Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 20.12.2001, Page 54

Skessuhorn - 20.12.2001, Page 54
54 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2001 SffiCSSIjHÖEiíJ > ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - * > Ungmennafélagið Islendingur varð 90 ára þann 12. desember síðastliðinn. Af því tilefni var haldin vegleg afmælishátíð á laugardag- inn var í félagsheimilinu Brún í Bæj- arsveit. Félagsmenn á öllum aldri stóðu fyrir fjölbreyttri dagskrá sem bar menningarstarfi innan félagsins fagurt vitni. Þarna var söngur, dans og leikur auk þess sem minnisverð- ir atburðir úr sögu félagsins voru raktir. I tilefni dagsins árnuðu þau Ásdís Helga Bjarnadóttir, sam- bandsstjóri UMSB, Björn B. Jónsson formaður UMFI og Ríkarð Brynjólfs- son oddviti Borgarfjarðarsveitar fé- laginu heilla og færðu því gjafir. Stjórn Islendings vill nota tækifærið til að þakka gestum fyrir komuna, og hlakkar til að starfa í sinni sveit næstu 90 árin. Körfuknattleikur r Slæmur skellur hjá IA » -miklar hræringar innan félagsins setja mark sitt á starfið Skagamenn máttu þola sitt fjórða tap í röð og það sjötta í síðustu sjö leikjum þegar þeir steinlágu fyrir Ár- manni/Þrótti 114-47 sl. föstudag í 1 .deildinni. Skagamenn eru sem stendur í næstneðsta sæti með 4 stig eftir níu umferðir. Talsverðar hrær- ingar hafa átt sér stað innan körfu- boltans á Akranesi að undanförnu. Brynjar Karl Sigurðsson, sem hefur verið driffjöðurinn í því uppbygging- > arstarfi sem á sér stað í körfuboltan- um á Akranesi um þessar mundir, sagði upp störfum sem þjálfari mfl. IA vegna vangoldinna launa. Auk þess að þjálfa meistaraflokkinn sá Brynjar einnig um fjóra yngstu flokka félagsins. Þessi uppsögn snerti því marga innan félagsins. Málin leystust þó eftir um þriggja vikna skeið og hefur Brynjað hafið störf á nýjan leik. Aðstoðarþjálfari Brynjars, Sævaldur Bjarnason, hefur tekið við þjálfun meistaraflokksins en Brynjar mun áfram þjálfa 7.,8.,9. og 10. flokk. Brynjar mun hinsvegar ekki halda áfram að spila með meistaraflokki og er það mikill miss- ir fyrir liðið þar sem hann hefur ver- ^ ið yfirburðamaður í leikjum þess í vetur. Þá hefur Ægir Hrafn Jónsson Brynjar Karl Sigurðsson gengið úr röðum Skagamanna til liðs við Val. Einn reyndasti leikmað- ur IA, Jón Þór Þórðarson, hefur ver- ið meiddur undanfarinn mánuðen hans er þó að vænta aftur í slaginn í kringum áramótin. Að sögn Sævald- ar hefur þessi mikla blóðtaka hjá lið- inu undanfarið reynst ungum leik- mönnum liðsins erfið. Hann vonast þó til að starfið innan félagsins sé komið í réttan farveg eftir ólgusjó undanfarinna vikna. Sú uppstokkun sem hófst á körfuboltanum á Akra- nesi á síðasta ári gengur þrátt fyrir allt vel og eru yngri flokkarnir að standa fyrir sínu. Sem dæmi um það nefnir Sævaldur það að þrír flokkar eru sem stendur í b-riðlum á íslands- mótinu og eiga þeir allir góða möguleika á að komast í a-riðil í næstu "turneringu". Enn fremu sagði Sævaldur að áfram yrði lögð megin- áhersla á yngri flokkana en að sjálf- sögðu vonuðust menn til að fara að sjá hagstæðari úrslit hjá meistar- flokki félagsins. HJH Það ætlar að reynast þrautin þyngri að velta hinum getspaka Sigurði Sverrissyni úr sessi. Ekki reyndist Sigþór Eiríksson Sigurði mikil hindrun því aðeins tveir leikir vöfðust tyrir Sigurði en Sig- þór hafði vitlaus merki á fimm leikjum. Lokatölur því 11-8 fyrir Sigurð. Sigþór skoraði á Aka Jónsson sem er sannfærður um að Siguriur Aki Júnssun Sverrisson honum takist það sem Sigþóri og Elínbjörgu misfórst, þ.e. að sigra Sigurð. Aki er, líkt og Sigurður, harður stuðningsmaður Liverpool og er því harla kátur þessa dagana. Svona líta seðlar þeirra félaga út. 1. Watford-Wolves Aki IX Sigurður 1 2 2. Leeds-Newcastle 1X2 1 3. Tottenham-Ipswich 1 1 4. Man.Utd.-Southampton 1 IX 5. Charlton-Blackbum X2 1X2 6. Sunderland-Everton X 1 7. Middlesbro-Fulham X2 1 2 8. Leicester-West Ham 1X2 X 9. Crewe-Man.City 1 2 2 10. Bumley-Millwall 1 IX 11. Norwich-Wimbledon 1 1 12. W.B.A. -Shejf. Wed. 1 1 13. Bamsley-Gillingham 1 1X2 Islandsmeistararnir taplausir en samt í neðsta sæti Hjálmur Dór skoraði tvö mörk gegn Fram Islandsmeistarar ÍA riðu ekki feitum hesti frá fjögurra liða mót- inu sem þeir tóku þátt í um síðustu helgi. Skagamenn enduðu í neðsta sætinu en þrátt fyrir það töpuðu þeir ekki leik í venjulegum leik- tíma. Fyrri leikurinn var gegn Grindvíkingum og fór hann 1-1. Ellert Jón Björnsson skoraði mark Skagamanna en Grindvíkingar jöfnuðu tuttugu mínútum fyrir leiks- lok. Skagamenn sóttu nær látlaust það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að nýta nein af þeim fjöl- mörgu færum sem þeir fengu. Engin framlenging var spiluð og því farið beint í vítaspyrnukeppni. Þar reyndust Grindvíkingar sterk- ari, skoruðu úr átta af níu spyrnum sínum en Skagamenn úr sjö. Það var því hlutskipti Skagamanna að leika um þriðja sætið tveimur dög- um seinna gegn Fram. Skaga- menn hófu leikinn gegn Fram af miklum krafti og kom Hjálmur Dór Hjálmsson Skagamönnum yfir í fyrri hálfleik með góðum skalla en Framarar svöruðu með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks. Hjálmur var síðan aftur á ferðinni rétt fyrir leikslok með öðru marki sínu i leiknum og þar við sat, loka- tölur 2-2. Sem fyrr var farið beint í vítaspyrnukeppni að loknum venjulegum leiktíma og aftur voru leikmenn IA slakari á vítapunktin- um en andstæðingurinn. Skaga- menn máttu því bíta í það súra epli að enda í fjórða og neðsta sæti þrátt fyrir að tapa ekki leik. HJH

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.