Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 53
KYNNING Geta ekki hugsað sér að vera án Dropa Lýsis „Erum miklu þróttmeiri í leik og starfi“ Hjónin Oddný Hervör Jóhanns- dóttir framkvæmdastjóri og Kristján L. Möller, fyrrverandi alþingismaður og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, byrjuðu að taka Dropa Lýsi fljótlega eftir að það kom á markað. „Við heyrð- um af þessari vöru sem unnin er úr ferskum afurðum „beint af bát og bryggju“ í framleiðslu og fannst áhugaverð þessi nýja, eða gamla aðferð þar sem lýsið er fullt af náttúrulegum vítamín- um sem ekki tapast við fram- leiðslu. Dropa Lýsi er stútfullt af omega-fitusýrum ásamt A- og D vítamínum,“ segir Oddný. Miklu þróttmeiri „Við gerðum oft átak hér áður fyrr í að taka lýsi, en einhverra hluta vegna hættum við því alltaf, lýsisbragðið var frekar ógeðfellt í gamla daga. Eftir að við byrjuð- um að taka Dropa Lýsi erum við miklu þróttmeiri í leik og starfi. Við finnum t.d. mikinn mun við golf- og skíðaiðkun okkar, sérstaklega á liðamótum. Dropa lýsispillurnar eru þess vegna teknar daglega með morgunmatnum. Okkur finnst Dropa Lýsið áhugavert og fyrirtækið framsækið og bíðum spennt eftir að klára lýsispillurn- ar sem við eigum í dag og prófa þessar með nýju bragðefnunum,“ segir Kristján. Nældu þér í flösku af hreinni náttúruafurð „Framleiðsla Dropa ræðst af eftirspurn og við sitjum aldrei á stórum lager enda er þetta ferskvara. Okkar helstu við- skiptavinir eru Bandaríkin og Bret- land. Einnig seljum við til Ástralíu, Hong Kong og Hollands ásamt því að selja á heima- síðu okkar, dropi.is.“ Á Íslandi fæst Dropi í lyfjaverslunum, betri heilsuvörubúðum, einstaka matvöru- verslunum og Frí- höfninni. Nánari upplýsingar má nálgast á dropi.is Hafnargata 76b, 415 Bolungarvík Netpóstur: truewest@truewest.is Það þarf ekki að segja okkur Íslendingum hversu hollt lýsi er og stútfullt af vítamíni og omega-fitusýrum. Þetta vitum við frá blautu barnsbeini. Hins vegar kemur það mörgum á óvart að framleiðslu- hættir á lýsisolíu hafa breyst töluvert frá því forfeður okkar hófu fyrst að nýta þorsklifur. Olían var unnin vegna þeirra ómetanlegu uppsprettu A- og D-vítamíns sem lýsi er en einnig sem olía fyrir lýsislampa. Handboltahetja getur ekki hugsað sér að vera án seiðvökva sjávarins! Dropa Lýsi er algerlega einstök vara sem endurspeglar konurnar sem stofnuðu fyrirtækið True Westfjords og reka. Handboltahetjan Ólafur Stefánsson komst í tæri við Dropa Lýsi þegar það kom á markað hér á landi og fann að það varð ekki aftur snúið í aðrar fiskolíur. „Að taka Dropa Lýsi er í raun fyrir mig svip- að og að bursta tennurnar. Ég get ekki hugsað mér að vera án þessa seiðvökva sjávarins. Hann gefur mér orku, gleði og skýrleika í hugsun,“ segir Ólafur. „Þegar ég var lítill og alveg fram á unglingsárin tók ég lýsi daglega. Síð- an fór ég út 23 ára og var erlendis í 17 ár og hafði engan aðgang að lýsi og sótti ekki í það. Ég var meira í þýskum fisk-, hörfræja- og hemp- olíum. Þegar ég kom heim fannst mér Dropi vera það eina sem var eitthvað í líkingu við þau gæði þeirra erlendu fiskolía sem ég hafði kynnst úti. Ef eitthvað er þá er Dropi og í raun enn hreinna og tærara.“ Varð strax heillaður „Ég byrjaði að taka Dropa Lýsi þegar ég kom úr atvinnumennskunni, í kringum 2013. Gamall bekkjarfélagi minn var að hjálpa Önnu, Birgittu og Sigrúnu við markaðssetningu og dreifingu á Dropa og gaf mér prufur. Ég varð strax heillaður á að vera bú- inn að fá aðgang að alvöru fiskolíu hér heima. Seinna lá svo leið mín til Bolungarvíkur í gegnum góðan vin, Benedikt Sigurðsson, og þá hitti ég þær stöllur aftur og kynntist starf- seminni betur. Ég hef hitt þær, séð lífið á höfn- inni í Bolungarvík þar sem dag- róðrabátarnir koma og landa og veit að varla finnst tærari og heilli náttúruafurð hér á landi heldur en Dropi.