Skessuhorn - 20.12.2001, Page 18
18
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra heimsótti verksmiðjuna Trico á Akranesi í morgun og kynnti sér það frumkvöðlastarf sem þar á
sér stað. Eins og sagt hefur veriðfrá í Skessuhomi hefur Trico náð góðum árangri í þróun og markaðssetningu á sérstökum eldvamar-
fatnaði og ekki var annað að sjá en að ráðherra litist vel á það semfyrir augu har.
Staðardagskrá 21 fer vel
af stað í Borgarbyggð
Að sögn Hólmfríðar Sveinsdóttur verkefnisstjóra
Eins og fram hefur komið í
Skessuhorni hefur Bæjarstjórn
Borgarbyggðar ákveðið að koma á
Staðardagskrá 21. Staðardagskrá 21
er heildaráædun um þróun hvers
samfélags fyrir sig og jafnframt for-
skrift að sjálfbærri þróun. Hólm-
fríður Sveinsdóttir var ráðin til að
stýra verkefninu í Borgarbyggð og
hefur hún þegar hafið störf.
Hólmfríður segir verkefnið fara
vel af stað og áhuga íbúanna fari
fram úr sínum björtustu vonum.
"Eitt af megin markmiðum verk-
efhisins er að virkja íbúana til þátt-
töku. Þannig hefur öllum íbúum,
félagasamtökum og fyrirtækjum
verið boðin þátttaka í tengslahópi.
Meðal hlutverka tengslahópsins er
að vera verkefnisstjóra og stýrihópi
verkefnisins til ráðgjafar. Hópurinn
mun líka gegna stóru hlutverki í
markmiðssetningu fyrir hvern
málaflokk. Nú þegar hafa 38 ein-
staklingar skráð sig til þátttöku og
enn er verið að bæta við áhugasömu
fólki," segir Hólmfríður.
Stýrihópur verkefnisins fundaði
fyrir skömmu og segir Hólmfríður
umræðurnar hafa verið líflegar og
skemmtilegar. "Stýrihópur verk-
efhisins í Borgarbyggð hefur á-
kveðið að taka fyrir alls 13 mála-
flokka. Málaflokkarnir eru: holræsi
og fráveitur; úrgangur frá heimil-
um og fyrirtækjum; vatnsból og
gæði neysluvatns; Menningarminj-
ar og náttúruvernd; umhverfis-
fræðsla í skólum; skipulagsmál;
eyðing meindýra; atvinnulífið; op-
inber innkaup; neyslumynstur og
lífstíll; ræktun og útivist; börn og
Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnissljóri
staðardagskrár 21
unglingar; og eldri borgarar."
Til að kynna verkefnið fyrir íbú-
um Borgarbyggðar var haldinn
borgarafundur í Hótel Borgarnesi
þann 22. nóvember sl. Þrátt fyrir
aftakaveður mættu rúmlega 40
manns á þann fund. GE
Björgunarfélags Akraness
verður í Jónsbúð, Akursbraut 13
og að Ægisbraut 19
Opnunartími
Fimmtudaginn 27. des.
Föstudaginn 28. des.
Laugardaginn 29. des.
Sunnudaginn 30. des.
Gamlársdag
Sunnudaginn ó. janúar
(emungis i Jonsbuo)
Oskum öllum
Akurnesingum og
nœrsveitamönnum
gleðilegra jóla og farsœls
komandi árs með þökk
fyrir góðan stuðning
undanfarin ár.
—zr~- ■
SIYSAVARNAFÉLAGIÐ
LANDSBJÖRG
kl. 13-22
Id. 13-22
kl. 13-22
kl. 13-22
kl.10-16
kl.13-18
Jónsbúð - Sfml 4314450
Ægisbraut 19 - Slml 4313123
SHA fær milljarð
Fjárveiting til Sjúkrahúss
Akraness á næsta ári verður tæpur
milljarður eða um 970 milljónir
króna og hefur því hækkað um
rúmlega 8% frá árinu 2001. Fjár-
lagafrumvarp gerði ráð fyrir 940
milljón króna framlagi og við af-
greiðslu fjárlaga kom til viðbótar-
framlag að fjárhæð 28,7 milljónir
króna, aðallega vegna uppreikn-
ings á launabótum. Rekstur SHA á
þessu ári er betri en áætlanir gerðu
ráð fyrir. Samkvæmt rekstraryfir-
liti SHA frá janúar til nóvember er
rekstrarafgangur þessa tímabils
11,8 milljónir króna, eða um 1,5%
af samanlögðum tekjum og fram-
lagi ríkisins. Til samanburðar nam
neikvæð rekstrarafkoma síðasta árs
þetta tímabil 18,2 milljónum
króna, eða 2,4%.
K.K.
Loftmynd af fyrirbuguðum dvalarstað Keikós, innan við Stykkishólm við Baulutanga í
Breiðafirði.
Velferð Keikós
-vel bornið við Stykkishólm
Nýverið luku þau Kobert A. nágrenni Stykkishólms eru ekki
Stefánsson og Menja von Schma-
lensee, fyrir hönd Náttúrustofu
Vesturlands í Stykkishólmi, við
skýrslu fyrir Ocean Futures Society
(Frelsum Willy/Keikó samtökin)
sem ber yfirskrifdna: Is it sensible
to move the killer whale Keiko to a
non-enclosed bay in Breiðafjordur?
Er tilgangur skýrslunnar sá að svara
því hvort skynsamlegt sé (með vel-
ferð Keikós í huga) að flytja há-
hyrninginn í opið hafsvæði Breiða-
fjarðar, inn af Stykkishólmi við
Baulutanga.
I skýrslunni kemur fram að
Stykkishólmur sé að mörgu leyti á-
kjósanlegur staður fyrir Keikó.
Helstu kostirnir eru samkvæmt
skýrslunni eftirtaldir: tiltölulega
lítil skipaumferð er um Stykkis-
hólmshöfh, Stykkishólmur er í á-
gætri nálægð við Reykjavík (172
km eða 2 tíma akstur), fiskiveiðar í
miklar og alla nauðsynlega þjón-
ustu má sækja til Stykkishólms.
Hugsanlegir gallar eru effirtaldir:
hætta vegna neta og skipa (sem er
þó lítil vegna lítillar skipaumferð-
ar), hætta á því að ís geti ógnað
Keikó er hverfandi vegna þess að
hann verður geymdur á opnu haf-
svæði og þá er ekki talin þörf fyrir
nein auka skjól fyrir náttúruöflum,
þó hann sé á opnu hafsvæði, vegna
hinna góðu náttúrulegu skjólgóðu
eyja sem er að finna í Breiðafirðin-
um.
Niðurstaða skýrslunnar er sú að
hugmyndin um að flytja Keikó að
Baulutanga sé allrar athygli verð.
Er þar mælt með því, með velferð
Keikós í huga, að Keikó verði hafð-
ur á opnu hafsvæði, hvort sem hon-
um verður valinn staður í Breiða-
firðinum eða annars staðar.
smh