Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 10
10 3. maí 2019FRÉTTIR B jörn Hjálmarsson læknir hefur flutt fyrirlestra fyrir foreldrafélög um snjall­ tækjavæðinguna og skjá­ tíma barna. Dregur hann þar fram mjög marga neikvæða þætti sem fylgi notkuninni. Kennarar eru ekki á eitt sáttir við þennan málflutning og segja Björn beita hræðsluáróðri, hann geri ekki greinarmun á virkum og óvirkum skjátíma. Snjalltækin séu veruleiki barnanna og góð kennslutæki sömuleiðis. DV ræddi við Má Ingólf Másson kennara og Björn Hjálmarsson. Opnar nýjar víddir Már Ingólfur Másson er grunn­ skólakennari á Selfossi og hefur mikla reynslu af kennslu með skjátækjum. Fyrir nokkrum árum hófst snjalltækjavæðing skólanna en þeir beita mismunandi aðferð­ um. Sumir skólar láta alla nem­ endur í ákveðnum bekkjum hafa skjátæki en í öðrum er heimilt að koma með tæki að heiman. Í samtali við DV segir Már að reynslan af kennslu með skjá­ tækjum sé mjög góð og opni nýjar víddir í kennslunni. Hann segir: „Skjátækin bjóða upp á hluti sem hafa hingað til ekki verið í boði. Mjög fjölbreytt verkefni fyrir nemendur. Þessi umræða um skjátíma og snjallsímabönn er í öngstræti. Ef við berum þetta saman við smíðakennslu þá væri slíkt bann eins og að láta nem­ endur nota gamlan handbor í stað nútímaverkfæra. Skjátækin eru það sem krakkarnir nota í dag­ legu lífi og það sem þau kunna á. Hér í skólanum kennum við þeim að nota tækin á skynsaman hátt, hvort sem þau eru sex eða sextán ára.“ Einsleit sýn á tækjanotkun Már segir að kennarar séu hugsi yfir þeim málflutningi sem Björn Hjálmarsson, barnalæknir á BUGL, fari með, til dæmis í fyrir­ lestrum og glærusýningum fyrir foreldrafélög. Í slíkri glærusýn­ ingu sem sýnd var í Smáraskóla í Kópavogi er dregin upp dökk mynd af skjátækjanotkun barna og takmörkun skjátíma boðuð. Í glærusýningunni eru útlistuð tengsl skjánotkunar við seinkaða máltöku, verri námsárangur, hegðanavandamál, geðtruflanir, offitu, svefntruflanir, stoðkerfa­ vandamál, krabbamein og dauðs­ föll í umferðinni, svo eitthvað sé nefnt. Hvað er það sem er ámælis­ verðast í málflutningi Björns Hjálmarssonar? „Þetta er mjög einsleit sýn á tækjanotkun og úrelt hugmynd um skjátíma. Það er ekki hægt að setja allt undir sama hatt. Í skólun­ um erum við að vinna með virkan skjátíma. Þá eru nemendur ekki að meðtaka efni heldur að skapa sjálf og vinna með tækjunum. Eins og Björn talar þá eru börnin viljalaus­ ir þrælar fyrir framan skjáinn frá morgni til kvölds,“ segir Már. Einnig segir hann að margt í glærusýningunni eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum og heimildir séu handvaldar. „Björn vísar jú í heimildir. En þegar þær eru skoðaðar eins og til dæmis grein Victoriu Dunckley sem mikið er vísað til, þá kemur í ljós að þetta er aðeins skoðana­ grein í Psychology Today. Þetta er ekki ritrýnd heimild. Maður fær það á tilfinninguna að þetta sé hræðsluáróður og mjög ósann­ gjarn.“ Þá segir Már að sumt sem Björn dragi fram, til dæmis tengsl eftir­ tektarleysis í umferðinni og skjá­ tíma barna, sé loðið og illskiljan­ legt. „Hann stekkur líka á rafsegul­ bylgjuvagninn.“ Það er að raf­ segulbylgjur valdi krabbameini. „Sem er ekki búið að rannsaka eða sanna. Það verða að teljast mjög hæpin vísindi og hann dreg­ ur fram mjög dökka mynd af því sem sé að breytast samfara skjá­ notkun. Vaxandi svefnlyfjanotkun barna og unglinga, offitufaraldur, lækkandi greindarvísitala, vax­ andi álagsverkir, vaxandi nýgengi krabbameina í börnum á heims­ vísu! Ég held að það sé enginn kennari á Íslandi, sem er að nota þessi tæki, sem tengir við neitt af því sem hann er að segja. Það er enginn að halda því fram að tækin séu töfralausn sem að bjarga öllu skólastarfi. En þetta er hluti af nú­ tímanum og þessi orðræða er til þess að vekja óhug hjá fólki.“ Auschwitz í Minecraft Er eitthvað til sem heitir heilbrigð­ ur skjátími? „Það fer eftir því hvernig skjá­ tími það er. Ég á fjögurra ára gamla dóttur og myndi aldrei leyfa henni að horfa á Youtube­myndbönd samfleytt í fimm klukkutíma, óvirkan skjátíma. Annað gildir um virkan skjátíma. Hér í skólan­ um eru 210 krakkar á unglingastigi með tæki frá átta um morgun til tvö á daginn. Þau eru að lesa smá­ sögur, svara spurningum, taka upp myndbönd.“ Már segir að í allri þessari um­ ræðu gleymist oft að ræða við kennarana sem eru að vinna með tækin á hverjum degi. „Kennarar eru að gera ótrúleg­ ustu hluti með nemendum sínum og hægt að fylgjast með á myllu­ merkinu Snjallirnemendur. Á Sauðárkróki lásu nemendur bók­ ina Drengurinn í röndóttu nátt­ fötunum og nokkrir strákar byggðu í kjölfarið sögusviðið Auschwitz í tölvuleiknum Minecraft. Sögur eins og þessar komast ekki að út af neikvæðu orðræðunni um skjá­ tækin.“ Stöðug freisting „Þetta er mjög öflug og góð tækni en við þurfum að gæta þess að við séum við stjórnvölinn en ekki tæknin. Við megum ekki láta tæknina taka af okkur ráðin,“ seg­ ir Björn Hjálmarsson í samtali við DV. Segir hann að margt sé enn órannsakað varðandi hina öru þróun snjalltækja og áhrif þeirra á börn og unglinga. Nefnir hann að Kópavogur hafi riðið á vaðið í snjalltækjanotkun og þá reynslu verði að skoða. „Það vantar allar rannsóknir til að sýna að spjaldtölvuvæðing skólanna taki hefðbundnu náms­ aðferðunum fram. Ég er að kalla eftir því að þetta tilraunaverkefni Kópavogskaupstaðar verði tekið út, kostirnir og ókostirnir mældir, því nú eru komnir upp árgangar í framhaldsskóla sem hafa tekið þátt í þessari kennslutilraun. Það væri dýrmætt að heyra frá fram­ haldsskólum hvernig nemendur í spjaldtölvuvæddum skólum koma undirbúnir til framhaldsskóla­ náms borið saman við nemend­ ur sem hafa notið hefðbundinna Varahlutaverslun og þjónusta TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK SÍMI 515 7200 www.osal.is osal@osal.is FAX 515 720 ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN Kennarar hugsi vegna fyrirlestrar Björns um skjátækjanotkun n Gera verður greinarmun á virkum og óvirkum skjátíma n Vill meta árangurinn af tilraunaverkefni Kópavogs Már Ingólfur Másson Segir reynslu af skjátækjum við kennslu góða. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.