Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 52
52 FÓKUS 3. maí 2019 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu flottar innréttingar í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Hildur Eir og hamingjan H ildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri, hefur vakið athygli fyrir hnyttni og hreinskilni, hvort sem er í daglega lífinu, á samfélags- miðlum eða í predikunarstólnum. Hildur Eir, sem fagnaði fertugsafmæli í fyrra, er komin með nýjan mann í líf sitt, en hún skildi á síðasta ári við eiginmann sinn til 18 ára. Hinn heppni heitir Kristinn Hreins- son og er rekstrarfræðingur og fram- kvæmdastjóri Rafeyri. Parið geislar af gleði saman, enda annað ekki hægt þegar hamingjan er með í för. Áhugavert á Instagram – Hefðarfrú heilluð af Íslandi F yrirsætan lafði Vic toria Hervey er ein fjöl- margra Íslandsvina. Hervey er 42 ára, fædd í Englandi, en búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hún er dóttir sjötta mark- greifa Bristol, og hefur starf- að sem fyrirsæta og komið fram í sjónvarpsþáttum. Hervey hefur verið heiðursgestur á RFF, Reykja- vík Fashion Festival, og á ís- lenska vini sem búsettir eru í Los Angeles, þar á með- al heiðurshjónin Margréti Hrafnsdóttur og Jón Óttar Ragnarsson og Betu Rona- lds kvikmyndaklippara. Fyrir tveimur árum sagði DV frá að hún hefði heill- ast af íslenskri hönnun því á myndum sem teknar voru eftir Íslandsheimsóknina þá, mátti sjá hana í fatn- aði og með skart eftir ís- lenska hönnuði. Sama er uppi á teningnum í dag því á myndum á Instagram má oft sjá Hervey bera skart frá Vera Design, sem Íris Björk Tanya Jónsdóttir á heiður- inn af. Báðar eru þær með spennandi línur á leið á markað, Íris með skart- gripalínu fyrir herra og Her- vey með sundfatalínu fyrir konur. Borgarfulltrúi tekur flugið R agnhildur Alda María Vil- hjálmsdóttir, varaborgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, tekst á við nýtt verkefni í sumar, en hún er tekin til starfa sem flugfreyja hjá Iceland Air. Ragnhildur er 28 ára er með BS- gráðu í sálfræði og er MS-nemi í þjónustustjórnun. „Spennið beltin og njótið vinir og vandamenn,“ segir Ragnhildur á Facebook-síðu sinni „Það verður öldugangur í háloftunum í sum- ar og ég kem til með að stjana við ykkur.“ Facebook/Skjáskot. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sara Elísa komin með nýjan mann S ara Oskarsson, lista- kona og varaþingmaður Pírata, er komin með nýjan mann í líf sitt. Sá lukkulegi heitir Andri Thor Birgisson, ljósmyndari og samfélagsmiðlasnillingur, sem búsettur hefur verið í Dan- mörku um árabil. Foreldrar Andra eru Marí- anna Friðjónsdóttir og Birgir Þór Bragason, sem bæði unnu að dagskrárgerð á Íslandi um árabil, þau hafa verið búsett í Danmörku frá 1990. Linda Ben á von á barni M atargyðjan Linda Ben á von á sínu öðru barni, en hún deildi gleði- fregninni með fylgjendum sínum á miðvikudag. „Loks- ins get ég deilt með ykkur gleðifréttunum sem mig er búið að langa að segja ykk- ur svo lengi! Við eigum von á litlu kríli í byrjun nóvem- ber og erum gjörsamlega að springa úr hamingju!“ Linda og maður hennar, Ragnar Einarsson, eiga fyr- ir fimm ára gamall son. Linda er menntaður lífefnafræðingur úr Háskóla Íslands og heldur úti heimasíðunni lindaben.is, þar sem hún deilir hollum og góð- um uppskriftum með fylgjend- um þar og á samfélagsmiðlum. Parið hefur einnig verið að búa sér heimili í Mosfellsbæ og hef- ur Linda verið dugleg að deila myndum og góðum ráðum frá framkvæmdunum. Nú styttist í að heimilið verði tilbúið og von- andi næst það fyrir komu barns- ins. Fókus óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með bumbubúann. Mynd/Instagram.Mynd/Instagram. Mynd/Instagram. Hervey með íslenskt skart Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.