Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 48
48 3. maí 2019 E nglendingurinn William Burkitt fæddist árið 1887 í Hull á Englandi. Móðir hans hét Mary Ann og faðir hans William. William, yngri vel að merkja, var unglingur að aldri þegar faðir hans lést og hafið heill- aði unga manninn. Hann gerðist sjómaður og ól manninn á hinum ýmsu togurum í Hull þess tíma. Ekkert gaf ástæðu til að ætla að William sveigði af braut vinnu- semi og heiðarleika. Fyrri heimsstyrjöldin skall á og William gekk í herinn. Honum varð fljótlega ljóst að ljómi her- mennskunnar reyndist byggð- ur á ranghugmyndum og William sveikst undan merkjum og gerðist liðhlaupi. Hann var síðar ákærður vegna þess, en það er önnur saga. Heima í Hull á ný Árið 1915 var William kominn á heimaslóðir og búinn að munstra sig á togara. Hann átti í sam- bandi við 32 ára, fráskilda konu, Mary Jane „Polly“ Tyler. Sagt er að mýsnar leiki sér þegar kötturinn er ekki heima og varla var búið að leysa landfestar þegar Mary Jane kastaði sér í fangið á manni að nafni Harding. Hvort William var Mary Jane trúr skal ekki fullyrt, en vitað er að þann 28. ágúst, 1915, rifust þau heiftarlega á heimili sínu við West- bourne-stræti. Rifrildið snerist um ljósmynd sem sýndi William með handlegginn um mitti annarrar konu. Rifist vegna ljósmyndar Óhætt er að segja að rifrildið hafi undið upp á sig því William greip hníf og stakk Mary Jane til ólífis. Segir sagan að þegar William yfir- gaf heimilið hafi hann gengið beint í flasið á tveimur börnum Mary Jane, sem voru að koma úr kvikmyndahúsi. „Hérna er húslyk- illinn,“ sagði hann þegar hann rétti þeim húslykilinn. William bætti svo við: „Farið með fyrsta lög- regluþjóninn sem þið sjáið heim til ykkar, þar er móðir ykkar dáin.“ Nú, þann 23. nóvember, sama ár, hófust réttarhöld yfir William Burkitt. Hann var sakfelldur, fyrir manndráp en ekki morð, og fékk tólf ára dóm. Önnur kona, annað dráp Víkur nú sögunni fram til ársins 1924. Þann 23. nóvember var William sleppt úr fangelsi og fljót- lega flutti hann inn til 44 ára, giftr- ar konu, Ellen Spencer. Ellen og eiginmaður hennar voru reyndar skilin að skiptum, svo því sé haldið til haga. Nánast sléttu ári síðar, 3. nóv- ember 1925, ákvað dóttir Ellen að heimsækja hana. Hún hringdi dyrabjöllunni og barði allt að utan, en allt kom fyrir ekki; enginn kom til dyra. Dóttirin fékk nágranna til að brjóta upp dyrnar og þau fundu Ellen dána. Hafði hún verið stungin í hálsinn. Mislukkuð sjálfsvígstilraun Á efri hæðinni fannst William, sof- andi eða meðvitundarlítill. Talið var að hann hefði skrúfað frá gas- inu í tilraun til að svipta sig lífi. Þann 20. nóvember, 1925, stóð William frammi fyrir dómara, ákærður fyrir morð. William kom með þá skýringu að Ellen hefði vakið hann óvænt og honum hefði brugðið svo að hann sló til henn- ar. Af hverju William svaf, að því er virðist, með hníf fylgdi ekki sögunni. Aftur var William sakfelldur fyrir manndráp, en ekki morð, og dæmdur til tíu ára fangelsisvistar sem hann afplánaði í Dartmoor- fangelsinu. 13 konur, á aldrinum 18 til 25 ára, lentu í klónum á suðurafríska raðmorðingjanum Thoza- mile Taki árið 2007. Taki losaði sig við lík 10 fórnarlamba sinna með því að fleygja þeim á sykurreyrakra í grennd við bæinn Umzinto, fyrir vikið fékk hann viðurnefnið Sykurreyrsmorðinginn. Taki losaði sig við lík þriggja kvenna á teræktar svæði skammt frá Port St. John. Um ránmorð ku hafa verið að ræða SAKAMÁL Hádegis tilboð alla virka daga frá 11.30 - 14.00 Geirsgötu 8 • 553 1500 2.850 kr Humarsúpa & grillað fiskspjót JÁRNMAÐURINN FRÁ DARTMOOR n William Burkitt gerði það ekki endasleppt n Engin þriggja sambýliskvenna hans kembdi hærurnar n Var kallaður Konungur raðmorðingjaklúbbsins í fangelsi„Farið með fyrsta lögreglu- þjóninn sem þið sjáið heim til ykkar, þar er móðir ykkar dáin. William Burkitt Hafið heillaði William, en sjómennskan varð endaslepp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.