Skessuhorn - 23.11.2005, Page 17
■.miin...
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005
17
færi sem stjórnandi sveitarfélagsins
einungis tuttugu og átta ára gamall
og þar var verk að vinna. Þar leið
íjölskyldunni afar vel og þar vildi
ég starfa.“ En síðar kom að því að
þú tekur sæti á Alþingi. Það átti sér
nokkurn aðdraganda? ,Já ég tók
fyrst sæti á lista Sjálfstæðisflokks-
ins í Vesturlandskjördæmi við
þingkosningarnar 1983. Þá var ég í
þriðja sæti og varð varaþingmaður.
I kosningunum árið 1987 var fast á
mig sótt að ég tæki sæti ofar á list-
anum í svokallað öruggt sæti. Eg
vildi það ekki. Mér fannst ég enn-
þá eiga margt ógert í Stykkishólmi
og því gaf ég ekki færi á mér ofar á
listann. Ymsir góðir stuðnings-
menn mínir gerðu athugasemdir
við þessa afstöðu mína en því var
ekki haggað af minni hálfu.“ Nú
var ffamboðið 1983 um margt sér-
stakt. A listanum var Friðjón Þórð-
arson sem hafði verið ráðherra í
ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen í
andstöðu við forystu flokksins. Þau
ár sem Friðjón sat í ríkisstjórn
hljóta að hafa verið erfið flokknum
á Vesturlandi? ,Já því er ekki að
neita að þetta var mjög snúin
staða. Gunnar Thoroddsen var
þingmaður Snæfellinga á sínum
tíma og naut bæði virðingar og
trausts hér og átti marga vini hér
innan flokksins. Það voru margir
veikir fyrir því að styðja hann og
um leið Friðjón við þessar aðstæð-
ur. Það var ákvörðun Friðjóns taka
sæti í ríkisstjórn Gunnars. Við því
var ekkert að gera. Fyrir þeirri á-
kvörðun hans lágu engar sam-
þykktir flokksfélaga á Vesturlandi.
Við hugsuðum því um að halda
flokknum saman þessi ár. Beittum
honum ekki gegn Friðjóni í kjör-
dæminu enda hefði það engum til-
gangi þjónað og hann lagði sig
mjög fram um að halda sínu liði
saman og við studdum hann per-
sónulega í þessum ólgusjó." Það
hýtur að hafa verið þrýstingur í þá
átt að Friðjón yrði ekki í framboði
1983? ,Já því er ekki að neita. A-
kveðið var að halda prófkjör og þar
Ljósm: Alfons Finnsson.
tókust menn á. Eg stefndi á þriðja
sætið og lýsti yfir stuðningi við
Friðjón í fyrsta sætið og við Valdi-
mar Indriðason í annað sætið. Eg
taldi það mundi verða farsælast
fyrir flokkinn til lengri tíma að ná
þannig saman liðinu að nýju. Þetta
varð niðurstaðan og í kosningun-
um unnum við góðan sigur. Valdi-
mar hafði mikið persónufylgi um
allt kjördæmi og var mikill fengur
að honum í þingmennsku fyrir
kjördæmið með Friðjóni sem var
hagvanur og naut stuðnings út fyr-
ir raðir flokksins eftir að hafa
gegnt ráðherradómi. Okkur tókst
sem sagt að halda flokknum saman
á Vesturlandi þrátt fyrir mikil átök
og efla hann.“
Allir njóti sannmælis
En þú verður síðan 1. þingmað-
ur Vesturlandskjördæmis eftir
kosningarnar 1991? ,Já, í sveitar-
stjórnarkosningunum árið 1990
fengum við sjálfstæðismenn yfir
70% fylgi í Stykkishólmi eins og
framan er getið og þá fannst mér
kominn tími til þess að skipta um
stjórnmálavettvang. I undirbún-
ingi kosninganna 1991 sóttist ég
eftir 1. sæti lista sjálfstæðismanna
og náði því eftir kosningu meðal
aðal- og varamanna í kjördæmis-
ráði.“
Nú kemur þú inná þing sem afar
reyndur og sigursæll sveitarstjórn-
armaður. Sumum fannst þú þurfa
að bíða lengi eftir áhrifum? ,Já
mörgum finnst þingmenn ekki
hafa áhrif nema að þeir gegni starfi
ráðherra. Þetta er mikill misskiln-
ingur. I það minnsta í mínu tilfelli.
