Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 54
54 FÓKUS 3. maí 2019
PIZZERIA
DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI
DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI
ALLAR ALMENNAR
FATAVIÐGERÐIR
TÖKUM AÐ OKKUR
www.l
ost.is
581 3330 / Malarhöfði 2
Stjörnu-Sævar kominn á fast
S
ævar Helgi Bragason,
stjörnufræðingur og
einn ötulasti umhverfis-
verndarsinni Íslands, er
kominn á fast. Kærasta hans
er Þórhildur Fjóla Stefánsdótt-
ir, aðalráðgjafi hjá Wise lausn-
um, sem er einn stærsti selj-
andi Microsoft Dynamics NAV
á Íslandi.
Parið lét hendur standa
fram úr ermum ásamt fjölda
annarra Íslendinga sunnu-
daginn 28. apríl á Stóra plokk-
deginum og plokkaði svæð-
ið meðfram girðingunni hjá
Reykjanesbrautinni. Í viðtali
við Fjarðarpóstinn sögðu þau
að þar væri ógrynni af sígar-
ettustubbum og flugeldar-
usli. „Ég er ekki sáttur við hvað
landar mínir hafa gert og hvet
þá til að opna augun,“ sagði
Sævar, sem sér um þáttaröðina
Hvað höfum við gert? á RÚV,
sem fjalla um loftslags- og um-
hverfismál á mannamáli. n
Valdimar leitar að börnum til að
leika í næstu stórmynd Íslands
L
eikstjórinn Valdimar Jó-
hannsson vinnur nú
að kvikmyndinni Dýrið
(Lamb), sem er samfram-
leiðsla með Svíum og Pólverjum
og hlaut myndin 52 milljóna
króna styrk frá Eurimages. Að-
alframleiðendur eru Hrönn
Kristinsdóttir og Sara Nassim.
Valdimar skrifar handrit ásamt
Sjón. Dýrið segir frá hjónun-
um Maríu og Ingvari, sem eru
sauðfjárbændur á afskekktum
sveitabæ. Þegar lítil og óvenju-
leg vera kemur inn í líf þeirra
verður breyting á högum þeirra
sem færir þeim mikla hamingju
um stund, sem síðar verður að
harmleik.
Tökur fara fram í Hörgárdal í
lok maí í hálfan mánuð og svo
aftur í ágúst og september. Leit-
að er að börnum sem geta að-
stoðað við að útfæra þessa litlu
veru, smávöxnum börnum á
aldrinum 2–6 ára sem líta út fyrir
að vera yngri en þau eru í raun.
Bæði stelpur og strákar koma
til greina. Börnin þyrftu þá að
geta verið með valda tökudaga
á tökutímabilunum og starfið er
að sjálfsögðu launað.
Með aðalhlutverk í myndinni
fara Hilmir Snær Guðnason
og sænska leikkonan Noomi
Rapace, sem sló eftirminnilega
í gegn í þríleiknum Karlar sem
hata konur. Í viðtali við Variety
sagði Rapace að handrit Dýrsins
væri sjaldgæft og henni því fund-
ist hún þurfa að vera með. Leik-
konan bjó sem barn á Íslandi í
þrjú ár og var þá statisti í kvik-
mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Í
skugga hrafnsins. „Ég hef aldrei
gert neitt þessu líkt áður og get
ekki beðið eftir að hefja tökur og
snúa til róta minna á Íslandi.“
Áhugasamir foreldrar mega
senda ljósmynd eða stutt vídeó
af barninu og helstu upplýs-
ingar, svo sem nafn, aldur og
hæð og símanúmer foreldra, á
netfangið gagga@7g.is. n
Páll Óskar brá sér í borgara
S
öngvarinn Páll Óskar
Hjálmtýsson átti ekki von
á að finna löngu týndan
dýrgrip þegar hann brá sér
í hádegismat á Hamborgarabúll-
una.
Á einum veggnum þar hanga
jakkaföt sem saumuð voru á
hann árið 1995. „Ég fann efnið í
New York og Filippía Elísdóttir
saumaði á mig jakkafötin, sem
ég notaði aðallega á böllum með
Milljónamæringunum,“ segir
Palli. Árið 1997 gaf hann Hard
Rock fötin, en þau gufuðu upp
þegar Hard Rock skellti í lás í
Kringlunni 31. maí 2005. „Ég er
búinn að leita að þessu í mörg ár
og hef ekki vitað um afdrif þeirra
fyrr en núna.“ n
Valdimar
Leikstýrir
kvikmyndinni og
er annar hand-
ritshöfunda.
Noomi Rapace Sænska leikkonan
varð heimsfræg fyrir hlutverk sitt í
Karlar sem hata konur.
Hilmir
Snær Einn
af vinsælli
leikurum
þjóðarinnar.
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
Páll Óskar og
jakkafötin Fundin
eftir rúm 14 ár.
Plokkað af krafti Sævar og Þórhildur
bera hag umhverfisins fyrir brjósti.