Skessuhorn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Skessuhorn - 20.12.2001, Qupperneq 31

Skessuhorn - 20.12.2001, Qupperneq 31
airassnHigreM FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 31 t að mínu mati.Það virðist vera ein- hver ótti hjá þeim við hörkuna í enska boltanum. Það er vissulega nokkuð til í því en ef þeir klára sig hér þá klára þeir sig alls staðar. Þetta er bara spurning um hvort menn hafa nægan metnað til að leggja eitthvað á sig,“ segir Guðjón. Lítið jólafrí Þótt flest venjulegt fólk njóti þess að slappa af og ryðja í sig kræsing- um um jólahátíðina þá gildir það ekki um enska knattspyrnumenn. Fram undan er mikil törn en sam- kvæmt hefðinni er dagskráin hvað þéttust í ensku knattspyrnunni milli jóla og nýárs. A annan í jólum á Stoke útileik gegn Tranmere ur um eigin hæfileika að hann láti alla gagnrýni sem vind um eyru þjóta. „Eg hef engar áhyggjur af því þó menn stökkvi upp á nef sér. Fótbolti snýst um tilfinningar eins og ég sagði áður þannig að það er algengt að menn missi aðeins tökin á sjálfum sér í hita leiksins. Eg vinn eftir minni sannfæringu enda hef ég ekki annað að bjóða. Ef ég tapa minni sannfæringu, tapa ég leikn- um. Það er ekki boðið upp á neinar málamiðlanir í fótbolta. Við getum tekið sem dæmi að ef eitthvað fyrir- tæki ætlaði að kaupa málverk til að gefa forstjóranum í afmælisgjöf þá myndi stjórnin varla setjast niður, hver með sinn pensil til að mála mynd. Það yrði væntanlega ráðinn lensku leikmannanna. „Það var ljóst þegar Stoke var keypt af út- lendingum að ekki væru allir sáttir. Tuttugu prósent stuðningsmanna lýstu yfir óánægju og þeir hafa unn- ið gegn okkur þótt þeir telji sig stuðningsmenn. Það er sama hvað við gerum. Þeir verða okkur alltaf erfiðir og fljótir að höggva ef þeir fá færi á okkur. Það er staðreynd sem verður ekki breytt. Eins er það gagnvart Bjarna að þótt hann hafi ítrekað verið okkar besti maður hefur hann aldrei verið metinn að verðleikum. Þessvegna var hann settur á sölulista þótt hann hafi engan áhuga á að fara sjálfur. Eg er þó að vona að það sé að breytast og að menn sjái, jafnvel þótt þeir forð- Markmiðið hefur alltaf verið ljóst, þ.e. að vinna sér sæti í 1. deild að ári en það er ekki nóg að komast upp því þá tekur við þrautin þyngri að halda sætinu eða, eins og fram- tíðardraumarnir eru, að komast enn lengra. „Grunnurinn að þessu liði er nógu góður til að spila í 1. deild. Við þyrftum að bæta við okk- ur 3 -4 góðum leikmönnum en við erum með lið til að byggja á þannig að ef við komust upp verður það ekki til að fara beint niður aftur. Það er alveg ljóst.“ Óli sýndi úr hverju hann er gerður Eins og glöggt kemur fram hér að ofan er í mörg horn að líta hjá mwmmm rIÉpi<P| m gl ij MBL Ijósmynd:: RAX Rovers og annan útileik þann 29. gegn Huddersfild. A nýársdag er heldur ekki setið með hendur í skauti því þá kemur Blackpool í heimsókn á Brittania. „Þetta er hefðin. Englendingarnir vilja hafa þetta svona og við verðum bara að búa við það. Það er aldrei meiri að- sókn en einmitt yfir jólin og skemmtileg stemmning á leikjun- um. Eg er reyndar einn af fáum stjórum sem gef frí á jóladag þannig að okkar menn fá aðeins að setjast niður en annars er þetta massíf törn, reyndar ekki bara núna um jólin heldur nánast óslitið þangað til tímabilið er búið. Við spilum 46 deildarleiki og bikarleiki til viðbótar þannig að við spilum að minnsta kosti 51 leik á tímabilinu.