Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 41
FÓKUS 413. maí 2019 mikið á djammið mikið með vin- um sínum á tímabili, allt þar til hún tók þá ákvörðun að hætta að drekka. „Ég drakk síðast þann 12. nóv- ember 2016, þá var ég að halda upp á tvítugsafmælið mitt á Center, sem er skemmtistaður í Keflavík. Ég var búin að ákveða það fyrirfram að ég ætlaði að taka mér pásu eftir afmælið fram að áramótum. En svo varð sú pása bara að tveimur og hálfu ári. Þegar það komu áramót þá hugsaði ég með mér að taka einn mánuð í viðbót, svo ákvað ég að taka hálft ár. Eftir að ég hafði ekki drukkið í hált ár þá leið mér miklu betur, svo ég ákvað bara að 12. nóvem- ber hefði verið síðasti dagurinn sem ég smakkaði áfengi í mínu lífi og ég sé ekki eftir því, þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ Drakk til þess að bæla niður tilfinningar og flýja vandamál Aðspurð að því hvers vegna hún tók þessa ákvörðunsegist Sól- borg hafa átt í vandræðum með drykkju sína, en spyr á móti: „Hvernig er það ekki vandamál að drekka í sig deyfandi vökva. Mér finnst áhugavert að spurningin sé; af hverju drekkur þú ekki, í stað- inn fyrir; af hverju drekkur þú? Við gerum þetta flest. Það er frávikið að vera sá sem ekki drekkur. En jú, þetta var algjörlega vandamál hjá mér, ég drakk til þess að reyna að líða betur og til þess að vera sjálfsöruggari. Þetta var auðveldur flótti frá daglegu lífi. Áfengi færði mér bara eitthvert bull, ég drakk til þess að deyfa tilfinningar mín- ar og flýja vandamál mín, eins og ég veit að mjög margir gera. Mér finnst áfengi rosalega normaliser- að í samfélagi okkar og auðvitað er allt í lagi að fólk geri nákvæm- lega það sem það vill, en fyrir mitt leyti, þá vil ég ekki drekka eitur til þess að reyna að líða betur í stutt- an tíma, því að það gerir einmitt bara það. Lætur manni líða betur í styttri tíma og svo kemur þetta allt margfalt til baka. En eftir að ég hætti að drekka þá hafa mark- mið mín verið að rætast og ég er fókuseruð, ég hef meiri tíma fyrir sjálfa mig og ég er aldrei með eitt- hvert samviskubit eftir djamm. Í staðinn hef ég verið að vinna í sjálfri mér og í dag líður mér vel í eigin skinni. Ég er farin að gera hluti sem ég þorði ekki áður. Svo er mikið um alkóhólisma í ættinni minni en pabbi hefur verið edrú í 38 ár og stóri bróðir minn mun fljótlega fagna stórum áfanga, svo þetta er í kringum mig. Ég hætti alveg á meðan ég átti tiltölulega auðvelt með það.“ Sólborg segist hvorki hafa upp- lifað fordóma né skilningsleysi þegar hún hætti að drekka, held- ur þvert á móti hafi fólk talið þetta góða ákvörðun og spurði hana gjarnan hvernig hún fór að. „Fólk kom kannski til mín og hrósaði mér fyrir og sagði mér svo hvað það væri til í að hætta að drekka, en það væri bara alltaf eitthvað að fara að gerast, afmæli næstu helgi og þess háttar. En það er alveg nóg að gera hjá mér líka, ég geri það bara edrú. Við getum endalaust fundið afsakanir fyrir því að drekka, en við getum líka alveg fundið ástæður til þess að drekka ekki.“ Áttan var skemmtilegt ævintýri Frá því að Sólborg hætti að drekka segir hún líf sitt hafa breyst til batnaðar og upplifir hún mikinn mun á líkama og sál. „Ég finn mikinn mun á mér. Ég er farin að líta til baka núna og það er svo gott að sjá ekki bara breytingar á því hvernig maður lítur út, heldur líka breytingar á því hvernig manneskja maður er og það er svo gott að geta litið til baka og séð að hvaða leyti maður hefur þroskast. Ég er því meira að lifa því lífi sem mig langar til að lifa. Ég er ákveðnari og öruggari og nýti tíma minn miklu betur.