Strax í upphafi þingferilsins varð
ég talsmaður flokksins í fjárlaga-
nefnd Alþingis, sem varaformaður
nefndarinnar í rúm sjö ár. Því starfi
fylgdu mikil áhrif á framgang ríkis-
fjármála. Mér tókst í það minnsta
að hafa töluverð áhrif á þessum
vettvangi. Mér var sagt að sumum
samstarfsmanna minna í fjárlaga-
nefhdinni hafi þótt ég full áhrifa-
mikill þannig að eitthvað hefur
mér orðið ágegnt.“
Þar komum við að þeirri ímynd
sem þú hefur skapað þér sem
stjórnmálamaður. Nú verður seint
sagt að þú sogist að sviðsljósunum.
Mér virðist sem þú viljir helst vera
án þeirra. Síðan eru aðrir sem hafa
sagt í mín eyru að bak við þessa í-
mynd sé mikill málafylgjumaður
og sumir nota orðið frekja. Er
þetta rétt lýsing? „Það er ekki mitt
að dæma um. Það er hinsvegar rétt
sem þú nefnir að ég hef ekki sóst
eftir athygli í mínum störfum. Fg
hef hins vegar skýr markmið í mín-
um störfum og vinn fast að þeim
málum. Eg hef alla tíð litið á það
sem minn helsta styrk að eiga auð-
velt með að vinna með fólki og
laðað það besta fram úr hverjum
samstarfsmanni. Til að slíkt megi
takast verða eðlilega allir að njóta
árangursins og athyglinnar fyrir
vel unnin störf. Eg hef því lagt á-
herslu á að fólk njóti sannmælis
fyrir þau störf sem hver og einn
hefur unnið í stað þess að njóta
allrar athyglinnar einn. Hins vegar
verða stjórnmálamenn að koma því
til kjósenda hvað unnist hefur og
það verðum við að gera til þess að
geta haldið störfum okkar áfram.
Það kann að vera að ég komi ekki
nægjanlega vel á ffamfæri því sem
ég hef verið að gera á vettvangi
stjórnmálanna.“
Erfið mál
Nú lentir þú í mjög erfiðum
málum á fyrstu árum þínum sem
ráðherra. Sem áhorfanda að þeirri
atburðarás hafði maður á tilfinn-
ingu að ekki væri allt með felldu
við framgang fjölmiðla og and-
stöðuna við þig. Þeirri hugsun
skaut upp hjá áhugamönnum í
stjórnmálum að beinlínis væri
skipulega verið að skaða þig sem
stjórnmálamann? ,Já það er rétt.
Það var unnið skipulega gegn mér.
Eg lenti í mjög miklum andróðri í
nokkrum málum. I fyrsta lagi var
það hið hörmulega flugslys í
Skerjafirði þar sem rannsókn máls-
ins var mjög gagnrýnd. Eg lagði
mikið á mig til þess að rannsókn
málsins yrði í samræmi við lög og
reglur. Fyrir það hlaut ég mjög ó-
vægna gagnrýni í fjölmiðlum og
það mál allt var keyrt áffarn af fjöl-
miðlamönnum sem kynntu sér lítt
málavexti. Annað mál var þegar
trúnaðarlæknir Flugmálastjórnar
svipti flugstjóra hjá Flugleiðum
réttindum sínum vegna veikinda
flugstjórans. I ljós kom að brotið
hafði verið gróflega á réttindum
flugstjórans og við það gat ég ekki
sætt mig að bera ábyrgð á slíkum
vinnubrögðum og tók á því eins og
síðar kom í ljós að var í alla staði
eðlilegt og rétt. Um það var fjallað
af sérstakri nefnd sem rannsakaði
meðferð málsins. Þriðja stóra mál-
ið var sala Símans. Forveri minn í
Framhald á næstu síðu
Jó latón leikar
Jólatónleikar í boði Sparisjóðs Mýrasýslu
verða haldnir fimmtudaginn 8. desember
kl. 21.00 í Reykholtskirkju
Þeir sem koma fram eru:
Freyjukórinn
Kammerkór Vesturiands
Karlakórinn Söngbræður
Kirkjukór Borgarness
Kirkjukór Saurbœjarsóknar
Kór eldriborgara Borgarnesi
Sameinaðir kórar frá Reykholts- og
Hvanneyrarkirkjum
Samkór Mýramanna
Einsöngur
Halldóra Friðjónsdóttir við
undirleik Þorsteins Gauta
■i ■ ■ ■ ■ ■ ■
Allir velkomnir
og smákökur í hléi