Skessuhorn - 20.12.2001, Page 49
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001
49
Nýi
Hólmarinn
Væntanlegir búferlaflutn-
ingar hvalfisksins Keikós hafa
vakið mikla athygli og hafa
augu umheimsins enn á ný
beinst að þessari ofvöxnu kvik-
myndastjörnu og verðandi
Hólmara. Eins og oft áður hafa
hagyrðingar sitthvað til mál-
anna að leggja. Bjarki Már
Karlsson hafði þetta um málið
að segja:
Hann jrægur var áfyrri öld
fifnur sýndi brögðin köld.
Nú eignast hann lúinn
nteð uggann sinn snúinn
áhyggjulaust ævikvöld.
Það er gott að eiga að
íbúana á þessum stað.
Því liggur flykkis
leið í Stykkis-
hólm aðfara í heilsubað.
Hólmurunum telst til tekna
tillitssemi í garð ekkna
að ekki e'g tali
u?n aldraða hvali
og bæjarstjóra brottrekna.
Bjamar-
höfii
Einar Gíslason á Akranesi er
einn þeirra sem telur að fyrst
verið er að senda hlunkinn
vestur hefði verið eðlilegast að
koma honum í vist hjá hákarla-
verkandanum velþekkta, Hildi-
brandi í Bjarnarhöfh en engum
er betur treystandi til að með-
höndla fiska í yfirstærð:
Eðli sínu er illt að tína
utanveltu í lífsins dröfn
Enda síðan æft sína
hjá ættingjum í Bjamarhöfn,
Ferðamáti
Þá hafa menn velt fyrir sér
hvaða ferðamáta Keikó muni
kjósa sér þegar þar að kemur.
Mörgum finnst við hæfi að
hann fari bara með Sæmundi
fyrst hann er ekki sjálfur á bíl
en aðrir telja eðlilegra að hann
fari sjóleiðina þar sem hann sé
eiginlega hannaður til þess.
Hinsvegar er óvíst að hann
rati um öll heimsins höf og
einnig virðist vera í honum
einhver beigur gagnvart ferða-
lögum. Því eru litlar líkur á að
það þýði að gefa honum bara
upp heimilisfangið og senda
hann einan af stað. Því hefur
mönnum dottið það snjallræði
í hug að senda trillu frá Vest-
mannaeyjum til Stykkishólms
og hengja aftan í hana hjól-
barða. Þá er talið víst að Keik-
ur muni elta keikur og hress
enda hefur hann ítrekað haft
uppi kynferðislega tilburði
gagnvart hjólbörðum.
% 'PMUIÚUI
Akranes sækir á
Uppbygging og fólksíjölgnn
Það ríkir engin deyfð eða drungi á Akranesi.
Allt þetta kjörtímabil hefúr bæjarfélagið verið í
sókn. Mikil almenn uppbygging hefur átt sér
stað, fólksfjölgunin verið stígandi og þjónusta
aukin við íbúana.
Núverandi meirihluti setti sér í upphafi skýra
málefnaskrá til að vinna eftir. I henni voru tíund-
uð þau stefnuatriði sem meirihlutinn vildi koma
í ffamkvæmd. Allt það sem þar stóð var yfirlýsing
meirihlutans um að gera bæinn okkar betri til að
búa í, stefnumörkun um að hér yrði uppbygging
á sem flestum sviðum.
Fjármálin í föstum skorðum
Til þess að reka gott bæjarfélag þarf að vanda
alla umsýslu með fjármunum bæjarbúa. Ekki er
nóg að lofa framkvæmdum, heldur verður að sjá
fyrir því hvemig eigi að greiða fyrir þær. Meiri-
hlutinn setti sér það takmark að auka ekki skuld-
ir á kjörtímabilinu. Það var í sjálfu sér metnaðar-
fúllt markmið, þar sem við blasti að einseming
grunnskólans yrði feikilega dýr. Ekki var þó
hvikað ffá þeirri nauðsynlegu uppbyggingu sem
varð þar að eiga sér stað. Minnihlutinn vildi hins
vegar fresta málinu um einhver ár. Þar að auki
hefur launakostoaður bæjarins aukist mikið.
Þrátt fyrir þetta hefur meginmarkmið í fjármál-
unum náðst. Skuldir bæjarbúa hafa ekki aukist.
Mörg sveitarfélög á Islandi hafa á saman tíma
verið að auka hratt sínar skuldir.
Afar miklar framkvæmdir
Fyrir utan ofangreint stórátak í einsetningu
grunnskólans, þar sem því verkefúi verður lokið
næsta haust, þá hefúr verið unnið sleitulaust að
skipulagsmálum og gatnagerð.
