Skessuhorn

Útgáva

Skessuhorn - 20.12.2001, Síða 23

Skessuhorn - 20.12.2001, Síða 23
JÍ'. skessuhöbki fimmtudagur 20. desember 2001 23 OLCL uzízia f Hann er sá er koma skal - hugleiðing á aðventu Ég heilsa lesendum Skessuhorns með glöðum huga og bestu óskum um gleðilegjól. Þannig er nú, að Skessuhornið sjálft blasir við frá heimili mínu, Borg á Mýrum: tignarlegt, mikilfenglegt fjall, líkt og pýramídi frá Egyptalandi, sem hefur óvart sest að hjá okkur Mýramönnum og Borgfirðingum. Ein- hvern veginn þá ber þetta fjall af öðrum. Því verður ekki jafnað við neitt. En hér á Borg á Mýrum hefur margt gerst á langri sögu staðarins. Það þekkjum við meðal annars af stórvirki Snorra Sturlusonar, Egilssögu. í Egilssögu segir frá því er Egill Skallagrímsson reynir þann harmleik að missa tvo syni sína með stuttu millibili. Hann lifir harm sem er óbærilegur. Egill verður hryggur mjög og svo ganga þessir atburðir nærri honum að hann missir lífslöngun og vill ekki leng- ur lifa. Hann leggst í lokrekkju sína og þiggur hvorki mat né drykk; ekkert af heimafólki hans vogar sér að nálgast hann eða yrða á hann - enda höfðu menn almennt af því slæma reynslu að eiga við Egil, þegar illa lá á honum. Þá er sent eftir Þorgerði dóttur Egils, vestur í Dali og henni tekst með fortölum og blekkingum að vekja aftur lífslöngun föður síns. Á hlaðinu á Borg á Mýrum er afsteypa af myndverki As- mundar Sveinssonar, sem hann gerir um þennan atburð og kallar Sonatorrek, eftir ljóði því sem Egill orti síðar um sonamissinn, sorg sína og tilfínningar. I þessu verki Ás- mundar birtast tvær persónur í átökum og í römmum slag. Hann dregur þar fram Egil og Þorgerði og lætur þau eins og glíma um hvað verði í lífi Egils; mun hann lifa eða deyja. Getur hann tekist á við þjáningu sína og haft betur, eða verður hann undir? Vinur minn einn sem kom í heimsókn og skoðaði þetta listaverk í krók og kring, kvað upp úr um álit sitt og sagði.: „Mér finnst nú engin mannsmynd vera á Agli.“ Þá hefur hann sjálfsagt ekki áttað sig á því hversu spámann- leg þessi orð hans voru. Auðvitað er engin mannsmynd á Agli. Asmundur birtir Egil fullan af angist, sundurtættan, eins og æpandi upp í himininn, með gat í gegn um sig miðjan. Það er kannski sönnust mynd af hinum sigursæla víkingi, sem hefur alltaf betur, nú, þegar hann mætir ör- lögum sem hann ræður ekki við og getur ekki beitt afli sínu og vopnum, til að rétta hlut sinn. Við þekkjum hvernig þessari sögu vindur fram. Þor- gerður fær föður sinn til að horfast í augu við sjálfan sig og hún sannfærir hann um að hann eigi ekki að taka líf sitt, þótt hann sjái ekkert framundan annað en myrkur og dauða. Og hún fær hann til þess að yrkja. Egill yrkir þá ljóðið Sonatorrek, þar sem hann lýsir líðan sinni, rekur harm sinn og nær að lokum sátt við hlutskipti sitt. Hann lýkur ljóðinu með þessum orðum: "... skal eg þó glaðr með góðan vilja og óhryggr heljar bíða." Af þessu sögubroti úr Egilssögu er margt hægt að læra. Egill var ekki kristinn maður. Hann þekkti ekki kristið bænamál eða efni ritninganna. Hann var prímsigndur, líkt og margir heiðnir vígamenn og höfðingjar þessa tíma, sem tóku prímsigningu til að geta verið samvistum og unnið með kristnum mönnum. Þessi saga af Agli og reynslu hans hefur almenna, mannlega skírskotun sem er ekki bundin einni skoðun eða trúarhugmynd. Hún kennir okkur að það er lífvænleg leið að bregðast við sorginni með því að búa eitthvað til, með því að skapa, bregða birtu inní myrkrið sem sækir að. Með því að yrkja um harm sinn gengur Egill út úr ein- semd sjálfs sín og eignast eitthvað nýtt. Hann liggur ekki lengur einn í kröm sinni og hugarangri, þvi hann hefur skapað eitthvað sem hann getur deilt með og gefið öðr- í hjarta hans hafa ef til vill bærst svipaðar tilfinningar og skáldbróðir hans orðar svo vel í 102. Davíðssálmi. Drottinn heyrþú hæn mína og hróp mitt berist til þín. Byrg eigi auglit þitt jyrir mér þegar ég er í nauðum staddur, hneig að mér eyra þitt, þegar ég kalla, flýtþér að bænheyra mig. Treystum drottni, því hann heyrir bænir okkar. Ekkert myrkur verður svo svart að ljós hans geti ekki vísað okkur veg. Engin nótt svo myrk að dagur hans fái ekki búið þar. Nú á aðventu, við dyr helgra jóla, erum við full eftdr- væntingar eftir hátíð ljóss og friðar. Hin mikla hátíð nálg- ast, kemur til þjóðar sem býr í myrkruin, endurnýjar vonir, breytir, gefúr gleði og fögnuð. Því getum við horft von- glöð ffam á veg og minnst fæðingar Guðssonar með auðmýkt og þökk. Vörumst að láta þessa miklu hátíð hverfa inní eintómt skrum og umbúðir. Skiljum eftir þröng og barnsleg sjónarmið þjóðar sem hef- ur gleymt því að hún hefúr átt ríkulega Guðs náð. Af- komu, auð og líf. Drottinn Jesús sækir okkur heim. Hann leitar að huga okkar og hjarta, því þar vill hann búa og auðga okkur, fýlla okkur sannri mennsku með anda sínum og orði. Því bless- aður er hann sem er ljós heimsins, og lífgar að nýju kalt hjarta og styrkir veikan huga. Hann hressir, endurnærir, byggir upp, og lifir með okk- ur í fyrirheitum sínum. Þá getum við sagt, óttalaust og án áhyggju. Drottinn, Jesús bróðir besti, miskunna þú okkur. Gleðilega hátíð, í Jesú nafni. Þorbjöm Hlynur Amason

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.