Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 54
54 FÓKUS 3. maí 2019 PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI ALLAR ALMENNAR FATAVIÐGERÐIR TÖKUM AÐ OKKUR www.l ost.is 581 3330 / Malarhöfði 2 Stjörnu-Sævar kominn á fast S ævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og einn ötulasti umhverfis- verndarsinni Íslands, er kominn á fast. Kærasta hans er Þórhildur Fjóla Stefánsdótt- ir, aðalráðgjafi hjá Wise lausn- um, sem er einn stærsti selj- andi Microsoft Dynamics NAV á Íslandi. Parið lét hendur standa fram úr ermum ásamt fjölda annarra Íslendinga sunnu- daginn 28. apríl á Stóra plokk- deginum og plokkaði svæð- ið meðfram girðingunni hjá Reykjanesbrautinni. Í viðtali við Fjarðarpóstinn sögðu þau að þar væri ógrynni af sígar- ettustubbum og flugeldar- usli. „Ég er ekki sáttur við hvað landar mínir hafa gert og hvet þá til að opna augun,“ sagði Sævar, sem sér um þáttaröðina Hvað höfum við gert? á RÚV, sem fjalla um loftslags- og um- hverfismál á mannamáli. n Valdimar leitar að börnum til að leika í næstu stórmynd Íslands L eikstjórinn Valdimar Jó- hannsson vinnur nú að kvikmyndinni Dýrið (Lamb), sem er samfram- leiðsla með Svíum og Pólverjum og hlaut myndin 52 milljóna króna styrk frá Eurimages. Að- alframleiðendur eru Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim. Valdimar skrifar handrit ásamt Sjón. Dýrið segir frá hjónun- um Maríu og Ingvari, sem eru sauðfjárbændur á afskekktum sveitabæ. Þegar lítil og óvenju- leg vera kemur inn í líf þeirra verður breyting á högum þeirra sem færir þeim mikla hamingju um stund, sem síðar verður að harmleik. Tökur fara fram í Hörgárdal í lok maí í hálfan mánuð og svo aftur í ágúst og september. Leit- að er að börnum sem geta að- stoðað við að útfæra þessa litlu veru, smávöxnum börnum á aldrinum 2–6 ára sem líta út fyrir að vera yngri en þau eru í raun. Bæði stelpur og strákar koma til greina. Börnin þyrftu þá að geta verið með valda tökudaga á tökutímabilunum og starfið er að sjálfsögðu launað. Með aðalhlutverk í myndinni fara Hilmir Snær Guðnason og sænska leikkonan Noomi Rapace, sem sló eftirminnilega í gegn í þríleiknum Karlar sem hata konur. Í viðtali við Variety sagði Rapace að handrit Dýrsins væri sjaldgæft og henni því fund- ist hún þurfa að vera með. Leik- konan bjó sem barn á Íslandi í þrjú ár og var þá statisti í kvik- mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Í skugga hrafnsins. „Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt áður og get ekki beðið eftir að hefja tökur og snúa til róta minna á Íslandi.“ Áhugasamir foreldrar mega senda ljósmynd eða stutt vídeó af barninu og helstu upplýs- ingar, svo sem nafn, aldur og hæð og símanúmer foreldra, á netfangið gagga@7g.is. n Páll Óskar brá sér í borgara S öngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson átti ekki von á að finna löngu týndan dýrgrip þegar hann brá sér í hádegismat á Hamborgarabúll- una. Á einum veggnum þar hanga jakkaföt sem saumuð voru á hann árið 1995. „Ég fann efnið í New York og Filippía Elísdóttir saumaði á mig jakkafötin, sem ég notaði aðallega á böllum með Milljónamæringunum,“ segir Palli. Árið 1997 gaf hann Hard Rock fötin, en þau gufuðu upp þegar Hard Rock skellti í lás í Kringlunni 31. maí 2005. „Ég er búinn að leita að þessu í mörg ár og hef ekki vitað um afdrif þeirra fyrr en núna.“ n Valdimar Leikstýrir kvikmyndinni og er annar hand- ritshöfunda. Noomi Rapace Sænska leikkonan varð heimsfræg fyrir hlutverk sitt í Karlar sem hata konur. Hilmir Snær Einn af vinsælli leikurum þjóðarinnar. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Páll Óskar og jakkafötin Fundin eftir rúm 14 ár. Plokkað af krafti Sævar og Þórhildur bera hag umhverfisins fyrir brjósti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.