Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 14
14 SPORT 3. maí 2019 D avíð Snorri Jónasson, þjálf- ari U17 ára landsliðsins, hefur verið að gera frábæra hluti með þessa yngstu kynslóð sem kemur fram fyrir þjóðina. Davíð er með góðan að- stoðarmann í Þorvaldi Örlygssyni en liðið heldur nú í lokakeppni EM 2019. Keppnin er haldin á Írlandi dagana 3.–19. maí. Ísland er þar í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Rússlandi. Strákarnir mæta Rússlandi í fyrsta leik sínum í riðl- inum laugardaginn 4. maí. Búa til landsliðsmenn framtíðar Yngri landslið eru fyrst og síðast vettvangur til að búa til A-lands- liðsmenn framtíðarinnar og að ná árangri í yngri landsliðum get- ur hjálpað til. Það hefur gullkyn- slóð okkar sannað, sem farið hefur á Evrópu- og heimsmeistaramót á síðustu árum. Þar höfðu flestir leikmenn farið á lokamót með yngri landsliðum. „Ég held að þetta hjálpi okkur, þú þarft að fara langa leið til að komast hingað. Við höfum staðið okkur mjög vel, það væri frábært að geta gert þetta á hverju ári. Þetta mun hjálpa okk- ur að búa til framtíðarlandsliðs- menn,“ sagði Davíð þegar blaða- maður ræddi við hann og bað hann að lýsa leikmönnum sínum. „Þetta eru fyrst og fremst mjög duglegir leikmenn, þeir hafa tek- ið miklum framförum á þessu ári sem við höfum verið saman. Það er klúbbunum þeirra að þakka og síðan eru þeir hungraðir í að verða betri í fótbolta, þeir vilja ná langt.“ Ungir drengir þurfa að bíta í súrt epli Davíð hafði spilað 29 leik- mönnum í undirbúningi fyrir mótið, en níu af þeim þurftu að bíta í það súra epli að verða ekki valdir í lokahóp. Það get- ur reynst ungum drengj- um stór biti að kyngja. „Við erum búnir að spila í fimm mótum, það eru 29 leikmenn sem hafa spilað á þessari leið á Evrópumótið. Það vildu allir vera með í þessum loka- hóp, það eru leikmenn sem eru utan hóps. Þeir eru meðvitaðir um að þeir geti komið inn ef eitthvað gerist, þannig er fótboltinn. Þetta er hluti af því að læra, stundum ertu á bekknum, stundum í byrj- unarliðinu og stundum utan hóps. Ég vona innilega að þeir sem eru utan hóps, hugsi ekki að þetta sé endastöð.“ KSÍ leggur mikið í verkefnið KSÍ setur mikla fjármuni í verk- efnið og það sést best í því að 15 manna starfsliðs verður með liðinu á mótinu, umgjörðin er fyrsta flokks. „Það væri skemmti- legt, það er fullt af litlum gulrót- um í þessu. Það er frábær draum- ur sem við getum horft til. Ég er mjög ánægður með það starfs- lið sem KSÍ gefur leyfi til að taka með, við erum iðulega átta starfs- menn í svona ferð. Núna fáum við auka sjúkraþjálfara og fjölmiðla- fulltrúa, og svo Víði Reynisson ör- yggisfulltrúa. Hann hefur séð um að skipuleggja allt. Ég er mjög þakklátur KSÍ fyrir stuðninginn við okkur.“ Leikmaðurinn sem allir eru spenntir fyrir: Andri Lucas Guðjohnsen, son- ur Eiðs Smára og leikmaður Real Madrid, er sá drengur sem flestir fylgjast með. Davíð Snorri vill lítið ræða um hæfileika hans og fram- tíð. „Andri hefur búið erlendis og spilar á Spáni í dag, hann er eins og hinir leikmenn liðsins. Mjög sterkur andlega, vill ná langt og vill verða góður. Leikmennirn- ir í þessum hóp eru allir eins, þeir vilja ná lengra en að bara spila. Andri getur náð langt eins og aðr- ir í hópnum, þeir eru hungraðir í ná langt.“ Stjörnur liðsins Ísak Bergmann Jóhannesson (Miðjumaður – 2003) Það virðist ekki vera svo langt í að íslenska landsliðið nýti sér krafta Ísaks. Þessi öflugi miðju- maður á ekki langt að sækja hæfileikana. Jóhannes Karl Guð- jónsson, faðir hans, átti afar far- sælan feril á meðal þeirra bestu. Ísak lék einn leik með ÍA áður en hann var seldur til IFK Norrköping í vetur, þar er hann ekki langt frá aðalliði félagsins. Ísak lék með að- alliðinu í æfingaferð á dögunum og gæti spilað í efstu deild Svíþjóðar á komandi leiktíð. Hann á eftir að taka út líkamlega styrkinn en skil- ur leikinn betur en flestir. Andri Lucas Guðjohnsen (Sóknarmaður – 2002) Eftirnafnið gerir alla spennta, en það ætti að forðast að setja einhverja auka pressu á kauða, þrátt fyrir afrekin sem faðir hans, Eiður Smári, vann á ferli sínum. Andri Lucas virðist vera fæddur markaskorari og hann leikur í dag með Real Madrid. Hann verður 17 ára á þessu ári og er orðinn lykil- maður í U19 ára landsliðinu. Gera má ráð fyrir að hann verði kallað- ur inn í U21 árs landsliðið í næsta verkefni og svo ætti að styttast í tækifærið með A-landsliðinu. n 3 SKREF BÓKHALDSÞJÓNUSTA LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR • Skráningartöflur • Eignaskiptayfirlýsingar • Eftirfylgni EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR ÞARABAKKA 3 S. 578 6800 Næsta gullkynslóð? n Ungir landsliðsmenn halda í spennandi verkefni n Stjörnurnar verða til á svona sviði Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Davíð Snorri Þjálfari liðsins er brattur fyrir ferðina til Írlands. Ísak Bergmann JóhannessonAndri Lucas Guðjohnsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.