Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Side 16
16 PRESSAN 26. júlí 2019 OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 BEITT GRÓFU ÁREITI AF HÁLFU ÍSLENSKS GESTGJAFA Á AIRBNB H in bandaríska Alison Cebulla var beitt grófu kynferðislegu áreiti af hálfu íslensks gest- gjafa á Airbnb þegar hún heim- sótti landið árið 2016. Hún segir manninn hafa áreitt hana linnu- laust eftir að hún sneri heim og að lokum þurfti hún að skipta um símanúmer. Gestgjafar á Airbnb á Íslandi gangast ekki undir sérstaka bak- grunnsathugun við skráningu líkt og í Bandaríkjunum. Undan- farin ár hafa þónokkur mál kom- ið upp erlendis þar sem vaknað hafa upp spurningar um lagalega ábyrgð Airbnb þegar kemur að öryggi gesta og gestgjafa. Spennt fyrir Íslandi Alison er búsett í Kaliforníu þar sem hún starfar sem heilsuráð- gjafi en hún er einnig með há- skólagráðu í umhverfis- og auð- lindafræðum. Hún hefur skrifað pistla fyrir Huffington Post og haldið fyrirlestra á ráðstefnum í Evrópu og Bandaríkjunum. „Ég var lengi búin að láta mig dreyma um að koma til Íslands. Það er búið að markaðssetja Ís- land grimmt í Bandaríkjunum undanfarin ár, sem drauma- áfangastað ferðamanna, og líka sem femínistaparadís,“ segir Ali- son í samtali við blaðamann DV. Í maí 2016 sótti hún ráðstefnu í París og hún sá auglýst ódýrt flug til Íslands með þriggja daga „layover“ og ákvað hún að nýta tækifærið og heimsækja landið á leið sinni yfir Atlantshafið. „Ég hafði ferðast mikið undan- farin ár, sérstaklega um Evrópu, og nýtti mér oft ódýra gistingu á borð við Couch Surfing-síðu a eða þá Airbnb. Ég hafði aldrei áður lent í neinu veseni. Kannski var ég of værukær eða of „naive“ eða of saklaus þegar ég bókaði gistinguna á Íslandi, ég eiginlega veit það ekki.“ Óþægileg tilfinning Áður en Alison fór til Íslands skoðaði hún heimasíðu Airbnb og eftir nokkra leit sá hún auglýst herbergi í íbúð í úthverfi Reykja- víkur, með sameiginlegu eldhúsi og snyrtingu. Önnur herbergi íbúðarinnar voru einnig til leigu á síðunni en skráður gestgjafi var íslenskur karlmaður á sjötugs- aldri. Hún segir engar viðvörunar- bjöllur hafa hringt þegar hún skoðaði auglýsinguna. „Ég hefði ekki bókað gistingu þarna ef ég hefði haft minnstu efasemdir. Þetta leit allt mjög vel út, umsagnirnar voru jákvæðar og ég hugsaði með mér að þetta væri bara mjög fínn valkostur fyrir svona stutta ferð. Ég ákvað að gista á farfuglaheimili fyrstu nóttina og í íbúðinni hinar tvær næturnar.“ Alison segir manninn hafa sent henni skilaboð eftir að hún lagði inn pöntunina og boðist til að sækja hana á farfuglaheimil- ið daginn eftir að hún lenti á Ís- landi. Þegar að því kom og hún steig inn í bíl mannsins fann hún fljótlega fyrir óþægilegri tilfinn- ingu. Íbúð mannsins var í rúm- lega 20 mínútna aksturfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. „Það var eitthvað rangt við þetta. Hann virkaði mjög „creepy“, það var eitthvað ógn- vekjandi við hann. Á leiðinni í íbúðina byrjaði hann að tala um alls konar kynferðislega hluti og segja mér klámsögur. Hann vildi endilega segja mér frá kynlífsnámskeiði sem hann var á og fór mjög nákvæmlega út í öll smáatriði. Mér leið virki- lega óþægilega en mér fannst ég ekki geta hætt við á þessum tímapunkti, ég va ekki búin að bóka neina aðra gistingu, ég var ekki með neitt „plan b.“ Þegar við komum í íbúðina hans voru aðr- ir gestir þar inni, nokkur pör sem voru einnig frá Bandaríkjunum. „Það virtist fara ágætlega á með manninum og hinum gestunum þannig að ég reyndi að slaka á og blanda geði við þau.“ Alison s gist hafa d egið þá ályktun að maðurinn væri líkleg- ast haldinn einhvers konar geð- sjúkdómi. „Hann virkaði á mig eins og hann væri hálf manískur, hann var ör og talaði rosalega hratt. Á einum tímapunkti greip hann skyndilega í mig og byrj- aði að dansa við mig. Síðan var hann með alls kyns kynferðis- legar athugasemdir.“ Hún segir manninn fyrr um kvöldið hafa boðist til að skutla henni í matvörubúð og þar sem að hún hafi verið í ókunnugu landi þar sem hún rataði ekki og var þar að auki bíllaus hafi hún tekið því boði. „Síðan vildi hann endilega að við færum og fengjum okkur drykk. Ég drakk næstum því ekk- ert áfengi inni á barnum vegna þess á þessum tímapunkti var ég hreinlega orðin mjög óörugg í kringum hann.“ Hún segir áreiti mannsins hafa haldið áfram inni á barnum. „Hann hélt áfram að káfa á mér og klípa í mig og ég sagði honum stöðugt að hætta.“ Aðspurð segist Alison hafa hugleitt hvort og hvernig hún gæti komið sér út úr aðstæðun- um: „Ég reyndi einhvern veg- inn að leiða þetta hjá mér, þessa hegðun, og gera lítið úr þessu. Þetta var áður en #metoo-hreyfingin byrj- aði. Þetta var einhver lærð hegð- un hjá mér, að reyna að afskrifa þetta. Mér fannst ég ekki eiga kost á öðru en gista í íbúðinni, allt dótið mitt var þar og ég var ekki með neina aðra gistingu.“ Skalf og grét á leiðinni heim Alison segir að þegar þau hafi komið til baka í íbúðina hafi aðrir gestir verið farnir að sofa. Maðurinn hafi óumbeðinn elt hana inn í herbergið þar sem hún ætlaði að sofa. Þar hafi hann leitað á hana og augljós- lega ætlað að sofa hjá henni. „Ég var svo hrædd og tauga- veikluð að ég ákvað að nota þá taktík að þykjast vera hress, láta eins og við værum vinir og sagði við hann að við „myndum bara hanga saman á morgun.“ Það var mín leið til að reyna að fá hann til að fara. Ég var hrædd um hvern- ig hann myndi bregðast við ef ég myndi til dæmis segja honum að hypja sig út.“ Hún segist að lokum hafa þurft að ýta manninum með valdi út út herberginu og loka dyrunum. Sem betur fer hafi hann ekki gert tilraun til að nálg- ast hana frekar. „Daginn eftir fór ég út með öðrum gestum og við komum ekki til baka fyrr en um klukk- an 11 um kvöldið. Ég fór síðan snemma morguninn eftir. Í rútunni á leið á flugvöllinn Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.