“ Það kannast líklega margir við Sólborgu síðan hún lék stórt hlut- verk með samfélagsmiðlahópn- um Áttunni en þar lék hún bæði og söng ásamt því að taka þátt í fleiri skemmtilegum uppákomum sem hópurinn tók upp á. „Ég hef verið að syngja frá því að ég var lítill krakki. Pabbi er píanóleikari og við systurnar syngjum rosalega mikið saman. Ég hafði lengi vitað hvað Áttan er og þau voru á tímabili að auglýsa eftir fólki, ég var ekki að gera neitt og ákvað að sækja um. Svo fór ég í prufur og komst á endanum inn. Þetta var svolítil skyndiákvörðun, en var svo ótrúlega skemmtilegt ævintýri og ég kynntist frábærum krökkum og skemmti mér ótrú- lega vel.“ Fávitar – Átak gegn kynferðisofbeldi Sólborg tók svo ákvörðun um að hætta með Áttunni og fara að ein- beita sér að öðru, persónulegra verkefni sem hún hafði þegar haf- ið. „Ég fór að einbeita mér meira að Fávita Instagramminu og það var svona það sem mig langaði að gera einmitt þá.“ Síðan Fávitar sem Sólborg stofnaði á Instagram er átak henn- ar gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi og hefur síðan í dag yfir 20 þúsund fylgjendur sem standa saman í því að segja frá ofbeldi, styðja hvert annað og vinna gegn kynferðisofbeldi. Hug- myndina fékk Sólborg í gegnum Styrmi, góðan vin sinn, sem hafði séð sams konar síðu í Svíþjóð sem heitir „Assholes Online“. „Hann kastaði þeirri hugmynd fram, hvort við ættum ekki að fara að hrista eitthvað upp í þessu í samfélaginu og gera eitthvað í þessu. Við vissum ekki alveg hvað við ætluðum að gera, ég byrjaði bara að birta skjáskot sem ég átti sjálf. Flestir hafa lent í einhverju svona á netinu. Dónalegum skila- boðum og þess háttar og ég tíndi það saman sem ég átti til og birti þarna inni. Smám saman varð þetta að því sem þetta er orðið í dag. Ég fer með fyrirlestra nánast daglega í skólum landsins og það eru um 20 þúsund manns að fylgj- ast með. Ég ætlaði aldrei að fara að halda fyrirlestra eða mæta í viðtöl. Ég var aldrei búin að ákveða þetta, en ég fór bara af stað af því að mig langaði að segja eitthvað þar sem ég var orðin þreytt á þessu. Smám saman hefur þetta svo orðið að einhvers konar afli.“ Lögum ekki vandamálin á meðan við þegjum Segir Sólborg þau gríðarlega miklu viðbrögð sem síðan fékk sýna svart á hvítu hvað kynferðis- ofbeldi snerti marga. „Þetta er ekki bara vandamál einhverra stelpna sem eru að kvarta yfir því hvað heimurinn er vondur við þær. Þetta er líf okkar allra. Þetta er hvernig við komum fram við hvert annað. Samskipta- mátinn í menningu okkar. Þetta varðar okkur öll. Systkini okk- ar, vini, mömmur og pabba. Það skiptir máli að við vöndum okkur og séum tilbúin að gagnrýna það sem við gerum rangt.“ Sólborg segir heiminn sífellt að verða betri og betri með hverri byltingunni sem gerð er og að það sé mikilvægt að tala upphátt um hlutina. „Um leið og við erum komin með orð eins og drusluskömm, hlutgerving og þolendaskömm, orð sem við vorum ekki með í orðaforðanum okkar fyrir ein- hverjum árum, þá förum við að geta bent á hluti og sagt: „Hei, þetta er þolendaskömm og hvað getum við gert til þess að koma í veg fyrir hana?“ Mér finnst við aðeins farin að verða umburðar- lyndari gagnvart tilfinningum okkar og upplifun hvert annars. Við þurfum ekki að hafa það verst í heimi til þess að mega hafa það aðeins betra.“ Mikið af ofbeldi framið vegna vanþekkingar Vonar Sólborg að hægt verði að útrýma kynferðisofbeldi í fram- tíðinni, en að það verði þó líklega ekki á meðan hún lifi. „Síðasti fávitinn er ekkert fæddur, það er alltaf að fæðast Dragháls 14-16 Sími 412 1200 110 Reykjavík www.isleifur.is Straumhvörf í neysluvatnsdælum Grundfos Scala 3-45 Álagsstýrð, heldur jöfnum þrýsting og hljóðlát. Dregur vatn allt að 8 metra Innbyggð þurrkeyrsluvörn Afkastar 8 aftöppunar stöðvum „Það er svo gott að geta litið til baka og séð að hvaða leyti maður hefur þroskast Skjáskot af Fávitar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.