Ófeigur - 15.12.1950, Blaðsíða 58
58
ÓFEIGUR
leggja ,,Ægi“, en láta nýja skipið fylgja bátaflota Vest-
mannaeyinga. Hefur þá lítill ávinningur orðið að því
að kaupa skipið fyrir 8 milljónir króna. Að vísu verður
það ganghraðara en „Ægir“ og með öflugri dráttar-
vélum. En við dagleg gæzlu- og björgunarstörf hefur
það litla eða enga þýðingu. Sá tími er löngu liðinn,
þegar varðskip tóku brotlega togara í hópum með
því að elta þá og njóta yfirburða um hraða. Vélbát-
anir taka flest hin brotlegu skip hér við land af á-
stæðum, sem að framan eru greindar. Kaup hins nýja
skips er þess vegna sorglegt víxlspor í gæzlumálunum
og eitt af átakanlegustu dæmunum um hringl og festu-
leysi í landsmálum og stjórnarstarfsemi. Verður vik-
ið að einkennilegum þætti í því máli.
XLII.
Traust og virðing landlielgisgæzlunnar.
Síðan Pálmi Loftsson tók við daglegri framkvæmd
gæzlumálanna, hefur engum þeim manni sem á atvinnu
sína beinlínis undir góðri landvörn komið til hugar
að yfirstjórn gæzlunnar mundi viljandi halda hlífi-
skildi yfir lögbrjótum. Þegnarnir í íslenzka ríkinu hafa
verið þess fullvissir, að land þeirra væri að þessu
leyti réttarríki. Sama er að segja um erlendar þjóðir
er hingað sigla til að stunda fiskveiðar. En þessu var
öðruvísi farið áður en hann tók við forstöðu gæzlu-
málanna. Árið 1926 varð langvarandi milliríkjaþræta
út af framkvæmd gæzlunnar hér við land gagnvart
erlendri þjóð. Um sama leyti var á döfinni hið svo-
nefnda Tervanimál frá stjómartíð Jóns Magnússonar.
Islenzkur varðbátur kærði enskan togara fyrir land-
helgisbrot, en við meðferð málsins kom í ljós, að 4
varðbát íslenzka ríkisins voru engin sjókort, engin
mælitæki, og engin skriffæri. Þess vegna varð báts-
formaðurinn að krota sannanir sínar með rispum á
borðstokkinn. Slík gæzla varpaði skugga á það land,
sem veitti löggæzlu sinni slíkan aðbúnað. Eftir að
Skipaútgerðin tók að sinna björgun skipa og manna
svo, að engir erlendir aðilar komu þar til greina, urðu
hin vinsamlegu og virðulegu kynni gæzlu og björgun-
arliðsins til að skapa erlendis þá skoðun á íslenzka
ríkinu, að það væri vörður merkilegrar menningar við