“ Tandurhrein jómfrúarolía True Westfjords, sem framleiðir Dropa Lýsi er í Bolungavík og lifrin sem unnið er með kemur úr þorski (Gadus morhua) og er það eingöngu sú lifur sem notuð er við framleiðslu Dropa Lýsis. Lifrin er tekin beint af dagróðrabátum Bolvíkinga og hráefnið því eins ferskt og það getur orðið. True Westfjords er meðlimur að IRF (Iceland Responsible Fish- eries) og er hráefnið keypt beint af fiskmarkaði og rekjanlegt beint á bát. Þegar lifrin kemur í vinnslu fer hún í kaldskiljun og kaldhreinsun þar sem mesta fitan er skilin frá. Við vinnslu er hráefnið unnið við lágan hita og aldrei upp fyrir 42°C. Við þessa aðferð varðveitist ferskleiki lýsisins auk mikilvægra næringar- efna líkt og A- og D-vítamíns og annarra dýrmætra fitusýra. Lýsið verður því eins náttúrulegt og hægt er. Olían er svo hreinsuð af þrá- virkum efnum samkvæmt evrópskum reglum. Þar sem olían er kaldpressuð við lágt hitastig telst hún því til jómfrúarolía. Hægt er að rekja uppruna hráefnis í Dropa – veist þú hvaðan þitt lýsi kemur? Með Dropa Lýsi á toppi Everest „Ég hef tekið lýsi meira og minna öll mín fullorðinsár og öðru hverju sem barn,“ segir pólfarinn Vil- borg Arna Gissurardóttir sem var einnig eftirminnilega fyrsta íslenska konan upp á hátind Everest 2017. „Strax frá því að ég heyrði fyrst af framleiðslunni þá fannst mér þetta áhugavert og eftirsóknarverð vara. Ég fékk að prófa Dropa Lýsi áður en það kom á markað og varð algjörlega heilluð. Það var árið 2015 og Dropi hefur fylgt mér síðan. Í fyrstu skiptin fékk ég sendar sérstakar flöskur sem ég tók með mér í leiðangra. Ég fór til dæmis með flösku af Dropa Lýsi upp á Everest en það er algjörlega ómetanlegt að hafa svona góðar olíur með sér inn í aðstæður sem reyna verulega á úthald og að líkaminn virki vel undir álagi.“ Finn mikinn mun „Ég finn mikinn mun á mér hvað varðar líkamlegt atgervi eftir að ég byrjaði að taka Dropa Lýsi. Að neyta vöru sem er svo rík af vítamínum og fitusýrum hjálpar líkamanum að vinna vel og takast á við það álag sem ég hef lagt á hann. Ég hef betri súrefnis- upptöku sem er lykilatriði þegar kemur að úthaldi og hjálpar líka við einbeitingu. Þá gengur mér betur að eiga við meiðsli og fæ líka betri endurheimt eftir æfingar, þegar kroppurinn er vel haldinn af Dropa. Þá benda allar rannsóknir til þess að omega-fitusýrurnar bæti starf- semi hjarta og æðakerfisins, sem er svo sannarlega verðmætt í því hraða umhverfi sem við lifum í í dag.“ Mikill aðdáandi „Ég er svo sannarlega mikill að- dáandi Dropa Lýsis. Það er margt sem heillar mig við Dropa og fyrst og fremst þá hversu vel framleiðendur passa upp á gæði og náttúrulega eiginleika vörunnar. Fiskiolía gerist ekki ferskari en þetta. Hún er kaldpressuð beint úr þorskalifrinni. Slík gæði eru vandfundin og því mæli ég ein- dregið með Dropa fyrir alla sem vilja huga að heilsunni og góðum lífsstíl.“ Nýjar tegundir á markað Nýlega bættust við þrjár spennandi vöru- tegundir á markað. Þetta er Dropa Lýsi með bragðefnum úr lífrænum kjarnaolíum sem er unnið er úr fersku engifer, fenniku og ferskri grænmyntu. Fennil og engifer fást í 220 ml. flöskum. Fennika ber milt eftirbragð af lakkrís og engifer ber milt sítrus eftirbragð. Grænmynta eða spear- mint fæst í hylkjum í 60 stk. pakkningum og er hugsað fyrir neytendur sem t.d. eru með bakflæði og finnst óþægilegt þegar fiskikeimurinn kemur upp. Hjónin Oddný Hervör Jóhannsdóttir og Kristján L. Möller. Anna Sigríður Jörunds- dóttir, Birgitta Baldursdóttir og Sigrún Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.