Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Síða 25
Sumarið 3. apríl 2019 KYNNINGARBLAÐ Nýjungar og nudd í Kærleikssetrinu: Kærleikurinn ræður ríkjum að Þverholti 5 í Mosfellsbæ, en þar er Kærleikssetrið til húsa. Starfsemina stofnaði Friðbjörg Óskarsdóttir árið 2005 og býð­ ur hún þar upp á fjöldann allan af meðferðum, námskeiðum, hugleiðslu­ stundum og hópvinnu til þess að heila líkama og sál. „Í setrinu er fjallað um allt sem lýtur að þroska manneskjunnar, jafnt andlegum, sálrænum og líkamlegum þroska, því það er ekki til sú manneskja sem er bara líkamleg,“ segir Friðbjörg, sem er stundum kölluð amman í andlega geiranum. Þá bætir hún við að það sé hennar ástríða að koma því til skila sem hún hefur öðlast. „Mér finnst fólk vera endalaust að kvarta yfir því að það sé orkulaust. En það er ekki eitthvað sem ég finn fyrir. Við búum yfir þeim eiginleika að líkaminn getur búið til endorfín og það er ekkert annað en verkja­ lyf,“ segir Friðbjörg. „Mín trú er sú að hver og ein manneskja búi yfir öllum svörum sem nauðsynleg eru í lífinu. Það eina sem ég get gert er að leið­ beina öðrum. Ég kenni fólki að hlusta á innsæið. Það er svo mikilvægt að gera það. Ég lít aldrei á neitt sem erfiðleika, bara áskoranir og verkefni. Við búum yfir svo mörgu og kærleik­ urinn fellur aldrei úr gildi.“ Vinsælir gufuklefar Spurð um komandi nýjungar í Kærleikssetrinu segir Friðbjörg að nú séu komnir fastir nuddtímar ásamt innrauðum gufuklefa. Læknis­ fræðilegar rannsóknir hafa sýnt að innrauð geislun er sérstaklega góð fyrir bæði vefi og líffæri. Þessir klefar eru mjög vinsælir því þeir gera mikið fyrir bæði heilsu og líkamann. Boðið verður upp á staka tíma og tíu tíma kort. Einnig tíma í nuddi og sána. „Þetta er alveg meiriháttar fyrir líkamann,“ segir Friðbjörg. „Það er heilmikið sem þetta gerir og styrkir meðal annars hjarta og æðakerfi auk þess að auka blóðflæði.“ Innrauð orka, ólíkt öðrum orku­ formum, notar ekki loftið til að flytja hitann. Mikill kostur innrauða hitans er að hann fer dýpra inn í húð og líkama heldur en hiti frá hefðbundnu gufubaði og það við tiltölulega lágt hitastig sem reynir þar af leiðandi minna á líkamann. Nánari upplýsingar má nálgast með Kærleiks­ setrið er að Þverholti 5, Mosfellsbæ. Sími 567-5088 og 862-0884 netfang: kaerleikssetur@ kaerleikssetur.is Heimasíða: kaerleikssetrid.is og Facebook: Kaerleikssetrid. Mosfellsbae. „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“ Hjörtur Magni og Friðbjörg „Heilunarmessa“ í Fríkirkjunni. Salurinn í Kærleikssetrinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.