Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2019, Blaðsíða 39
FÓKUS - VIÐTAL 393. maí 2019 Þá kom fram að Ágúst hefði veitt mikla mótspyrnu. „Ég lá í svitapolli á magan- um og handjárnaður aftur fyrir bak. Ég lá á bekknum og lögreglu- mennirnir keyrðu hnén í bakið á mér,“ sagði Ágúst og bætti því við að honum hefði liðið eins og hann væri að kafna. „Ég var grátandi, allur í slefi, svita og tárum og mér leið eins og ég væri að kafna. Ég grátbað þá um að hætta og sagði að ég yrði góður. Ég sá lögreglu- menn í kringum mig á meðan ég var keyrður niður og síðan slokkn- ar aftur á mér. Það næsta sem ég man er að það er öskrað að for- eldrar mínir séu komnir. Síð- an man ég eftir mér í bílnum á leiðinni heim með mömmu.“ Ingólfur og Hafdís sögðust hafa farið á lögreglustöðina eftir að þeim var sagt frá handtökunni. Sögðust þau ítrekað hafa sagt við lögreglumann sem ræddi við þau að Ágúst væri flogaveikur og kraf- ist þess að fá að fara til hans, en þau sögðust hafa heyrt hróp og vein frá Ágústi úr fangaklefanum. Ágústi var hins vegar ekki sleppt fyrr en eftir dágóða stund. „Ég sá hann var hann rennandi blautur af svita og ég fékk að fara með hann heim þar sem ég kom hon- um í rúmið,“ sagði Hafdís. Fjölskyldan sagði vitni í málinu hafa sagt þeim að lögreglumenn á vettvangi hefðu verið látnir vita af flogaveiki Ágústs. „Það skipti greinilega engu máli og það sem við erum líka gríðar- lega ósátt við er að honum hafi verið hent í fangaklefa í stað þess að fara með hann á heilsugæsl- una. Lögreglan vissi að hann væri flogaveikur.“ Fjölskyldan sagðist hafa fund- ið fyrir kjaftasögum um að Ágúst hefði verið undir áhrifum eiturlyfja þegar áreksturinn átti sér stað. Þau tóku fram að vissulega hefði Ágúst komist í kast við lögin í gegnum árin, en að hann hefði ekki verið undir áhrifum eiturlyfja. Hafdís tók fram að þó að sonur hennar ætti sér sér einhverja fortíð gagnvart lögreglunni, þá ætti ekki að koma fram við einstaklinga á þann hátt sem gert var. „Ágúst er enginn engill. Hann hefur mikið skap og hann hefur lent í lögreglunni. Hann er ekki glæpamaður. En drottinn minn dýri, svona á ekki að fara með veika einstaklinga.“ Fram kom að fjölskyldan hefði skrifað Ríkissaksóknara bréf þar sem hún hefði krafist rannsóknar á málinu. „Lögreglan á ekki að koma svona fram við veika einstaklinga. Ágúst er svo sannarlega ekki sá eini sem er flogaveikur á Íslandi. Hann hefði getað dáið í fangaklef- anum vegna meðferðar lögreglu- mannanna á honum,“ sagði Haf- dís. n Kaffihlaðborð ýmsar útfærslur, Pinnamatur, smurt brauð, tertur, o.fl. fyrir erfidrykkjuna Afgreitt á einnota fötum tilbúið á borðið Erfidrykkja HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is „Ég var grát- andi, allur í slefi, svita og tárum og mér leið eins og ég væri að kafna. HARÐRÆÐI LÖGREGLUNNAR: SEINNI HLUTI Ágúst Dearborn og fjölskylda hans Handtekinn í flogaveikiskasti. Ívar og Silja Forsíða DV í júlí 2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.