Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. NOVEMBER 2005 sbissiíiiökri Með húsiS var áS á nokkrum stöSum á leiSþess í Hólminn. Hér erþaS viS Laxá í Leir- ársveit í síSustu viku. Af Lindargötunni í Hólminn ✓ Barbara Osk sigraði Dægurlagakeppnina Tveir trésmiðameistarar úr Stykkishólmi, þeir Baldur Þor- leifsson go Pálmi Ólafsson hafa eignast hús sem stóð áður á Lind- argötu 42 í Reykjavík. Varð húsið að víkja fyrir nýju skipulagi Lind- argötunnar. Er húsið nú búið að vera á leiðinni í Stykkishólm í nokkra daga, en er væntanlega komið til Stykkishólms þegar blaðið kemur úr prentun. I Stykkishólmi hafa þeir félagar nú sótt um lóð, en ekki er búið að staðsetja húsið endanlega. En ljóst er að það verður einhverstaðar í gamla hluta bæjarins. Þetta er stórt og reisulegt hús, eins og þeir vita sem hafa mætt því á þjóðveg- inum. Er það liðlega 100 ára gam- alt, en nýir eigendur eiga eftir að fá sögu þess nákvæmlega. Húsið er nokkuð vel farið, en þó er ætlun þeirra bjartsýnu félaga að breyta gluggaskipan til fyrstu gerðar og breyta því í einbýlishús. DSH/ Ljósm. HJ Hin árlega Dægurlagakeppni Borgaríjarðar fór fram sl. laugardag en keppnin var sem fyrr hluti af dagskrá Gleðifundar Ungmennafé- lags Reykdæla í Logalandi. Húsfyll- ir var á samkomunni en meðal ann- arra skemmtiatriða má nefha vísna- söng Bjartmars bónda Hannesson- ar og söngatriði Asdísar Armanns- dóttur. Fundarstjóri var Kristófer Már Kristinsson, fyrrum kennari í Reykholti en hann gegndi einmitt sama hlutverki á Gleðifundum Ungmennafélagsins hér fyrr á árum. Fjórtán lög bárust í Dægurlaga- keppnina en átta þeirra voru af dómnefnd valin úr og kepptu til úr- slita. Hljómsveitin Stuðbandalagið æfði lögin vikuna áður með flytj- endum sem höfundar laganna höfðu valið. Sigurvegarinn að þessu sinni var lag Barböru Óskar Guðbjartsdóttur ffá Kaðalstöðum og nefhdist lagið A valdi hugans. Barbara Osk var í senn höfundur lags og texta og flutti það við undirleik Stuðbandalagsins og unnustans, Viðars Guðmundssonar tón- listarmanns sem spil- aði á píanó. Barbara Osk sagði í samtali við blaðamann að þetta væri frumraun hennar sem lagahöfundar, en hún hefur áður sungið opinberlega, m.a. í Borgar- fjarðar Idoli í Brún á síðasta ári. I öðru og þriðja sæti í keppninni voru mæðgur frá Víðigerði, þær Eva Margrét Eiríksdóttir og Jóna Ester Kristjánsdóttir. Eva flutti lag Vignis Sigurþórssonar, Raunarsögu við texta eftír móður hennar Jónu Ester. I þriðja sæti varð síðan Jóna Ester með lagið Hraðar, hraðar en lag og texti eru eftír Vigni Sigur- þórsson. Það voru Sparisjóður Mýrasýslu og Upptökuheimili Birgis sem gáfu verðlaun í keppn- ina. MM MæSgumar í Víðigerði, þær Eva Margét ogjóna Ester tylltu sér í annað og þrið/a sœti enda miklar s'tmgdífur þar áferð. Skátar bjóða fbthiðum á Á miðvikudag í liðinni viku buðu félagar í Skátafélagi Akraness fötluðum á opið hús í Hvíta hús- inu. Það voru 11 félagar úr skáta- flokknum Litla Birni sem höfðu veg og vanda að dagskránni undir stjórn þeirra Jóns Vals Ólafssonar og Belindu Eir Engilbertsdóttur. Skátar kenndu gesmnum að hnýta hnúta og kynnm starfsemi skátafé- lagsins. Farið var í leiki og sungnir hreyfisöngvar. Dagskráin tókst frá- bærlega, að sögn Jóns Vals, og voru allir himinlifandi með kvöld- ið, bæði gestir og skátar. MM/ Ljósm: Hilmar. Tilboð fram aó jólum 1 nótt með morgunmat frá kr. 2,900,- pr. mann 2 nœtur með morgunmat fra kr. 5,000,- pr. mann Metropolitan Hotel Ránargötu 4a | 101 Reykjavík | 0)511-1155

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.