Ófeigur - 15.12.1950, Side 59

Ófeigur - 15.12.1950, Side 59
ÓFEIGUR 59 hin yztu höf. Renna margar stoðir undir þá skoðun. Sú staðreynd, að forstöðumanni gæzlunnar hefur tek- izt, með frjálsu samkomulagi við þær þjóðir, sem fiska við ísland, að fá þær til að þyrma veiðarfærum ís- lenzkra bátaeigenda langt úti á rúmsjó, sýnir hug- kvæmni og ráðsnilld Pálma Loftssonar og þá tiltrú, sem Skipaútgerð ríkisins nýtur hjá siglingaþjóðum næstu landa. Sérstakt dæmi úr starfssögu íslenzkra gæzlumála kollvarpar að fullu hinum órökstuddu skoð- unum sýslumanns Þingeyinga og fylgismanna hans um álitsleysi landhelgisgæzlunnar í höndum núverandi for- stöðumanns. Árið 1943 varð að beita hörðu við brezk- an togara til að fá hann til að hlýða varðskipinu ís- lenzka. Var málum þannig háttað, að ,,Ægir“ hafði fyrirskipun um að sökkva togaranum fremur en að láta hann sleppa. Mörgum kúlum var skotið gegnum skipið, en skipstjórinn lét ekki undan fyrr en vélin var löskuð af skothríðinni. Litlu síðar kom mál þetta fyrir í brezka þinginu, og varð uatnríkisráðherrann, Anthony Eden, fyrir svörum. Hann sagði, að hér væri um að ræða óvenjulegt mál, en hann hefði kynnt sér alla málavexti og framkvæmd íslendinga í landhelgis- málum. Hefði hann komizt að þeirri niðurstöðu, að taka hins umrædda togara hefði ekki verið óréttmæt eins og á stóð og hann sagðist bera fullt traust til íslendinga um meðferð þeirra á þessum málum. XLIV. Þegar „Esja“ kom frá Petsamo 1942. „Esja“ kom til Reykjavíkur 1942, fullhlaðin íslenzk- iim farþegum frá Norðurlöndum. Hafði skipið orðið að sigla milli skers og báru og koma við til eftirlits hjá Þjóðverjum í Noregi og hjá Bretum í Orkneyj- um. Þegar kom til íslands, þótti hernaðaryfirvöldum Englendinga ekki fulltryggt um þegnskap nokkurra af farþegunum og kröfðust þess að „Esja“ lægi um óá- kveðinn tíma undir eftirliti úti á höfn með hina grun- samlegu fargesti, þar til fullrannsakað væri um eðli og ástanda hinna kyrrsettu manna. Ríkisstjórnin rejmdi að losa skipið og fangana, enda var „Esju“ mikii þörf í strandsiglingum, en brezku hernaðaryfir- völdin vildu ekki breyta ákvörðun sinni. Stjórnin leiddi

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.