Ný hverfi hafa risið og verið gengið varanlega
ffá þeim jafnóðum, en það ekki látið dragast von
úr viti eins og plagsiður hefur verið hér allt of
lengi. Þegar hverfi er fullbyggt þarf öllum ffá-
gangi að ljúka og það hefur verið stefnumál bæj-
arins. I viðbót við þetta stórátak hefúr verið unn-
ið að því endumýja gamlar og ónýtar götur í
bænum, farið skipulega í gömlu hverfin, sem
mörg era óffágengin. Þetta er afar dýrt, því off-
ar en ekki fást lítil gatoagerðagjöld upp í kostn-
aðinn. Þetta ffamtak kemur þó tdl með að breyta
ásýnd bæjarins til hins betra í fylhngu tímans.
Safnamiðstöð að Görðum
Þegar Akraborgin hætti siglingum og Hval-
fjarðargöngin voru opnuð breyttist ferðamanna-
mynstrið á Akranesi. Sá fjöldi gangandi farþega
sem kom með skipi átti ekki lengur kost á slíkri
ferð. Ferðamönnum fækkaði. Við þessu var reynt
að bregðast m.a. með því að reisa Safnaskálann
að Görðum, en þar á að hýsa þrjú meginsöfú.
Þetta eru Steinaríkið, yfirgripsmikið og afar at-
hyglisvert safn íslenskra steina, íþróttasafú hið
eina sinnar tegundar í landinu og svo safú Land-
mælinga Islands. Unnið er að því öllum árum að
tvö hin síðarnefúdu opni sitt sýningarsvæði
næsta sumar. Þá er í skemmunni mjög góð veit-
ingaaðstaða. Eftir að þessi mikilvæga viðbót
verður komin að Görðum má fúllyrða að þetta
verður eitthvert áhugaverðasta og skemmtileg-
asta safnasvæði landsins. Nú þegar hafa aðilar í
ferðamannaiðnaði sýnt því mikinn áhuga að
hefja reglubundnar ferðir upp á Skaga, þar sem
margt athyglisvert er að sjá.
Orkuverðslækkunin langþráða
Akurnesingar hafa löngum búið við einhvern
hæsta upphitunarkostnað í landinu. Það hefur
verið meginverkefúi undanfarinna ára að finna
leiðir til að halda honum niðri með öllum tiltæk-
um ráðum. Oft hefur tekist að ná ffam ofurlidum
lækkunum en svo hefur aftur sigið á ógæfúhlið-
ina þegar þurft hefur að berjast við gengisfall og
vaxtastig. Nú hin síðari ár hefúr þó horft til betri
vegar eftir miklar uppstokkanir í orkumálum í
héraði. Þær einar sér hefðu þó ekki dugað til að
viðhalda ávinningi undanfarinna missera, heldur
hefði orðið að óbreytto að grípa til hækkana.
Þess vegna er það enn meiri árangur að nú
skyldu takast samningar milli veitofyrirtækja Ak-
umesinga og Orkuveitu Reykjavíkur um samein-
ingu. Með þessu vinnst þrennt:
Orkuverð á Akranesi verður hið sama og í
Reykjavík, en það er eitthvert hið lægsta í land-
inu. Akumesingar eiga sinn hlut í þeim arði sem
Orkuveita Reykjavíkur skapar og hann rennur
inn í bæjarfélagið. Tryggt er að störf haldast á-
ffam í bænum og líkur eru á að þeim fjölgi með
tímanum. Þar fyrir utan eigum við Akurnesingar
að okkar hluta þá verðmætaaukningu sem verður
til í fyrirtækinu í framtíðinni og sá gildisauki get-
ur orðið afar álidegur, þar sem fyrirtækið er í
mikilli sókn. Það er líka ánægjulegt að okkar á-
gæm nágrannar í Borgarfirðinum skuli vera með
í þessu fyrirtæki og skal þeim óskað til hamingju
með það.
Þessi sameining orkufyrirtækjanna á eftir að
bæta lífskjör íbúa Akraness meir en menn sjá fyr-
ir í dag.
Raunsæ fjárhagsáætlun
Á fundi bæjarstjórnar þann 11. desember var
ijárhagsáædtm fyrir árið 2002 samþykkt. Er hún
nú í nýju formi, en breyttar reglur um reiknings-
skil sveitarfélaga kveða á um það. Þess vegna er
erfitt að bera saman fyrri áædanir við þessa,
nema að færa þær gömlu til hins nýja forms.
