Skessuhorn - 20.12.2001, Síða 13
giiaessiíiiO'.íM
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001
13
Hætt kominn
Ásberg Þorsteinsson var hætt
kominn þegar hann féll fyrir borð
af síldarskipinu Elliða frá Akranesi
á laugardagsmorgun í síðustu viku.
Ohappið vildi þannig til að mann-
skapurinn var að vinna við nýtt
troll á dekkinu og í skutrennunni
þegar trollpokinn slóst í Asberg
með þeim afleiðingum að hann
þeyttist fyrir borð. Að sögn Ás-
bergs náði hann að hanga í enda
trollpokans en hann var klæddur
úlpu og stígvélum sem gerðu hon-
um erfitt fyrir. „Eg barst hratt frá
skipinu en náði að grfpa í trollpok-
ann þar sem ég hélt mér dauða-
haldi. Eg saup mikinn sjó því það
var dálítdl alda. Þeir náðu að kasta
til mín björgunarhring með ljósi og
mátti ekki miklu muna að ég næði
til hringsins. Þetta var hrikalega
erfitt og ég skil eiginlega ekki
hvernig mér tókst að smeygja mér í
björgunarhringinn. Það var síðan
Rúnar Þór, annar stýrimaður, sem
kom syndandi til mín í flotbúningi
og Sveinn Isaksson, skipstjóri, not-
aði hliðarskrúfur skipsins til að
Asberg Þorsteinsson var hætt kominn þeg-
ar hann féllfyrir borð. Mynd: K.K.
nálgast okkur. Ég var orðinn helvíti
kaldur og kokkurinn og vélstjórinn
drifu mig beint í heita sturtu þegar
þeir voru búnir að ná mér um
borð,“ sagði Asberg. Siglt var með
Asberg í land og taldi hann sig vera
búinn að jafna sig að mestu þegar
Skessuhorn ræddi við hann á
þriðjudag. Asberg lét engann bil-
bug á sér finna og segist ætla að
fara í næsta túr.
K.K.
Krefjast tafarlausra
framkvæmda
Dalamenn vilja skýr svör frá
verktakanum á Bröttubrekku
Litlar sem engar framkvæmdir
hafa verið við veginn yfir Bröttu-
brekku frá því í vor. Haraldur Lín-
dal Haraldsson sveitarstjóri Dala-
byggðar segir íbúa sveitarfélagsins
vera mjög óánægða með seinagang
við vinnslu verksins og hafa að hans
sögn verulegar áhyggjur af fram-
vindu mála. Á fjölmennum borg-
arafundi í Dalabúð var eftirfarandi
ályktun samþykkt um málið:
"Almennur borgarafundur íbúa
Dalabyggðar haldinn í Búðardal
miðvikudaginn 12. desember 2001
samþykkir að skora á samgöngu-
ráðherra og þingmenn hins nýja
Norðvesturkjördæmis að sjá til þess
að verktaki við Bröttubrekku leggi
nú þegar fram nýja framkvæmdaá-
ætlun vegna uppbyggingar vegar
um brekkuna og honum verði gert
að sýna fram á hvernig hann ætli að
standa við samningsbundna tímaá-
ætlun verksins. Á engan hátt verður
fallist á tafir við skil á verkinu
og/eða verkhlutum þess frá upp-
haflegum samningi. Hér er um
mikið hagsmunamál fyrir íbúa
Dalabyggðar að ræða, bæði hvað
varðar uppbyggingu á svæðinu og
samgöngur við aðra landshluta".
MM
Veitum vel...
Orkuveita
Reykjavíkur