Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 16
16 PRESSAN 3. maí 2019
Þ
að var mikið áfall fyrir marga
vísindamenn og umhverfis
verndarsinna víða um heim
þegar níu vísindamenn frá
írönsku náttúruverndarsamtök
unum Persian Wildlife Heritage
Doundation voru handteknir í lok
janúar 2018 af íranska byltingar
verðinum. Voru vísindamennirnir
sakaðir um að stunda njósnir fyr
ir CIA, Mossad og MI6. Níumenn
ingarnir eru vel þekktir og virtir
fyrir framlag sig til umhverfismála.
Samkvæmt ákærunum þá not
uðu vísindamennirnir myndavél
ar, sem þeir settu upp til að fylgjast
með ferðum asíska blettatígursins,
til að njósna um eldflaugaáætlun
Íran.
Átta af vísindamönnunum sitja
enn í fangelsi og eru sakaðir um
njósnir, spillingu og samsæri gegn
þjóðaröryggi. Það skipti engu máli
að opinber nefnd, sem innan
ríkis og dómsmálaráðherrarnir
sátu meðal annars í, hafi lýst því
yfir í maí á síðasta ári að ekki væri
vottur af sönnunargögnum sem
styðja þessar ásakanir. Í febrúar
hófust réttarhöld yfir áttmenn
ingunum fyrir hinum alræmda
byltingardómstól. Níundi vís
indamaðurinn, íranskkanadíski
félagsfræðiprófessorinn Kavous
SeyedEmami, lést á dularfullan
hátt í fangaklefa sínum nokkrum
vikum eftir handtökuna. Yfirvöld
segja að hann hafi svipt sig lífi en
fjölskylda hans segir það óhugs
andi.
Slapp naumlega
Saga íranska loftslagssérfræðings
ins Kaveh Madani, sem kennir við
Yaleháskólann í Bandaríkjunum,
sýnir enn frekar hversu grimmdar
lega byltingarvörðurinn geng
ur fram gegn þeim sem vinna að
loftslagsmálum og umhverfis og
náttúruvernd.
Í Íran eru um 850 viðurkennd
umhverfis og náttúruverndar
samtök og árum saman gat fólk
verið í þeim og fengið útrás fyrir
óánægju sína með stöðu mála
án þess að eiga á hættu að verða
handtekið. En svo er ekki lengur
segir Madani. Hann segir að liðs
menn byltingarvarðarins verði sí
fellt taugaveiklaðri og líti á baráttu
umhverfissinna í síauknum mæli
sem ógnun við þjóðaröryggi.
Madani hefur árum saman
gagnrýnt stefnu íranskra stjórn
valda í umhverfismálum. Það
átti sinn þátt í að fyrir tveim
ur árum bauð ríkisstjórnin hon
um að koma heim til Íran og taka
við embætti varaforstjóra um
hverfisráðuneytisins. Hann taldi
þetta vera einstakt tækifæri og tók
boðinu í þeirri von að geta aukið
traust á ungum vísindamönnum,
sjálfur var hann 36 ára þá, og til að
hvetja aðra Írana til að snúa heim
og leggja sitt af mörkum fyrir ætt
jörðina. En hann var varla lentur
í Teheran í september 2017 þegar
hann var handtekinn og færður til
yfirheyrslu sem stóð í þrjá daga.
Liðsmenn byltingarvarðarins
brutust inn í tölvu hans og síma og
tóku afrit af öllum gögnum.
Í kjölfar andláts SeyedEmami
í fangaklefa í febrúar á síðasta ári
var Madani aftur handtekinn og
haldið í 72 klukkustundir. Hann
segist hafa verið kallaður um
hverfishryðjuverkamaður og
vatnshryðjuverkamaður og sagður
njósna fyrir bresku leyniþjón
ustuna MI6, ísraelsku leyniþjón
ustuna Mossad og bandarísku
leyniþjónustuna CIA. Hann segir
að hann hafi meira að segja verið
sakaður um að stjórna veðrinu til
að láta þurrka herja á Íran. Einnig
var hann sakaður um að hafa flutt
inn genabreytt efni til að útrýma
Írönum.
