Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Page 11
26. júlí 2019 FRÉTTIR 11 EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Siðfræðingar hafa fengist við spurninguna „hvað er góðverk?“ og skiptast þar í grófum dráttum í tvo hópa: (i) þeir sem telja góðverk vera þau sem hafa góðar afleiðingar fyrir einstaklinga eða almannaheill óháð því af hvaða hvötum breytnin er gerð. (ii) þeir sem leggja áherslu á að góðverk krefjist þess að breytnin sé af óeigingjörnum ástæðum, þ.e. sé ekki til þess að ná fram einhverjum afleiðingum fyrir sjálfan sig. Dæmi: að hjálpa bágstöddum manni eða gefa til hjálparstarfs eru góðverk í skilningi (i), en í skilningi (ii) eru þau ekki réttnefnd góðverk ef þau eru til þess að koma sjálfum sér á framfæri eða vekja athygli á fyrirtæki. Þau geta þó verið góð verk, þ.e. æskileg breytni, en þau eru ekki góðverk nema þau séu sprottin af góðvild og óeigingirni. – Siðfræðistofnun Þegar við gefum eða gerum eitthvað sem við teljum vera góðverk þá líður okkur vel. Samkvæmt rannsókn á heilum manna þá vekur það álíka mikla vellíðan að framkvæma góðverk og að fá eitthvað gefins. Góðverk geta þó einnig átt rætur sínar að rekja til samfélagsins sem við búum í. Við gefum því þá finnst okkur samfélagið líklegra til að samþykkja okkur og við getum líka stundum gefið til að koma í veg fyrir samviskubit. Ósérplægni (e. altruism) kallast meðvituð og óeigingjörn umhyggja fyrir velferð annarra, sem kemur oft fram með því að veita aðstoð, greiða, gjafir eða með því að sýna öðrum hjálpsemi og samvinnu. Í ósérplægni felst að einstaklingur framkvæmir eitthvað fyrir einhvern annan á sinn eigin kostnað, án þess að búast við nokkurs konar endurgjaldi. Fræði- menn hafa deilt um hvort ósvikin ósérplægni sé í raun og veru til, hvort mannskepnan geti í rauninni framkvæmt eitthvað sem er með öllu óeigingjarnt, því jafnvel þótt eina endurgjaldið sem gefandi fær sé í formi þeirrar góðu tilfinningar sem fylgir því að gefa, þá sé það engu að síður endurgjald og þar af leiðandi var verknaðurinn ekki með öllu óeigingjarn. Þróunarsinnar hafa haldið því fram að ósérplægni sé liður í viðleitni mannskepnunnar til að tryggja afkomu erfðaefnis síns, á meðan félags- og mannfræðingar telja að það sé samfélagið sem hafi skapað ósérplægnina til að tryggja samstarf og sameiginlega hagsmuni þannig hafi samfélagið skapað ósérplægn- ina og líffræðin hafi síðan brugðist við með því að forrita heilann okkar á þann hátt að góðverk framkalli jákvæðar tilfinningar. Ella Dís fór að veikjast rétt rúmlega eins árs og hrakaði hratt. Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu, fór mikinn í fjölmiðlum þar sem hún óskaði eftir fjárhagsaðstoð til að halda sér og dætrum sínum uppi, sem og til að aðstoða þær við að reyna að fá rétta sjúkdómsgreiningu fyrir Ellu Dís og kosta læknismeðferð erlendis. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur og barnaverndarnefnd í Bretlandi höfðu afskipti af fjölskyldunni vegna þess að talið var að Ella Dís væri ekki að fá þá umönnun sem hún átti skilið. Jafn- vel gengu bresk barnaverndaryfirvöld svo langt að greina Rögnu með heilkennið munchausen by proxy, það er þeir töldu Rögnu valda veikindum dóttur sinnar til þess að fá athygli. Orðrómur fór á kreik eftir að barnaverndaryfirvöld höfðu afskipti af fjölskyldunni og urðu margir tortryggnir gagnvart Rögnu. Ella Dís dó árið 2014 í kjölfar mistaka starfsmanns sem kom að umönnun hennar. Skömmu fyrir andlátið fékk hún loksins rétta sjúkdómsgreiningu; Brown Vialetto Van Lear-heilkenni. Erla Kolbrún Óskarsdóttir lenti í læknamistök- um árið 2012 þar sem laga átti endaþarmssig sem hún fékk í kjölfar fæðingar yngri dóttur sinnar. Vegna mistak- anna glímir hún við óbærilega taugaverki sem ekkert er hægt að gera við og hefur af þeim sökum verið óvinnufær og metin til 75 prósenta örorku. Fyrir hana var hrundið af stað söfnun á síðasta ári til að hún kæmist í stofn- frumumeðferð í Bandaríkjunum en vonir stóðu til að sú meðferð gæti bætt lífsskilyrði hennar til muna. Söfnuninn gekk vonum framar og hefur Erla greint frá því að lífsgæði hennar hafi batnað til muna, þó enn sé langt í land. Virtist það þó fara öfugt ofan í einhverja að fjölskylda hennar öll fylgdi henni með til Bandaríkjanna og fannst einhverjum athugavert að í beinu framhaldi hafi Erla ásamt fjölskyldu haldið upp á vegleg jól. Hjörtur Elías er tæplega 10 ára gamall drengur sem glímir við krabbamein. Móðir hans hefur vakið athygli á veik- indum Hjartar á samfélagsmiðlum og safnað framlög- um einstaklinga til að standa straum af kostnaði vegna meðferðar og lækningar sonar síns. Stjúpmóðir Hjartar hefur á samfélagsmiðlum bent á að safnanir og sú athygli sem hefur verið vakin á veikindum Hjartar hafi ekki verið samþykkt af föður hans. Aðrir notendur samfélagsmiðla hafa efast um að söfnunarfé sé öllu varið í meðferð og lækningu Hjartar, heldur sé því einnig varið í almennt heimilishald og fegrun umhverfis. Móðir Hjartar hefur þó svarað þeirri gagnrýni og ítrekað að öllum peningunum sé varið með einum eða öðrum hætti syni hennar til hagsbóta. Fanney var gengin 20 vikur á leið með annað barn sitt þegar hún var greind með krabbamein. Hún og Ragnar, eiginmaður hennar, voru opinská á sam- félagsmiðlum um baráttuna og var fjöldi safnana haldinn fyrir fjölskylduna. Orðrómur um að pen- ingarnir væru ekki að fara í meðferð Fanneyjar fór á kreik og varð svo hávær að eiginmanni Fanneyjar fannst hann knúinn til að svara. Ragnar greindi frá því að stofnað hefði verið styrktarfélag í samvinnu við bókara. Hins vegar vissi hann til þess að veikindi Fanneyjar hefðu einnig verið notuð til að fara af stað með safnanir sem væru hjónunum með öllu óviðkomandi og hefðu þau enga peninga fengið vegna þeirra. Fanney lést þann 7. júlí síðastliðinn. Hvað er góðverk ? Af hverju gefum við ? Fanney Eiríksdóttir Hjörtur Elías Erla Kolbrún Óskarsdóttir Ella Dís Laurens Brosmild hetja Hjörtur Elías er krabbameinslaus í dag. Fanney og Ragnar Fanney barðist hetjulega við meinið allt til enda. Glæsilegar mægður Ella Dís með móður sinni Rögnu og eldri systur. Brosir þrátt fyrir allt Erla glímir við óbærilegan sársauka vegna læknamistaka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.