Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 20.12.2001, Blaðsíða 27
SEgSSUBiOBM FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 27 Hesturinn Ljómi, 16 vetra frúarhestur Hrejhu B. Jónsdóttur í Hjaröarholti hefur tekió að sér njtt hlutverk. Hann er orðinn umhyggjusamur uppalandi merfolaldsins Gyðju á sama bæ. Gyðja varðfyrir því óláni að missa móður sína afslysfórum um réttaleytið í haust. Eftir móðurmissinn varð Gyðja leið og umkomidaus. Eftir þessu tók Ljómi og síðan í haust hefur hann samviskusamlega gætt Gyðju hvert sem hún fer og annast hana af mestu kostgæfni. Nú er það svo að hvorugt má af hinu sjá og fylgjastþau að rétt eins og áferðinni væri hryssa meðfolald sitt. Eina sem styggt hejur á vinskap þeirra "feðgina" varþegar Gyðja hugðist sjúgafóstra sinn, en líkaði honum það illa. Eftir að hún lét af tilburðum til þess hefur ekki gengið hnífurinn á milli þeirra. Mynd: MM Afar fallega listmuni er aðfinna í Galleríi Tína. Glæsilegar borðskálar, klukkur og kertastjakar GaJlerí Tína Nýtt listmunagallerí var fyrir skemmstu opnaði í Grundarfirði. Er heiti þess Gallerí Tína og er svokallað steinleirsgallerí, en það eru vinkonurnar Dagbjört Lína Kristjánsdóttir og Kristín Péturs- dóttir sem standa að því. Er galler- íið einnig vinnustofa þeirra og vinna þær þar muni úr steinleir en þær byrjuðu að vinna úr trölladeigi fyrir um átta árum þegar þær bjuggu í sömu blokk í Reykjavík. Eftir að Lína flutti í Grundarfjörð beindist áhugi þeirra að steinleir og fóru þær á fyrstu stein- leirsnámskeiðin fyrir um 5 árum. Kristín og Lína endurnýjuðu samstarfið þegar Kristín flutti á stað- inn fýrir tveimur árum síðan. Þær fara reglulega á námskeið til að auka færni sína í meðhöndlun leirsins og skreytitækni. I Galleríi Tína kennir Dagbjört Lína og Kristín Pétursdóttir að störfum í vinnu- ýmissa grasa. Þar er stofu sinni. allt frá litlum servíéttuhringjum upp í glæsilegar borðskálar, klukk- ur og stóra kertastjaka og leggja þær mikið upp úr fjölbreyttu úrvali muna. Kristín og Lína hanna og gera einnig muni effir sérpöntun- um og eins hafa þær hannað og gert verðlaunagripi fyrir hin ýmsu félög. Gallerí Tína er til húsa að Nesvegi 7, í húsnæði Mareindar, og er svo sannarlega vert að kíkja þangað þeg- ar velja skal í jólapakkann. smh Kór Heiðarskóla söngjýrir gestma Kaffisamsæti í Heiðarskóla Starfsfólk og nemendur Heiðar- skóla buðu öllum sveitungum, 60 ára og eldri, sunnan Skarðsheiðar til kaffisamsætis sl. mánudag. Har- aldur Magnússon, skólastjóri Heiðarskóla, sagði í samtali við Skessuhorn að tilefnið væri fyrst og fremst að auka tengslin á milli þessara aldurshópa. Nemendur fluttu margvísleg skemmtiatriði s.s. söng, leikrit og upplestur, gest- um til mikillar ánægju. Að skemmtidagskrá lokinni var gest- um boðið uppá glæsilegar veiting- ar sem nemendur og starfsfólk Heiðarskóla höfðu útbúið. Að sögn Haraldar var fjöldi gesta meiri bjartsýnustu en menn þorðu að vona og taldi hann víst að hér eftir yrði reynt að gera þetta að ár- legum viðburði. HJH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.