Skessuhorn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Skessuhorn - 20.12.2001, Qupperneq 16

Skessuhorn - 20.12.2001, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 ^^caaums... Einsdæmi í vegagerð: Malbikað á aðventunni Á tímum síbatnandi samgangna þykir það vart lengur tíðindum sæta þótt götur eða bílastæði séu yfirlögð bundnu slitlagi. Slíkar framkvæmdir eru yfirleitt í gangi út um allt land yfir sumarmánuð- ina og sífellt bætast við vegar- spottar upp um holt og heiðar og inn í afdölum sem lagðir eru bundnu slitlagi. Það er hinsvegar harla óvenjulegt svo ekki sé meira sagt að sjá malbikunarflokka að störfum um miðjan desember. Sú var hinsvegar raunin á Hvanneyri í Borgarfirði síðastliðinn mánudag en þá var vinnuflokkur frá Borgar- verki í Borgarnesi að leggja bund- ið slitlag á bílastæði leikskólans eins og ekkert væri sjálfsagðara. Það er að vísu óhætt að segja að landsmenn hafx kynnst mun verri sumardögum en boðið hefur verið upp á að undanförnu en sam- kvæmt heimildum Skessuhorns þekkist samt sem áður varla að unnið sé við malbikun síðar en í október. Þá sagði Sigvaldi Arason framkvæmdastjóri Borgarverks að líklega væri það einsdæmi, að minnsta kosti á Vesturlandi, að unnið hefði verið við lagningu bundins slitlags á þessum árstíma. Sagði hann það mikið happdrætti að leggja í slíkt eftir að hausta tek- ur því töluverðan tíma tekur að undirbúa lögnina og veður getur snúist á skömmum tíma. GE Mynd: Haukur Júlíusson Jálaslitlagið í ár! Bestu þakldr sendum við öllum jbeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug veana andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föour okkar, tengdaföður, afa og langafa Jóns Þórissonar fyrrverandi bónda og kennara Reykholti, Borgarfirði Guð blessi ykkur öll Halldóra Þorvaldsdóttir Þórir Jónsson, Hulda OlgeirsdótHr, Þorvaldur Jónsson, Ólöf Guðmundsdóttir, Eiríkur Jónsson, Björg Guðrún Bjarnadóttir Kolbrún Jónsdóttir, Haraldur Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Einbýlishús í Bœjarsveit tilleigu og/eðasölu í Bæjarsveit, Andakíl er húseignin númer útta við Ásbrún til leigu eða sölu. Þetta er steypt einbýlishús byggt drið 1986, stærð 137 m2. 5 Eftir úramót verður húsið til sýnis. 1 I Frekari upplýsingar verða veittar d skrifstofu 1 Borgarfjarðarsveitar, Litla-Hvammi Reykholtsdal eftir 2. janúar 2002. Sími: 435 1140 . Netfang: sveitarstj ori@borgarfj ordur. is Sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar Dvalarheimilið stækkar Viðbygging við Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi var form- lega tekin í notkun í byrjun desem- ber. Eins og Skessuhorn greindi frá hefur matsalurinn verið stækk- aður og nú geta vistmenn snætt í björtum sal sé veður fallegt. Þá var eldhús stækkað og tæki þar endur- nýjuð. Heildarkostnaður fram- kvæmdanna nam um 20 milljónum króna. Við þetta tækifæri voru tveir starfsmenn sem létu af störfum á árinu kvaddir; Kristín Björnsdóttir forstöðukona, sem hóf störf 1992, og María Guðmundsdóttir sem hóf störf 1978. Núverandi for- stöðukona dvalarheimilisins er Jó- hanna Guðbrandsdóttir. smh A þriðja sunnudegi í aðventu voru Sálmar jólanna fluttir í Borganieskirkju. Var um skemmtilega nýjung í helgihaldi að rœðaþví tón- listin var sett í öndvegi en það voru þeir Sigurður Flosason, sem lék á hlásturshljáðjæri, og Gunnar Gunnarssm, kirkjuorganisti og slag- h'&rpuleikari, sem blésu jólaandanum í btjóst Borgnesinga sl. sunnudag. Hafa þeir nýlega gefið út geisladiskinn Sálmar jólanna þar sem þeirflytja spunatónlist sína í kringum sígilda íslenska jólasálma, en ífyrra gáfu þeir út Sálma lífsins sem fékk afar góðar viðtökur gagnrýnenda og almennings. Mæltist framtakið velfyrir meðal kirkjugesta en tónleikamir voru einskmar jólagjöf kirkjunnar til bæjar- búa og því ókeypis inn. Mynd: smh Q/íd óíízunz QAíthnclíncjiim 'ódum cj/scíífccjzax jótaíxátu/az ocj j-azíæ/daz a níjju ázL Jáöízízum (jidí (zijit Ln á íIdnum ázum / tÆtaxj’áj'ótíz GtíiajEXátunax /Játanciá a Q/í±turi£anclí

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.