Meginatriðið er að niðurstaðan verði sú að
skuldum sé haldið í skefjum. Bihð milli tekna og
gjalda minnkar nú frá fyrra ári sem þýðir að
minna fé verður til ffamkvæmda. Því er t.d. gert
ráð fyrir minni gatoagerð en á þessu ári.
Áædað er að greiða skuldir niður um 115
milljónir króna en taka ný lán að upphæð 64
milljónir svo að niðurgreiðsla skulda nemur mis-
muninum.
Sveinn Kristinsson
Mirniíhlutinn skilar núlh
Til þess að hægt sé að ákveða útgjöld þarf að
vita hvaða tekjur eru fyrir hendi. Því var það
snemma ljóst að hækka þyrfti útsvar til að endar
næðu saman. Meirihlutinn bar þetta meginatriði
undir fúlltrúa minnhlutans í bæjarstjórninni og
varð samkomulag um þessa hækkun. I ffamhaldi
af því var ffumvarpið að fjárhagsáædun unnið í
mikilli sátt, allar tillögur ræddar í bróðemi og
frumvarpið samþykkt til annarrar umræðu at-
hugasemdalaust. Það kom því meirihluta bæjar-
stjómar mjög í opna skjöldu þegar bæjarfúlltrúar
Sjálfstæðisflokksins lögðu ffam bókun við af-
greiðslu fjárhagsáætlunarinnar, þar sem þeir
lýstu því yfir að þeir myndu sitja hjá og ekki taka
ábyrgð á henni. I bókun þeirra var þar að auki
farið með miklar rangfærslur. Eru svona vinnu-
brögð ekki til sóma og auka ekki traust á þeim
sem þannig starfa. Hreinlegra og drengilegra
hefði verið að glíma við meirihlutann um efúis-
atriði fjárhagsáædunarinnar, en aldrei á vinnu-
ferlinum kom annað ffam en minnihlutinn ynni
af heilindum að gerð hennar og styddi hana.
Sjálfstæðisminnihlutinn í Reykjavík skilaði að
vísu líka núlli við afgreiðslu fjárhagsáædunar þar,
en sá siður er tæpast til effirbreytoi
Bærinn er í sókn
Akumesingar vilja vera í sókn. Það er í eðli
Skagamanna að gefast ekki upp og þó að menn
tapi leik og leik þá er keppnisandinn alltaf fyrir
hendi. Við viljum bera okkur -saman við þá
bestu. Orð fer af góðri þjónusto á öllum sviðum,
atvinnuástand er gott og utanaðkomandi aðilar
sýna bænum áhuga. Auðvitað má sumt betur
fara, við búum ekki í allra besta heimi allra
heima. En við verðum að viðhalda viljanum til
sóknar og þeir sigrar sem við höfum unnið á síð-
ustu árum og mánuðum komu ekki af sjálfu sér. I
nýrri úttekt Vísbendingar lenti Akraneskaup-
staður í 7. sæti yfir draumasveitarfélög á Islandi
og hafði hækkað um 18 stig ffá fyrra ári. Þó gera
megi athugasemdir við slíka einkunnagjöf sýnir
hún þó að bæjarfélagið er á hraðri uppleið mið-
að við þann mælikvarða. Það hefur verið ásetn-
ingur og memaður núverandi meirihluta að gera
bæinn okkar betri á öllum sviðum. Staðreyndirn-
ar sýna að þar hefur margt vel til tekist.
Ágætu lesendur. Megi jólin verða ykkur gleði-
leg. Farsæld fylgi ykkur á nýju ári.
Sveinn Kristinsson forseti
bæjarstjómar Akraness
Þessi jólasveinamynd Finnboga Amars bar sigur úr bítum íJólamyndasamkeppni Hótels Reykholts á aðventunni.
Friðarloginn
✓
a
Skaganum
Skátahreyfingin á Islandi tekur
við friðarloga ffá Bedehem, sem fer
útum allan heim. Friðarloginn kem-
ur til landsins 19. des og verður af-
hentur formlega í Dómkirkjunni
sama dag kl:17:30 að forseta Islands
viðstöddum. Loginn kemur uppá
Akranes f.h. fimmtudag 20.des og
Unglingasveit skátafélag Akraness
tekur við honum við skátahúsið.
Unglingarnir afhenda svo formlega
friðarlogann dvalarheimilinu Höfða
þar sem hann kemur til með að vera
yfir hátíðarnar og þar verður passað
uppá hann.
(Fréttatilkynning)