem ráð- herrann og þessir þrír stuðningsmenn hans hafi ekki haft hugmynd um hina sögulegu þróun landhelgismál- anna. Þeir hafa ekki munað, að Alþingi hafði á árunum fyrir 1930 fyrirskipað að byggja og kaupa þrjú stór skip til gæzlu, en Magnús Guðmundsson hafði á ára- bilinu 1932—34 að jafnaði sökum féleysis látið tvö af þremur skipum liggja aðgerðalaus inni á höfnum. Eysteinn Jónsson hafði gleymt, að hann var jafn fé- laus eins og fyrirrennarar hans og átti þá þátt í að selja gufuskipið ,,Óðin“ úr landi, þegar svo að segja allur þingheimur hafði samþykkt tillögu Pálma Loftssonar um að hafa ekki nema eitt stórskip til gæzlu og björg- unar, en nota að öðru leyti vopnaða vélbáta til starfsins. Til að fullnægja þessari kenningu var „Óðinn“ seldur úr landi og „Þór“ afhentur frá gæzlumálum og loks seldur. Síðan hafði stjórn og þing lifað eftir þessari

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.