Skessuhorn - 23.11.2005, Blaðsíða 22
22
MIÐVIKUDAGUR 23. NOVEMBER 2005
Furan er jólatré framtíðarinnar
-Rætt við Birgi Hauksson skógarvörð
Við báðum Birgi um að útskýra helstu tegundir trjáa sem eru í boði
og útlista kosti þeirra og galla:
Sitka greni
„Stóru trén sem við erum að selja hér eru öll sitka greni. Þau eru alltaf
höfð úti enda eru þau stór og gróf.“
Rauðgreni
„Þetta er hið hefðbundna norræna jólatré. Það hefur haft það orð á
sér að missa barrið heldur mikið en það er til ágætis ráð við því. Það þarf
að setja grenið strax í vatnsfötu, til dæmis fjögurra lítra málningarfötu,
strax um kvöldið og passa að það sé í vami alveg til jóla og svo látið vera
í vatni auðvitað tun jólin. Svo er bara að saga nýtt sár þegar maður fær-
ir það inn. Þá ætti að falla sáralítið af barri af því.“
Stafafura
Furan er ffamtíðarjólatréð að mati Birgis. „Fólk sem byrjar að hafa
furu um jólin vill oftast ekki annað upp ffá því. Það er góð lykt af henni
og hún stendur vel. Það er að vaxa mikið upp af furu svo að auknar vin-
sældir hennar verða ekkert vandamál. Hún þolir þurrk vel en maður
verður að passa að hafa hana ekki við ofn.“
Normansþinur
„Þessi tegund er yfirleitt talin góð lausn fyrir þá sem vilja greni án
þess að vera sífellt að ryksuga í kringum jólatréð. Normansþinurinn sem
hægt að kaupa hér á landi er innfluttur, til dæmis ffá Danmörku eða
Póllandi. I Danmörku til dæmis er hann ræktaður á stórum jólatré-
sökrum og klipptur til.“
Fjallaþinur
„Er jafn barrheldinn og normansþinurinn og er kominn í ræktun hér
á landi.“
Blágrenið
„Er barrheldið tré, þétt og fallegt, en er ekki mjög algengt hér því það
er seinvaxið."
Skógrækt ríkisins á Vesmrlandi
hefur höfuðstöðvar sínar á Hreða-
vami í Borgarfirði. Þar er skógar-
vörður Birgir Hauksson. Skessuhom
tók hann tah og varð margs vísari
um starf skógarvarðarins og um-
hirðu jólatrjánna.
Húsið á Hreðavatni stendur eitt
og sér í kyrrðinni við vatnið í vetrar-
kuldanum. Þar hefur það staðið ffá
árinu 1926. Það er við hæfi að Birg-
ir skógarvörður hafi húsið sem sinn
vinnustað því hann tengist því sterk-
vun böndum. „Ég kom hér í sveit til
föðurbræðra minna og ömmu fyrst
fimm ára að aldri, en annar bæðr-
anna var skógarvörður með bú-
skapnum. Þetta var lengst af bónda-
bær og einnig greiðasölustaður.
Pabbi minn, Haukur Rristjánsson,
var læknir í Reykjavík. Hann fékk
lömunarveikina árið 1955 og var ffá
í nokkum tíma. Vð bræðurnir vor-
um því sendir hingað að Hreðavatni
til föðurbræðra okkar og ömmu í
sveitinni. Ég hef dvalið hér meira og
minna öll sumur síðan bæði við
hefðbundin bústörf og hjá skógrækt-
inni.“ Birgir var við nám í lífffæði og
síðar við Bændaskólann á Hvann-
eyri. „Ég var kennari í nokkur ár en
vann alltaf í skógræktinni á sumrin.
