Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Síða 8
8 26. júlí 2019FRÉTTIR
BJÖRN BÝR VIÐ EINANGRUN
Í ÞJÓNUSTUÍBÚÐ ALDRAÐRA
n Einangraður og einmana n Margra mánaða bið eftir hjólastól við hæfi
n Sjúkratryggingar neituðu að greiða fyrir hjálpartæki„Ekki tekur
fólk þessa
stóla með sér í
gröfinaB
jörn Birgir Berthelsen fylltist
mikilli tilhlökkun í vor þegar
hann fékk úthlutað íbúð að
Furugerði 1 í Reykjavík eftir
að hafa beðið lengi eftir þjónustu-
íbúð. Að sögn systur hans, Ragn-
heiðar, hlakkaði hann mikið til að
kynnast öðrum eldri borgurum
og rjúfa félagslega einangrun sem
hann hafði búið lengi við á heim-
ili sínu. Annað kom þó á daginn og
dvelur Björn alla daga einn og ein-
mana í íbúð sinni á meðan hann
bíður í marga mánuði eftir hjóla-
stól við hæfi.
Blaðamaður og ljósmyndari
DV bönkuðu upp á hjá Birni sól-
ríkan miðvikudag í júlí. Íbúðin er
upp á níundu og efstu hæð, innst
á ganginum, björt og rúmgóð, og
samanstendur af stofu, svefnher-
bergi, eldhúsi og baðherbergi.
„Ég flutti hingað 4. maí,“ segir
Björn, sem situr á skrifborðsstól,
sem hann notar til að ýta sér á um
íbúðina. Út á svalirnar kemst hann
þó ekki, þar sem hann treystir sér
ekki til að ýta stólnum yfir þrösk-
uldinn út á svalirnar. Björn fer því
líka á mis við góða veðrið og stór-
kostlegt útsýni af svölunum, með-
an hann er innilokaður í íbúð sinni.
Björn bjó áður í eigin íbúð í
blokk í Þangbakka í Breiðholti, en
sú íbúð hentaði honum ekki lengur
vegna veikinda auk þess sem Björn
var farinn að þurfa aðstoð við dag-
legar athafnir og farinn að einangr-
ast þar. Þar komst hann þó út úr
húsi og ferðaðist um á rafskutlu í
nálægan þjónustukjarna, en gat
þó ekki farið á henni inn í verslanir.
„Þegar ég flutti hingað var sagt við
mig að ég gæti ekki notað hana hér,
hvorki inni né geymt hana inni.
Bæði eru gangarnir hérna
mjóir og ekki hægt að
mæta hjólastól og svo er hvergi
hægt að geyma hana nema inni í
íbúðinni, þar sem gangarnir eiga
að vera auðir. Þannig að það var
ekkert hægt að gera nema losa sig
við skutluna.“
Tvisvar farið úr íbúðinni á tæpum
þremur mánuðum
Björn leigir íbúðina í Furugerði og
innifalið í leigunni er hiti og raf-
magn. Mat greiðir hann fyrir sér-
staklega, um 700 krónur máltíðina.
Aðspurður hvort eitthvað fleira sé
innifalið í leigunni svarar hann:
„Það er náttúrulega félagslíf, en ég
bara veit ekki hvað.“
Á þeim tæpu þremur mánuð-
um sem Björn hefur búið í Furu-
gerði hefur hann tvisvar farið
niður á fyrstu hæð hússins, þar
sem er matsalur, félagsstarf og
aðrir íbúar hússins sem hægt er
að hitta og tala við um daginn og
veginn.
„Ég fór fyrsta sunnudaginn
eftir að ég flutti, þá fór dóttir mín
niður með mig til að sjá hvernig
væri. Þá var vöfflukaffi niðri og við
keyptum okkur vöfflur. Síðan fór ég
í annað sinn þegar var vorhátíð og
grillað, þá kom dóttir mín og keyrði
mig niður á þessum,“ segir hann og
klappar á skrifborðsstólinn.
Björn er 69 ára, fæddur og upp-
alinn í Hafnarfirði og var sjómaður
frá unga aldri. „Um 16–17 ára fór
maður að fara á bátana og kom
heim
bara milli
vertíða. Svo fór
ég alveg að heiman
19 ára til Ólafsvíkur,
kynntist konunni
minni og við fórum að
basla þar.“ Árið 2000 hætti
Björn til sjós, 50 ára gamall, en þá
var hann kominn á sjó í Noregi.
„Ég hætti á sjónum því ég var
kominn með slitgigt í hnén, var
alltaf kvalinn í hnjánum,“ segir
Björn og bætir við að hann hafi
aldrei farið í aðgerð vegna þess.
