Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 21
Sumarið 3. apríl 2019 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is Innanhússklifur er frábært sport fyrir krakka og unglinga KLIFURHÚSIÐ: Yngsti hópurinn er 5 til 6 ára krakkar sem æfa hér einu sinni í viku en svo verðum við með hópa alveg upp í 17 ára í ung- lingastarfinu,“ segir Benjamín Mokry, framkvæmdastjóri Klifurhússins. Innanhússklifur er frábær íþrótt fyrir börn og unglinga, bæði skemmtileg og styrkjandi. Benjamín segir að börn séu mjög fljót að tileinka sé þá tækni sem til þarf í innanhússklifur þó að þau hafi minni líkamsstyrk en fullorðnir. Á heimsvísu eru margir flinkustu iðkendur innan- hússklifurs á unglingsaldri. Í sumar, frá annarri viku júlí og inn í miðjan ágúst, verða í boði vikulöng námskeið fyrir 6 til 12 ára krakka, frá kl. 8.oo til 16.00. Haustönnin hefst í september og stendur fram í desember. Svo er aftur boðið upp á námskeið fram í maí. Enginn munur á getu stráka og stelpna Að sögn Benjamins reynir klifrið bæði á styrk og liðleika. „Það er enginn munur á getu stráka og stelpna. Þótt strákarnir fari langt á kraftinum þá eru stelpurnar oftast með betri tækni. Hugtakið tækniklifur er þekkt enda eru tækni og liðleiki mikilvægir þættir í þessu sporti.“ Klifrið eflir allt í senn, þol, liðleika og styrk, og hentar fólki á öllum aldri. „Til dæmis getur maður aldrei orðið of sterkur í fingrunum en klifrið eflir mjög fingrastyrk. Það er nokkuð sem fólk er almennt ekki að þjálfa með sér. Fyrsta skiptið er í raun alltaf erf- iðast þó svo að sé óneitanlega alltaf skemmtilegt að prófa klifur. En þegar maður byrjar að mæta reglulega í klif- ur, kannski 2–3 skipti í viku, er maður fljótur að sjá árangurinn og er ótrúlegt hvað sumir hafa náð langt á stuttum tíma,“ segir Benjamín. Frábært fjölskyldusport Klifur er fyrir fólk á öllum aldri og fjölmargir fullorðnir æfa og skemmta sér reglulega í Klifurhúsinu. „Klifur er líka gott sport fyrir alla fjölskylduna þar sem allir klifra á sínu getustigi. Ég klifra til dæmis oft með sex ára syni mínum þar sem hann fer leið sem hentar honum og ég fer mína leið við hliðina á honum,“ segir Benjamín. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum klifurhusid.is og á Facebook- -síðu Klifurhússins. Skráning á nám- skeið fer fram í gegnum Nora-kerfið, sjá nánar á klifurhusid.felog.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.