Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 6
6 3. maí 2019FRÉTTIR
Í
búar fjölbýlishúss í Klukkubergi
í Hafnarfirði eru úrræðalausir
gagnvart ófremdarástandi
í einni af íbúðum hússins.
Viðmælendur DV segast engan
frið fá fyrir stöðugum gesta-
gangi og ónæði sem einkennist
af partístandi, háværri tónlist
og látum sem rekja má til
fíkniefnaneyslu. Lögreglan hefur
ekki sinnt málinu þrátt fyrir
ítrekaðar tilkynningar. Ástandið
hefur varað í rúmlega tvo mánuði.
Skíthrædd við fólkið
DV ræddi við hjón sem búsett
eru í húsinu en þau vilja ekki
koma fram undir nafni af ótta við
afleiðingarnar. Konan segist vera
„skíthrædd“ við fólkið sem dvelur í
íbúðinni og þar angi allt af kanna-
bis.
„Á neðri hæðinni býr stúlka
sem er alla daga, hvort sem það
er helgi eða virkur dagur, með alls
konar lýð hjá sér,“ segir konan en
eiginmaður hennar segir ástandið
hafa byrjað fljótlega eftir að unga
konan flutti inn. Ónæðið segir
hann einkennast af stöðugum
látum og öskrum. „Þetta er nánast
allan sólarhringinn, partíið dettur
kannski niður í smástund og svo
byrjar þetta aftur.“
Maðurinn segir íbúa hússins
margsinnis hafa rætt málið sín á
milli og sendi húsfélagið bréf á
leigusala ungu konunnar þar sem
kvartað var undan ástandinu.
„Leigusalinn hefur greinilega
talað við hana af því að eftir það
róaðist þetta í nokkra daga. En
síðan byrjaði þetta bara aftur og
hefur ekki hætt.“
Börn í hættu
Maðurinn segist einu sinni hafa
bankað upp á hjá konunni til að
kvarta en hrökklast í burtu. „Þarna
inni var alls konar pakk og mér
var hreinlega hótað lífláti. Ég flýtti
mér í burtu og fór og hringdi á
lögregluna. Sem kom síðan ekki.“
Hjónin taka fram að í húsinu sé
mikið um fjölskyldufólk. Þau segja
ungu konuna oftar en einu sinni
hafa sést keyrandi um svæðið
undir áhrifum vímuefna og verið
nálægt því að keyra á börn sem
búsett eru í húsinu. Ástandið hefur
nú varað í rúmlega tvo mánuði
að sögn hjónanna. Þau segja
lögregluna hafa vitað af ástandinu
síðastliðnar fimm vikur án þess
að aðhafast nok kuð. „Það er eins
og það sé alveg sama hvað maður
segir við þá, við fáum svör eins og
„það er nóg að gera“, „við förum í
þetta“ og „þetta er í farvegi.“
Hjónin gagnrýna harðlega
aðgerðaleysi lög reglunnar í
málinu. „Lögreglan gerir ekkert
í málunum þó svo að allir í
blokkinni hafi kvartað, bæði til
lögreglunnar og húsráðanda. Það
hafa allir beðið um nafnleynd
enda mikið af sprautuliði sem er
þarna hangandi fyrir utan með
alls kyns læti og ógeð sem maður
vill ekki beint á tröppurnar hjá
sér. Þetta þarf að stoppa áður en
einhver hreinlega drepst hérna
fyrir utan.“ n
NÆSTI KAFLI HEFST HJÁ OKKUR
KVÍSLARTUNGA, 270 MOSFELLSBÆR
86.900.000 kr.
Tegund
Stærð
Herbergi
Parhús á 2 hæðum
286 M2
7
NAUSTABRYGGJA, 110 REYKJAVÍK
79.900.000 kr.
Tegund
Stærð
Herbergi
Fjölbýli
184 M2
6
KÖGURSEL, 109 REYKJAVÍK
75.900.000 kr.
Tegund
Stærð
Herbergi
Einbýli á 2 hæðum
199 M2
6
Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800 www.gimli.is BJÓÐUM UPPÁ FRÍTT SÖLUVERÐMAT
Ófremdarástand
í Klukkubergi
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
Stöðugt partístand, dópneysla og hávaði „Þetta þarf að stoppa áður
en einhver hreinlega drepst
„Lögreglan
gerir ekkert í
málunum þó svo að
allir í blokkinni hafi
kvartað