Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 46
46 FÓKUS 3. maí 2019 A lexandra Kristjánsdóttir er tuttugu og þriggja ára göm- ul með háleit markmið og stóra drauma. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Alexandra mikla reynslu í farteskinu og eru náttúru- og umhverfismálum henni afar hugleikin. Eftir framhaldsskóla- nám í Englandi fór Alexandra beint út á vinnumarkaðinn og gegndi hún meðal annars ábyrgðarstöðu á fasteignasölu, seldi lausnir á endurnýtanlegri orku og ferðaðist um heiminn í heilt ár sem barn- fóstra fyrir ameríska fjölskyldu. Í dag er Alexandra nýkomin heim frá Indlandi þar sem hún bjó í afskekktu þorpi í þrjá mánuði. Þar vann hún meðal annars að því að skrifa bók um lífgas fyrir indverska bændur en meðan hún dvaldi þar komst hún að ýmsu um þorpsbúa sem sló hana. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Indlandi. Maður heyrir margar sögur þaðan og ég vildi sjálf sjá og upplifa landið með mínum eigin augum, með opnu hugarfari. Ind- land er næstfjölmennasta land í heimi. Þar ríkir enn mikil fátækt og fólk þar glímir við alls kyns vanda- mál. Þar er unnið hörðum hönd- um við að mennta komandi kyn- slóðir og takast á við hluti eins og mengun, rusl, þurrka og hreinlæti. Mig langaði til þess að læra meira, um menninguna, fólkið og landið sjálft,“ segir Alexandra í viðtali við DV. Konur hætta að mæta í skóla þegar þær byrja á blæðingum Þorpið sem Alexandra bjó í á Ind- landi er mjög afskekkt og lagði hún sig fram við að kynnast þorps- búum vel. „Við bjuggum á mjög afskekktu svæði. Eftir að hafa kynnst ind- versku konunum nánar áttuðum við okkur á því að blæðingar eru virkilega tabú. Margar af konun- um sem við töluðum við vissu ekki ástæður tíðablæðinga. Enginn af karlmönnunum sem við störfuð- um með, vissu það heldur. Þeir héldu því fram að konur yrðu „veikburða“ einu sinni í mánuði vegna synda sinna og þetta væri bölvun frá guðunum. Ég kynnti mér málið og komst að því að meirihluti kvenna á Indlandi hef- ur ekki aðgang að dömubindum. Flestar konur nota gömul föt eða efnisbúta og margar stelpur mæta ekki í skólann, eða hreinlega hætta þegar þær byrja á blæðingum. Mér fannst alveg hrikalegt að komast að þessu öllu saman. Þetta eru svo mikil mannréttinda- og jafnréttis- mál að mínu mati!“ Alexandra ákvað því að gera það sem hún gæti til þess að að- stoða konurnar í þorpinu og setti af stað söfnun til að geta keypt endurnýtanleg dömubindi. „Fyrir afmælið mitt í ár lang- aði mig til þess að gera eitthvað sérstakt, sem tengdist þessu mál- efni. Ég ákvað sem svona gjöf „frá mér til mín“ að gefa stelpunum á Indlandi sem við vorum að vinna með, endurnýtanleg dömubindi. Upp frá því þróaðist sú hugmynd að biðja fjölskyldu og vini að gefa mér pening fyrir endurnýtanleg- um dömubindum í staðinn fyrir afmælisgjafir í ár. Það tóku allir svo vel í þetta að ég setti upp síðu og áður en ég vissi af var fólk far- ið að dreifa þessu um allt á Face- book. Þegar upp var staðið höfð- um við safnað fyrir meira en 1.200 endurnýtanlegum dömubindum, sem nægði fyrir 210 konur. Hver pakki inniheldur 6 dömubindi og einn vatnsheldan poka. Ég var svo snortin af gjafmildi og góðvild allra að ég hreinlega táraðist af gleði á afmælisdeginum mínum.“ Ógleymanleg upplifun að veita konunum fræðslu Þegar Alexandra dreifði dömu- bindunum til kvennanna fræddi hún þær einnig um blæðingar og var vel tekið á móti henni hvar sem hún kom. „Það var svo yndislegt að gefa stelpunum og konunum dömu- bindin og veita þeim fræðslu um blæðingar. Þær tóku allar svo vel í þetta og voru svo þakklátar. Í síð- asta hópnum stóð meira að segja ein konan upp og byrjaði að dansa af gleði. Hinar konurnar bættust í hópinn og í lokin vorum við all- ar syngjandi og dansandi saman. Virkilega yndisleg stund og alveg BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins Gylfaflöt 6-8 / S. 587 6688 / fanntofell.is „Margar stelpur mæta ekki í skólann, eða hreinlega hætta þegar þær byrja á blæðingum“ Alexandra fræddi konur og karla um blæðingar og safnaði fyrir dömubindum Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is Endurnýjanleg dömubindi 1.200 bindi fyrir 210 konur. „Blæðingar eru virkilega tabú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.