„Kominn í land fór ég að keyra
sementsflutningabíla um allt
land og það var ekki það gáfu-
legasta fyrir mann sem verkjar
í hnén, að sitja á rassinum
allan daginn. Þá fór ég að þyngj-
ast meira, en ég byrjaði að þyngjast
þegar við vorum á flæmska hattin-
um, þar vorum við með listakokk
og lítil vinna.“
Björn á þrjú uppkomin börn
sem heimsækja föður sinn eins og
þau geta, einu heimsóknirnar þess
utan eru frá starfsfólki sem færir
honum mat tvisvar á dag: „Svo
kíkja þær inn um þrjúleytið. Allt
starfsfólkið sem ég hef hitt er mjög
elskulegt og allt af vilja gert.“ Einnig
heimsækir einn íbúi hússins, fyrr-
verandi sjómaður eins og Björn,
hann reglulega þar sem þeir ræða
sjómennskuna og liðna tíð.
Mánaðarbið lengist sífellt
Þegar Björn flutti í Furugerði var
óskað eftir aðstoð iðjuþjálfa til að
koma og sækja um hjólastól fyrir
hann. Að sögn systur Björns kom
iðjuþjálfinn tveimur vikum seinna,
mældi hvernig hjólastól hann þyrfti
og pantaði hann, biðin átti að vera
mánuður þar sem stólinn yrði að
panta að utan. Þrátt fyrir tillögu iðju-
þjálfans neituðu sjúkratryggingarn-
ar að greiða fyrir þann stól, þar sem
hann væri of dýr og því þurfti að
finna annan stól.
„Iðjuþjálfinn má ekki segja neitt
nema það sem hann getur staðið
við. En núna er búið að panta stól
frá Svíþjóð,“ segir Björn og segist
hafa spurt sölumanninn hvort hann
myndi ekki bara skutla stólnum í
flug næsta morgun. „Án ábyrgðar
var sagt að stólinn kæmi í ágúst. Ég
veit ekki af hverju þetta tekur svona
langan tíma, sölumaðurinn sagði að
það væri búið að panta hjólastól, svo
þyrfti að breyta honum. Síðasti stóll
var frá Öryggismiðstöðinni, það
þurfti að breyta honum, svo þegar
hann kom þá kostaði hann of mikið,“
segir Björn, og bætir við: „Þeir fara
varla að væla yfir hálfri milljón,“
þegar blaðamaður spyr hvað slíkur
stóll kosti. „Þetta ræksni kostaði um
100 þúsund krónur,“ segir hann og
á við skrifborðsstólinn sem hann
situr á: „Það er bremsa á honum svo
hann skjótist ekki undan mér svo er
hægt að hækka og lækka.“
Eftir heimsóknina til Björns fékk
hann loksins tölvupóst, mánu-
daginn 22. júlí, um að sjúkra-
tryggingar væru búnar að sam-
þykkja stólinn, það ætti eftir að
panta hann og honum tjáð að það
gæti tekið nokkrar vikur. Biðin og fé-
lagsleg einangrun Björns lengist því
bara enn frekar og segir hann að það
sé ekki bætandi á þunglyndi sem
hrjáir hann líka. „Það fór með hjóna-
bandið.“
Þekkt slagorð Happdrættis DAS,
sem er Dvalarheimili aldraðra sjó-
manna/Hrafnista, er: „Búum
öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.“
Það slagorð er þó löngu búið að
breytast í innihaldslausan frasa
eins og mál Björns ber vitni um, þó
að Furugerði 1 tilheyri ekki DAS,
en þjónustuíbúðirnar eru á vegum
Reykjavíkurborgar.
„Ég bara skil þetta ekki og það er
eitt sem ég skil ekki. Sjálfsagt deyr
fólk frá þessum stólum eins og öðru
og hvað verður um þá? Af hverju
finnst ekki stóll til að nota alla-
vega til bráðabirgða. Ekki tekur fólk
þessa stóla með sér í gröfina,“ segir
Björn sem má bíða enn einhverja
mánuði með að komast út fyrir
íbúð sína, kynnast öðrum íbúum
Furugerðis 1 og rjúfa félagslega ein-
angrun sína. n
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
Furugerði 1 Inngangurinn að þjónustuíbúðunum.
Mynd: Eyþór Árnason
Fær ekki að njóta til fulls
Öflugt félagsstarf er á fyrstu
hæð hússins, sem Björn hefur
enn ekki náð að verða hluti
af. Mynd: Eyþór Árnason
Rafskutlan Björn
á rafskutlunni við
Þangbakka árið
2017. Mynd: Facebook