Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Qupperneq 4
4 3. maí 2019FRÉTTIR Hjúskaparstaða og börn? Ég er í sambandi og á fjögur börn. Hver er fallegasti staður á landinu? Árbærinn í Reykjavík, hverfi 110 og Langanes. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst krakki? Ég ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta, og þá helst að spila með jaðarliði sem myndi ekki vinna mikið. Notar þú rakspíra? Alltaf. Trúir þú á karma? Já. Versta ráð sem þú hefur fengið? Það var „Stattu alltaf fast á þínu.“ Maður á alls ekki að standa fast á sínu ef maður hefur rangt fyrir sér. Áttu leyndan hæfileika? Já, ég get haldið á svakalegum fjölda af rauðvíns- glösum í höndinni. Ég lærði það þegar ég vann sem þjónn í Norður-Wales. Hvernig gekk þér í samræmdu prófunum? Ég rétt slapp og náði. Einkunnirnar mínar fara ekki í sögubækurnar. Hvort heldur þú með Tomma eða Jenna? Tommi. Jenni var óþokki og það kemur sífellt betur í ljós með meiri umræðu um þá tvo. Hverjir eru mann- kostir þínir? Að ég sé jákvæður. En lestir? Að ég sé of jákvæður. Fyrsti stjórnmálaflokk- urinn sem þú kaust? Það var Alþýðuflokkurinn. Ertu matvandur? Nei, ég borða allt nema smokkfisk. Hvaða dýr lýsir skapgerð þinni best? Kóalabjörn. Með hvaða íþróttaliði heldur þú á Íslandi? Fylki. Uppáhaldshljómsveit? The Smiths og Joy Division. Fyrsta atvinnan? Það var við bílaþvott. Eitthvað að lokum? „Ef enginn er eins þá er enginn venjulegur.“ Munið þetta gott fólk. Íslenskar íþróttabullur Í vikunni fór fram mikill hitaleik- ur í úrslitum körfuboltans. Galvaskir Breiðhyltingar slökktu sigurvonir Vesturbæ- inga með þriggja stiga körfu á lokaandartökum leiksins, og bolt- inn sveif í fallegum boga beint í netið. Við tóku alsæluorg í öðr- um enda salarins en gnístandi dauðaþögn í hinum. Svona geta nú íþróttirnar verið magnaðar. Að fólk geti sýnt slík viðbrögð við því að sveittur karl í stuttbuxum kasti leðurtuðru í gegnum járnhring. Það sem gerðist líka á leiknum var að Martina, dóttir Borche Ilievski, þjálfara Breiðhyltinga, sýndi Kristófer Acox, leikmanni KR, tvær löngutangir þegar hann féll eftir harða rimmu. Stundum er þetta að kallað að sýna örninn, flippa einhverjum eða einfaldlega að gefa fokk-jú merki. Íslenskur dólgsháttur á íþróttaleikjum er alltaf fyndinn, sérstaklega þegar það gerist í körfubolta eða handbolta. Bráð- fyndinn. Aðeins tveir mánuðir eru síðan slagsmál áttu sér stað í bik- arúrslitaleik á milli Garðbæinga og Breiðhyltinga. Sauðdrukkinn æskulýðsfulltrúi og stuðnings- maður Garðarbæjarliðsins átti þar upptökin og var rekinn út. Svarthöfði man einnig eftir því þegar Mosfellingar voru barðir í stöppu af Kópavogsbúum í bik- arleik í handbolta fyrir meira en fimmtán árum. Svarthöfði flissar enn þá við þá minningu. Í stóra samhenginu eru bullu- læti á íþróttaleikjum ekkert gaman mál. Allir muna eftir stór- slysum í Hillsborough og Heysel. Það er ekkert grín að lenda í knattspyrnubullum frá Bretlandi og sennilega mun verra að lenda í þeim rússnesku eða tyrknesku. Sumar bullur hafa verið hífð- ar upp á stall. Gerðar hafa verið kvikmyndir, og bullufélög, tengd ákveðnum fótboltaliðum, orðið fræg. Í þessum samanburði verða íslensk bullulæti alltaf kjánaleg. Við erum svo lítil og svolítið hall- ærisleg líka. Það getur enginn orðið töffari eða alræmdur af því að vera íslensk körfuboltabulla. Í besta falli er hlegið að þessu fólki, sem veðrast svo upp við að horfa á leikinn að það missir alla stjórn á sjálfu sér og ræðst á náungann. Ísland er líka svo lítið land að það getur aldrei myndast þessi mikla gjá milli stuðningsmanna eins og úti í heimi. Undantekningin frá því er vitaskuld glímufélögin við Mývatn, Eilífur og Mýetningur. Svarthöfði getur vel skilið að þar geti soðið upp úr á milli stuðn- ingsmanna. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Meira en 8.000 óvirkir gervihnettir svífa umhverfis jörðina. Við bæinn Krossa á Árskógsströnd er hóll sem heitir Strumphóll. Rhinotillexomania er röskun sem lýsir sér í að bora ótæpilega í nefið. Rotta getur lifað lengur án vatns en kameldýr. Víkingar báru ekki hyrnda hjálma. Hver er hann n Fyrrverandi þing- maður og ráðherra n Barfluga á Klörubar n Er mágur Vigdísar Hauksdóttur n Drap drauma Húsvíkinga um að fá krókódíla í bæinn n Margoft tekinn fyrir af Jóhannesi eftirhermu SVAR: GUÐNI ÁGÚSTSSON YFIRHEYRSLAN Hjálmar Örn Jóhannsson er 45 ára samfélagsmiðla­ stjarna. Hann sló í gegn með með leikþáttum sínum á Snapchat þar sem hann bregður sér í hin ýmsu gervi, til dæmis sem Hvítvínskonan, Kagginn og gervifemínistinn Karl Magnason Önnuson Sigrúnarson. Árið 2018 lék hann stórt hlutverk í kvikmyndinni Fullir vasar. DV tók Hjálmar Örn í Yfirheyrslu. Hjálmar Örn Jóhannsson 42948 „Það getur enginn orðið töffari eða alræmd- ur af því að vera ís- lensk körfubolta- bulla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.