Ófeigur - 15.12.1950, Side 60

Ófeigur - 15.12.1950, Side 60
60 ÖFEIGTJR þá í tal við Pálma Loftsson, hvort hann vildi freista að losa skip sitt úr herkví. Hann kvaðst fús að reyna, og tókst það klukkustund síðar. Var „Esja“ frjáls, en föngunum var í bili komið fyrir í öðru skipi á höfn- inni, sem mátti bíða nokkru lengur en „Esja“. Ástæð- an til, að Pálma Loftssyni tókst í þetta sinn, og oft endranær, að leysa vandamál Skipaútgerðarinnar, bæði innanlands og utan, var hugkvæmni hans og öryggi í ráðum. Sjóforingjar Breta og Ameríkumanna höfðu árum saman á stríðstímanum mikla samvinnu við Pálma Loftsson um siglingar umhverfis landið, baráttuna við tundurduflahættuna og margt fleira. Hann hafði átt mikinn þátt í að efla sjálfstæði þjóðarinnar í siglinga- og gæzlumálum. Honum hafði tekizt að halda þannig á málum lands og þjóðar, bæði gagnvart Dönum og Engilsöxum, að ísland naut jafnréttis við stærri lönd í siglingaframkvæmdum hér við land. Þá var mann- dómur og tækni lögð á metaskálar, en ekki mann- fjöldi eða auður þjóðanna. Landhelgisgæzla og strandferðir. Framhald af bls. 28. ströndum fram. XI. Tvö strandferðaskip. XII. Ríkið starfrækir þrjú stórskip. XIII. Innkaupadeild Skipa- útgerðar ríkisins. XVI. Njósnarkerfi landhelgisræningja. XX. Sigur dulmálsbaráttunnar. XXII. íslenzk sjólög- regla. XXIV. „Sæbjörg". XXVI. Deilt um björgunarlaun.. XXVII. Baráttan við tundurduflin. XXVIII. Endur- bygging „Sæbjargar“. XXX. Landhelgisræingjar mót- mæla hraðbátunum. XXXII. Ný sendiför til Englands. XXXIII. Þormóðsslysið. Þýðingarmikil þingsályktun. XXXIV. „María Júlía“. XXXVII. Barátta fyrir útgerð- arstjórn í dómsmálaráðuneytinu. XXXVIII. Sleifarlag í dómsmálaráðuneytinu. XXXIX. Koptinn. XL. Nýjar tyllisakir. XLI. Þegar tölur tala. XLIII. Hvernig Is- lendingar tóku landhelgisgæzluna í sínar hendur. Eftir- máli. I eftirmála ritlingsins eru nokkrar tillögur um nýj- ar framkvæmdir. Miðjarðarhafsferðir Heklu. Kopti til gæzlu og björgunar, landhelgisfélög og friðun flóa og fjarða.

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.