“ Þeir sem fylgst hafa með ferli Guðjóns sem knattspyrnumanns og þjálfara með íslenskum félagslið- um, landsliðinu og núna á engilsax- neskri grund þekkja að oft hefur gustað um kappann og ekki alltaf allir á eitt sáttir um ákvarðanir hans og framkomu. Guðjón virðist hins- vegar láta sig það litlu skipta hvort gerðir hans kunni að fara fyrir brjóstið á fólki og heldur sínu striki þrátt fyrir gagnrýni á köflum. Sag- an sýnir hinsvegar að undantekn- ingalaust hefur Guðjón staðið uppi sem sigurvegari að lokum og þá gleymist allt annnað fljótt. Að minnsta kosti þar til tilefni gefst að nýju til að rifja upp gamlar ýfingar. Blaðamanni leikur hinsvegar for- vitni á að vita hvort Guðjón sé með það þykkan skráp og það sannfærð- einn listamaður til verksins. Þannig er það líka í fótboltanum það þýðir ekkert að það séu margir sem mála myndina. Eg tel mig hafa fullt vit á því sem ég er að reyna að skapa með minni vinnu og ég hef góða aðstoðarmenn og gott fólk í kring- um mig. Ef ég tryði því ekki sjálfur að ég væri vandanum vaxinn þá dytti mér ekki í hug að standa í þessu. Það þýðir því ekkert að velta sér endalaust upp úr því hvort allir séu hamingjusamir. Ef maður ætl- aði að reyna að gera öllum til hæfis myndi það enda með skelfingu. Eg geri það sem ég tel að þurfi til að ná árangri og verð síðan bara að vona að það dugi til.“ Verða alltaf á móti okkur Það eru vissulega orð að sönnu að knattspyrna sé tilfinningamál og það sést meðal annars ef skoðaðar eru heimasíður á netinu sem tengj- ast Stoke. A umræðuvefjum, m.a. á hinum vinsæla vef Teamtalk er oft fróðlegt að fylgjast með umræð- unni. Þar eru menn ófeimnir við að lýsa skoðunum sínum á liðinu, ein- stökum leikmönnum og ekki síst knattspyrnustjóranum sem virðist ýmist vera hataður eða elskaður. Þegar illa hefur gengið hefur verið veist harkalega að þessum „andsk....“ Islendingum sem ekkert vit hafa á fótbolta, en þegar betur gengur, líkt og þessa dagana, er annað hljóð í strokknum og ekki annað að sjá en þessa dagana beri stuðningsmenn Stoke City fullt traust til knattspyrnustjórans og ís- ist að viðurkenna það, að hann er liðinu gífurlega mikilvægur. Þess ber hinsvegar að geta að meirihluti áhangendanna hefur séð hvað við erum að gera og eru mjög sáttir. Eg fæ mikil viðbrögð og þeir sem gefa sig á tal við mann eru yfirleitt já- kvæðir. Eg fæ líka helling af tölvu- pósti og bréfum, meðal annars skammarbréf og skítkast en meira samt á hinn bóginn. Það er bara hluti af þessu.“ Þótt Stoke sé í ágætum málum þessa dagana þá er mikið eftir af mótinu og allt getur gerst. Sumir segja að jólatörnin skilji á milli feigs og ófeigs og eftir hana megi nokk- uð sjá hvaða lið berjast í toppbar- áttunni og á öðrum vígstöðvum. „Þeir segja það margir en ég vil meina að það sé ekki fyrr en eftir tvo þriðju af mótinu sem línur fara að skýrast. Það geta alltaf orðið af- föll af mannskap og margt sem spil- ar inn í þannig að hlutirnir breytast fljótt. Við erum vissulega ánægðir með árangurinn það sem af er en það dugar okkur skammt. Við þurf- um tölvuert fleiri stig og getum ekki leyft okkur að slaka á fyrr en mótið er búið. Við erum á pari ef svo má segja, með tvö stig í leik og það markmið er enn í gildi. Það eru sterk lið á hælunum á okkur og við þurfum að halda vel á spilunum ef við eigum að halda okkur á toppn- um. Það er hinsvegar búið að hafa mikið fyrir því að komast hingað þannig að menn eru ekkert á því að gefa toppsætið eftir.“ knattspyrnustjóranum og því má ætla að ekki sé offramboð á frítíma. Að knattspyrnunni slepptri eru lax- veiðar eitt helsta áhugamál Guð- jóns og hvað sem öllum saman- burði á knattspyrnusviðinu líður þarf ekki að deila um að jiegar kem- ur að laxveiðinni hefur Island vinn- inginn. „Eg hef því miður ekki haft mikinn tíma til að fara heim í lax- veiði. Eg skaust aðeins í sumar en með afleitum árangri. Þetta er eitt af því sem ég missi af og sakna að sjálfsögðu en vonandi verður ein- hver tími til að tortíma laxi næsta sumar." Starfs síns vegna þarf Guðjón að ferðast víða til að skoða efnilega leikmenn og meðal annars hefur hann sem kunnugt er leitað fanga á Islandi og því hefur hann ekki alveg sleppt hendinni af íslenskri knatt- spyrnu. Það verður því ekki hjá því komist að fá hann til að leggja kalt