Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 44
44 FÓKUS 3. maí 2019 B örn eru dásamlega eðlileg. Þau dansa og syngja þegar þeim líður þannig. Burt- séð frá stað eða stund, þá eru þau bara þau sjálf. Þegar við vöxum úr grasi þá hættum við að dansa og syngja í kringum ókunn- uga. Við lærum að haga okkur á ákveðinn hátt, í kringum ákveðið fólk og ákveðnar aðstæður, eðli- lega … eða hvað?“ segir Laufey Haraldsdóttir markþjálfi og veltir fyrir sér þeim mismunandi hlut- verkum sem fullorðið fólk á til að ganga inn í. Mismunandi útgáfur af okkur fara eftir stað og stund „Við könnumst öll við það að haga okkur á ólíkan hátt eftir því hvaða fólk er í kringum okkur og þeim aðstæðum sem við finnum okk- ur í. Við högum okkur öðruvísi í vinnunni heldur en heima, með besta vini eða maka, í kringum foreldra okkar eða börn. Ef bilið á milli þessara persónuleika okkar er mikið getur það verið hamlandi fyrir okkar innri og ytri vöxt. Tök- um dæmi. Segjum að þú hafir lengi heillast af jóga og hugleiðslu. Þú ert búinn að lesa þér til og horfa á öll kennslumyndbönd sem þú kemst yfir. Þú æfir þig heima og finnur að þetta gerir þér gott. Þú rekst á hugleiðsluhóp á Face- book ákveður að skella þér. Þú ert kominn í nýjan félagsskap sem hefur góð áhrif á þig og þú leyfir þessari hlið þinni að njóta sín með þessum hóp. Þetta er orðin stærri partur af þér og þér finnst frelsandi að geta verið þú sjálf(ur) í kringum nýju vinina þína. En í vinnunni ert þú með allt aðra ímynd. Ef vinnu- félagarnir sæju þessa hlið af þér myndu þeir örugglega dæma þig. Fjölskylda þín er líka með ákveðn- ar skoðanir á því hver þú ert og þú felur þessa hlið af þér fyrir henni líka. Núna eru þrjár útgáfur að þér. Hver útgáfan heldur hinni í skefj- um.“ Höfum tvo valkosti Laufey segir mikilvægt fyrir hvern og einn að upplifa góðan stuðn- ing í gegnum þau þroskaskeið sem viðkomandi gengur í gegnum á lífsleiðinni. Stundum sé þó erfitt að finna stuðning í nærum- hverfinu vegna þess hve viðhorf annarra séu fastmótuð. Hún seg- ir markþjálfa þá geta verið góðan stuðning þar sem hlutverk þeirra sé ekki að hafa skoðun á fólki eða hvað það vilji gera heldur að draga fram hæfni og möguleika sem búa innra með hverjum og einum og styðja viðkomandi í sínu ferli. „Þegar þú fækkar útgáfun- um af þér og leyfir þér að vera þú sjálf(ur) þvert á aðstæður og fólk, þá gætir þú fundið fyrir mótlæti. Það er eðlilegt. Þú ert ekki bara að breyta veruleikanum þínum. Þú ert að hreyfa við veruleika allra í kringum þig. Það verður til ójafn- vægi milli þín og ytri aðstæðna. Þegar á þennan stað er kom- ið átt þú tvo valkosti. Viltu hörfa til baka og þykjast vera sú mann- eskja sem þú varst til þess að fólk dæmi þig ekki og hneykslist á breytingunum? Eða leyfa þér að vera nýja og bætta útgáfan af þér sem þú varst að kynnast og kannt svo vel við?“ Auðveldara að hörfa Laufey segir fólk upplifa fyrri val- kostinn mun auðveldari og því sé mjög algengt að fólk hörfi til baka í sitt vanahorf þótt því fylgi gjarn- an órói og jafnvel vanlíðan vegna þess að fólk sé þá farið að lifa fyrir aðra. Hún veltir því fyrir sér hvers vegna fólk ætti að velja þann kost. „Hvað vantaði upp á til þess að þessi vöxtur fengi að eiga sér stað? Fólkið í kringum þig og ytri veruleiki þinn mun ekki fylgja í fyrstu. Það tekur tíma að ná þér og ná jafnvægi, en ég get sagt þér að ef þú heldur þínu striki og stend- ur með sjálfum þér þá gerist það á endanum og það verður ekki bara ánægjulegt fyrir þig. Það skapar rými fyrir aðra í kringum þig til þess að gera slíkt hið sama. Vakna til vitundar, vera víðsýnni og nær sjálfum sér. Þegar það gerist, þá getur þú verið stuðningsmaður í þeirra vegferð. Ekki leyfa hugan- um að reyna að réttlæta að þú get- ir þetta ekki, eða halda því fram að fólk sé að dæma þig. Það er oftast byggt á ranghugmyndum hvort sem er. Það er einungis hugmynd þín um fólkið í kringum þig. Ef þú vilt ekki láta dæma þig, þá er ágæt- is æfing að dæma ekki aðra. Hlust- aðu frekar á hjartað, ástríðuna og innsæið.“ Hver ert þú í raun? Laufey segir mikilvægt fyrir fólk að hafa hugrekki til þess að takast á við áskoranir og þrautseigju til þess að hörfa ekki til baka. „Þú býrð yfir öllum þessum kröftum, stundum þarft þú bara að dusta rykið af þeim, hætta að svíkja sjálfan þig og gera hluti gegn þínum vilja. Að gera hluti gegn vilja þínum veldur ónotatilfinningu hjá þér sem á endanum fer að naga sjálfs- virðinguna sem hefur áhrif á styrk þinn og sjálfstraust. Þú átt það ekki skilið. Leyfðu þér að vera nákvæm- lega sú eða sá sem þú ert, alltaf og alls staðar. Hræðsla við viðbrögð annarra og ótti við að verða ekki samþykktur eða standast ekki þær kröfur sem viðkomandi heldur að séu gerðar til hans í hópnum er það sem heldur aftur okkur. Þetta er mjög óþægileg staða að vera í og fólk kemur sér í hana alveg ómeð- vitað og þetta er algengara en við höldum. Hver er rétta útgáfan af þér? Hver ert þú í raun?“ Laufey segir að þeir sem standi fast á sínu uppskeri gleði og vellíð- an þegar þeir fá loksins að vera þeir sjálfir. „Skyndilega fer fólk að sjá þig blómstra í raunútgáfunni af þér. Útgeislun þín breytist. Þetta getur verið algjör rússíbani. Þú leggur á stað í óvissuna, ferð í nokkra hringi, hátt upp og lengst niður en það er samt gott að vita og hafa að leiðarljósi að það koma allir heilir og helmingi glaðari til baka eftir ferðina. Mundu að njóta, þetta verður mjög skemmtilegt og gefandi.“ n EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI „Ef þú vilt ekki láta dæma þig, þá er ágætis æfing að dæma ekki aðra“ Laufey segir fólk eiga auðveldara með að hörfa heldur en að standa með sjálfu sér Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is „Þú ert að hreyfa við veruleika allra í kringum þig Laufey Haraldsdóttir Markþjálfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.