Síðan hófst sannkölluð skít
kastsherferð gegn honum. Mynd
ir voru birtar af honum að dansa
á ársþingi bandarískra jarðeðlis
fræðinga í Kaliforníu en þetta
töldu andstæðingar hans sanna að
hann væri ekki hæfur til að gegna
jafn mikilvægu opinberu emb
ætti og aðstoðarforstjórastaða í
umhverfisráðuneytinu er. Þegar
hann var á heimleið úr vinnuferð
í Taílandi í apríl á síðasta ári gafst
hann upp. Vinir hans höfðu var
að hann við og sagt honum að eitt
hvað væri í uppsiglingu í Teheran.
Hann lét sig því hverfa þegar vélin
millilenti í Istanbúl í Tyrklandi.
Samkvæmt ársskýrslu mann
réttindasamtakanna Amnesty
International voru 63 umhverfis
verndarsinnar og vísindamenn
handteknir í Íran á síðasta ári.
Mikill vatnsskortur
Loftmengun, minni lífræn fjöl
breytni, jarðrof, eyðimerkur
myndun og eyðing skóglendis
eru meðal þeirra mörgu, stóru
umhverfisvandamála sem Íranar
glíma við. Efst á listanum er þurrk
ur. Um 35 milljónir Írana, eða tæp
lega helmingur þjóðarinnar, berst
við vatnsskort og kröfur almenn
ings um almennilegar vatnsveitur
voru háværar í mótmælum sem
brutust út um allt land á síðasta
ári en það var versta ár sögunnar
í Íran hvað varðar þurrka. Áin Za
yandeh Rud, sem eitt sinn rann
stríðum straumi um miðhluta
landsins, er nú nær horfin.
Hamounvötnin í austurhlutan
um, við afgönsku landamærin, eru
einnig að þorna upp. Stór vatns
svæði við Isfahan og Khuzestan í
mið og vesturhluta landsins eru
horfin og Urmia vatnið, sem var
eitt stærsta saltvatn jarðarinnar,
er nú aðeins einn tíundi hluti þess
sem það var fyrir hálfri öld.
Efnahagslegar refsiaðgerðir
gegn landinu áratugum saman
hafa aukið vandann en hnattræn
ar loftslagsbreytingar eiga einnig
hlut að máli. Að sumra mati eru
þessi vandamál fyrst og fremst
afleiðing skammsýnnar stefnu
klerkastjórnarinnar. Lausnirnar
hafi verið óraunhæfar og menn
hafi haldið að möguleikarnir væru
ótakmarkaðir og því hafi verið
byggðar stíflur, árfarvegum breytt
og ýmislegt annað gert sem hafi
haft lítið annað í för með sér en
aukna vatnsnotkun og nú sjáist af
leiðingarnar af þessu. n
Loftslagsbreytingarnar hafa mikil áhrif í Íran og
glímir landið við mikil vandamál þeim tengd. En
samt sem áður gengur íranski byltingarvörðurinn
fram af mikilli hörku gegn vísindamönnum, sem láta
sig loftslagsmál varða, og umhverfisverndarsinnum
sem reyna að finna lausnir á þeim vanda sem við
er að etja. Telur byltingarvörðurinn að fólkið ógni
þjóðaröryggi.
Vilko.is • Sími 452 4272 • Húnabraut 33 • 540 Blönduósi
Netverslun með
stærri einingar
Íranski byltingar-
vörðurinn gengur á
milli bols og höfuðs
á umhverfis-
verndarsinnum
og vísindamönnum „Í kjölfar andláts Seyed-Emami í
fangaklefa sínum í febrúar á síð-
asta ári var Madani aftur handtekinn
og haldið í 72 klukkustundir
Kristján Kristjánsson
ritstjorn@dv.is
Íranskir aktívistar Byltingarvörð-
urinn gengur hart fram.