mat á íslenska boltann í dag. „Ég sá nokkra leiki í sumar og það verður að segjast eins og er að það er búið að taka lungann úr íslenskri knatt- spymu þar sem bestu mennirnir eru komnir í atvinnumennsku. Það er hinsvegar mikið af ungum og efnilegum mönnum sem eiga eftir að þroskast og vaxa þannig að framtíðin er björt en við getum ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að þeir sem hafa burði til að verða atvinnumenn þeir eru að sjálfsögðu ekki að spila heima. Það var hins- vegar mjög gamana að fylgjast með Islandsmótinu í sumar og sjá hvernig Ola Þórðar tókst til með sína menn. Hann sýndi og sannaði svo um munar úr hverju hann er gerður og Skagamenn náðu frábær- um árangri. Eg óska þeim að sjálf- sögðu öllum til hamingju með þetta afrek og þá sérstaklega Ola en það á enginn fremur hrós skilið en hann.“ Bikarinn Eins og fyrr segir er staða Stoke í annarri deild afar vænleg sem stendur en einnig er liðið komið í þriðju umferð ensku úrvalsdeildar- innar eftir sigur gegn hinu geð- þekka liði Halifax: 3-0 á Brittania í síðustu viku. Liðin skildu reyndar jöfh 1 - 1 í Halifax og þurfti því að leika aftur en þá áttu lærisveinar * Guðjóns ekki í neinum vandræðum með bomlið þriðju deildar. Segja má að Stoke hafi dottið í lukku- pottinn hvað varðar mótherja en upp úr hattinum kom úrvalsdeild- arlið Everton og fer leikurinn fram á Brittania 5. - 7. janúar n.k. „Þetta er spennandi verkefhi," segir Guð- jón aðspurður um hvernig honum lítist á að mæta „hinu liðinu“ frá Liverpool. Það er samt ekki hægt að stilla sig um að rifja upp harka- legan skell Stoke gegn Liverpool í sömu keppni í fyrra. „Við erum einfaldlega með mun betra lið en þegar við mættum Liverpool í fyrra og betur í stakk búnir að takast á við verkefni af þessari stærð- argráðu. Eg ætla samt ekki að vera með neinar yfirlýsingar en það sem er hvað mest spennandi og skemmtilegast við fótboltann er að það er alltaf möguleiki hvað sem stigatöflum eða deildaskiptingu líð- ur. Það er allavega ljóst að það verður stútfullur völlur, mikil stemmning og aur í kassann.,“ seg- ir Guðjón. Margir halda því fram að þátt- taka í bikarkeppninni geti spillt fyr- ir gengi liða í deildarkeppninni sér- staklega hjá þeim sem eru í topp- baráttunni. Sumir eru þeirrar skoð- unar að það trufli einbeitinguna að berjast á mörgum vígstöðvum í einu og sé jafnvel óæskilegt. „Eg er ekki sammála því,“ segir Guðjón. „Við límm á bikarinn sem bónus. Þessi keppni fær mikla athygli en þátttaka í henni á alls ekki að þurfa að trufla okkur neitt. Næstu daga einbeitum við okkur að jólatörn- inni og síðan kemur að leiknum við Everton og þá verður tekið á því. Þetta er skemmtileg tilbreyting og virkar vel á sjálfstraustið ef vel gengur og ekkert nema gott um það að segja.“ Framtíðin Það liggur ljóst fyrir hvað knatt- spyrnustjórinn einbeitti hefur íyrir stafni næsm mánuðina, a.m.k. en hvað með framtíðarmarkmiðin. Er von til að Guðjón snúi sér aftur að íslenskri knattspyrnu eða er fram- tíðin á enskum grasbletmm? „Eg held að ég sé búinn að gera allt sem ég get gert í fótboltanum heima þannig að ég á ekki von á að ég fari í þjálfarastarf á Islandi í fyrirsjáan- legri framtíð alla vega. Samningur- inn minn hjá Stoke var endurskoð- aður í sumar að minni ósk og samið til eins árs enda lýsti ég því yfir að ég væri tilbúinn að standa og falla með mínum árangri. Það er ekkert komið í ljós hvað verður eftir þetta keppnistímabil en það ræðst vænt- anlega af því hvernig það endar. Ef ég verð ekki hérna áfram þá vonast ég til að ég verði einhvers staðar f annars staðar á svipuðum vett- vangi.“ Aðspurður um hvort eitt- hvað slíkt sé uppi á borðinu vill Guðjón lítdð tjá sig. „Við gemm sagt að það hafi verið talað við mig um önnur störf,“ segir stjórinn í Stoke, dularfullur á svip. , GE

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.