Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Side 52
52 FÓKUS 3. maí 2019
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Vandaðar
innréttingar
Hjá Parka færðu flottar innréttingar
í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Hildur Eir og hamingjan
H
ildur Eir Bolladóttir, prestur á
Akureyri, hefur vakið athygli fyrir
hnyttni og hreinskilni, hvort sem
er í daglega lífinu, á samfélags-
miðlum eða í predikunarstólnum.
Hildur Eir, sem fagnaði fertugsafmæli
í fyrra, er komin með nýjan mann í líf sitt,
en hún skildi á síðasta ári við eiginmann
sinn til 18 ára.
Hinn heppni heitir Kristinn Hreins-
son og er rekstrarfræðingur og fram-
kvæmdastjóri Rafeyri. Parið geislar af
gleði saman, enda annað ekki hægt þegar
hamingjan er með í för.
Áhugavert á Instagram –
Hefðarfrú heilluð af Íslandi
F
yrirsætan lafði Vic toria
Hervey er ein fjöl-
margra Íslandsvina.
Hervey er 42 ára, fædd
í Englandi, en búsett í Los
Angeles í Bandaríkjunum.
Hún er dóttir sjötta mark-
greifa Bristol, og hefur starf-
að sem fyrirsæta og komið
fram í sjónvarpsþáttum.
Hervey hefur verið
heiðursgestur á RFF, Reykja-
vík Fashion Festival, og á ís-
lenska vini sem búsettir eru
í Los Angeles, þar á með-
al heiðurshjónin Margréti
Hrafnsdóttur og Jón Óttar
Ragnarsson og Betu Rona-
lds kvikmyndaklippara.
Fyrir tveimur árum sagði
DV frá að hún hefði heill-
ast af íslenskri hönnun því
á myndum sem teknar voru
eftir Íslandsheimsóknina
þá, mátti sjá hana í fatn-
aði og með skart eftir ís-
lenska hönnuði. Sama er
uppi á teningnum í dag því
á myndum á Instagram má
oft sjá Hervey bera skart frá
Vera Design, sem Íris Björk
Tanya Jónsdóttir á heiður-
inn af. Báðar eru þær með
spennandi línur á leið á
markað, Íris með skart-
gripalínu fyrir herra og Her-
vey með sundfatalínu fyrir
konur.
Borgarfulltrúi tekur flugið
R
agnhildur Alda María Vil-
hjálmsdóttir, varaborgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, tekst á við nýtt verkefni
í sumar, en hún er tekin til starfa
sem flugfreyja hjá Iceland Air.
Ragnhildur er 28 ára er með BS-
gráðu í sálfræði og er MS-nemi í
þjónustustjórnun.
„Spennið beltin og njótið vinir
og vandamenn,“ segir Ragnhildur
á Facebook-síðu sinni „Það verður
öldugangur í háloftunum í sum-
ar og ég kem til með að stjana við
ykkur.“
Facebook/Skjáskot. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Sara Elísa komin
með nýjan mann
S
ara Oskarsson, lista-
kona og varaþingmaður
Pírata, er komin með
nýjan mann í líf sitt.
Sá lukkulegi heitir Andri
Thor Birgisson, ljósmyndari og
samfélagsmiðlasnillingur, sem
búsettur hefur verið í Dan-
mörku um árabil.
Foreldrar Andra eru Marí-
anna Friðjónsdóttir og Birgir
Þór Bragason, sem bæði unnu
að dagskrárgerð á Íslandi um
árabil, þau hafa verið búsett í
Danmörku frá 1990.
Linda Ben á von á barni
M
atargyðjan Linda
Ben á von á sínu
öðru barni, en
hún deildi gleði-
fregninni með fylgjendum
sínum á miðvikudag. „Loks-
ins get ég deilt með ykkur
gleðifréttunum sem mig er
búið að langa að segja ykk-
ur svo lengi! Við eigum von
á litlu kríli í byrjun nóvem-
ber og erum gjörsamlega að
springa úr hamingju!“
Linda og maður hennar,
Ragnar Einarsson, eiga fyr-
ir fimm ára gamall son. Linda
er menntaður lífefnafræðingur
úr Háskóla Íslands og heldur úti
heimasíðunni lindaben.is, þar
sem hún deilir hollum og góð-
um uppskriftum með fylgjend-
um þar og á samfélagsmiðlum.
Parið hefur einnig verið að búa
sér heimili í Mosfellsbæ og hef-
ur Linda verið dugleg að deila
myndum og góðum ráðum frá
framkvæmdunum. Nú styttist í
að heimilið verði tilbúið og von-
andi næst það fyrir komu barns-
ins.
Fókus óskar fjölskyldunni
innilega til hamingju með
bumbubúann.
Mynd/Instagram.Mynd/Instagram.
Mynd/Instagram.
Hervey með
íslenskt
skart
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is