Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2019, Blaðsíða 35
KYNNING
Opnar aftur í Glæsibæ og á
Dalvegi eftir glæsilegar endurbætur
SAFFRAN 10 ÁRA:
Veitingastaðurinn Saffran hefur verið opnaður aftur í Glæsibæ og á Dalvegi í Kópavogi eftir
allsherjar endurbætur. Nýju staðirnir
eru hannaðir af Nicola Fellerini hjá
Costagroup í Ítalíu og þykja afar
bjartir og glæsilegir og endurspegla
gæðin og ferskleikann sem Saffran
stendur fyrir.
Nýir tímar kalla á breytta hönnun
„Saffran fagnar 10 ára afmæli um
þessar mundir og því voru inn-
réttingar og hönnun staðanna
komin á tíma. Staðirnir voru opnaðir
í upphafi 2009 og voru standsettir
með mjög litlum tilkostnaði sem féll
vel að þeim tíðaranda sem þá ríkti.
Nú eru breyttir tímar og nýir straumar
og stefnur sem ráða ríkjum í hönnun
veitingastaða þar sem aukin áhersla
er lögð á hönnun, umhverfi og upp-
lifun viðskiptavinanna en áður hefur
tíðkast,“ segir Bjarni Gunnarsson
framkvæmdastjóri.
Alltaf vinsælt og alltaf jafn gott
„Saffran hefur notið gríðarlegra
vinsælda frá upphafi og á sér stóran
hóp fastakúnna sem eru meðvit-
aðir um hollustu, hreyfingu og gott
mataræði. Einnig sækir stór hópur
afreksíþróttafólks staðina okkar sem
við erum afskaplega stolt af. Staðirnir
tveir voru lokaðir í tíu daga á meðan
endurbætur stóðu yfir en Saffran
rekur fjóra veitingastaði og því þurftu
fastagestir ekki að örvænta. Nú höf-
um við opnað dyrnar aftur á Dalvegi
og í Glæsibæ og bjóðum alla matar-
gesti velkomna,“ segir Bjarni.
Saffran er staðsettur í Glæsibæ,
Dalvegi 4 í Kópavogi, Bæjarhrauni
16 í Hafnarfirði og Bíldshöfða 12 í
Reykjavík.
Pantaðu matinn heim á saffran.is
Sími: 578-7874
Fylgstu með á Facebook: Saffr-
an veitingastaður og Instagram:
Saffran veitingastaður
Myndir: Eyþór Árnason