Ég varð svo verkstjóri hjá Hauki
Ragnarssyni, þáverandi skógarverði,
og efrir það varð þetta að fullu starfi
hjá mér. Ég fór í Garðyrkjuskóla rík-
isins áður en ég varð skógarvörður,
fyrst eingöngu á Hreðavami árið
1994, en svo fyrir allt Vesturlands-
umdæmið þegar það var sameinað
árið 2000.“
Stórt umdæmi
I hverju skyldi starf skógarvarðar-
ins felast? „Við sjáum um og rekum
eignir og umsjónarlönd Skógræktar
ríkisins. Vesmrlandsumdæmið nær
alveg ffá Reykjanestá að Hrútafjarð-
ará en mest starfsemi er hér í Borg-
arfirði. Skógræktin hefur umsjón
með mörgum jörðtun í Borgarfirði
og í Hvammi í Skorradal er önnur
starfsstöð.“ Birgir segir þetta vera
heilmikla umsýslu og blessaða papp-
írsvinnuna alltaf vera að aukast. „
Við höldum skógunum við með því
að grisja, leggja göngustíga og ak-
brautir fyrir vinnuvélar, lögum girð-
ingar og fleira.“ Það má í stuttu máli
segja að þeir aðilar sem sjái tun skóg-
rækt hér á Vesturlandi séu við, Skóg-
rækt ríkisins á Vesturlandi, Skóg-
ræktarfélögin á svæðinu sem eru fé-
lög áhugafólks og Vesturlandsskógar
sem er landshlutabundið verkefrii
um skógrækt.“
Stór tré til sölu
Skyldi viðhorf fólks til skógræktar
hafa breyst með árunum? „Fyrst var
þetta nánast eins og sértrúarsöftiuð-
ur,“ segir Birgir, „og þetta vom fá-
einir einstaklingar sem vom hug-
sjónamenn. Amma mín var til dæm-
is með reit hér fyrir ofan bæinn sem
kallaður var kvistagirðing því ekki
höfðu menn mikla trú á þessu. Nú er
þetta myndarlegur skógarreitur með
háum trjám og við höfum gert
göngustíga þarna í gegn.“ Að sögn
Birgis hefrir eðh skógarvarðaremb-
ættisins breyst ffá því að vera að al-
menn ráðgjöf og ræktun á nýjum
skógum yfir í það að sjá um þá skóga
sem orðnir em til. ,„Mér finnst það
alls ekkert miður, það er eftir sem
áður alveg nóg að gera.“
Nú er aðventan að nálgast og för-
um við því mörg hver að hugsa til
jólatrjánna sem era ómissandi hlutur
í jólahaldinu. Birgir og félagar í
Skógræktinni em þegar byrjaðir að
höggva tré, og byrjuðu reyndar fyrir
löngu. „Stóm trén byrjum við að
höggva snemma, eða í október. Það
er þó hefðbundið að byrja að höggva
að mestu leyti í byrjun nóvember.
Þau verða að vera komin í hendur
þeirra sem sjá um að setja þau upp
með ágætum fyrirvara áður en fyrsti
sunnudagur aðventu reruiur upp.“
Þar sem lítdð hefrir verið gróðiu-sett
af trjám undanfarin ár hefur ffam-
boð Skógræktarinnar af jólatrjám
tekið mikltun breytingum. „Aður
fyrr hjuggum við venjuleg heimilis-
tré en eigum ekki mikið eftir af
þeim. Nú erum við að höggva há tré,
ffá þremur metrum og upp í 13-14
metra og er það aðaltekjulindin okk-
ar núna. Þetta em tré fyrir fyrirtæki
og sveitarfélög. Hvort við höldum á-
fram með þetta höfum við ekki alveg
getað ákveðið, en nú förum við að
gróðursetja aftiir og munum því von
bráðar eiga tré fyrir heimilin líka.“
Nýtísku jólatrésala
Undanfarin misseri hefur það
aukist að landsmenn arki út í skóg
vopnaðir sög og velji sér sitt eigið
jólatré til að höggva. Skógrækt ríkis-
ins býður einnig upp á þessa þjón-
usm hér á Vesturlandi. „Við erum
með eitt shkt svæði, þar sem fólk
getur mætt með sögina, og það er í
Selskógi í Skorradal. Við auglýsum
ákveðna helgi og höfrim starfsfólk á
svæðinu til að leiðbeina og hjálpa
fólki. Þetta mmi verða auglýst von
bráðar.“ Skógræktin er með hefð-
bundna jólatréssölu að starfsstöð
sinni að Hvammi í Skorradal. ,Já,
þar er hægt að kaupa jólatré og fyrir
því er áratuga hefð í Hvammi. Það
var Agúst Amason forveri minn þar
sem byrjaði á því. Svo er sala hér á
Hreðavatni en það er svo lítdð að það
tekur því varla að nefria það.“
Birgir býr að Tröð, sem er
skammt ffá Hreðavatni, með konu
sinni Gróu Ragnvaldsdóttur, kenn-
ara í Varmalandsskóla og tveimur
bömum þeirra, Dagbjörtu 11 ára og
Hauki 7 ára. Hvemig tré skyldu þau
vera með? „Heima hjá mér er alltaf
tveggja metra rauðgreni og ég játa
það að vera ffekar kröfuharður með
það. Það er yfirleitt efri hlutinn af
stóm tré sem vantar í öðmm megin
til að koma því betur að veggnum.
Það verður jú auðvitað alltaf að vera
á sama stað.“ Birgir og fjölskylda er
ekki ein um að vera vanaföst þegar
kemur að jólatrénu, því eins og flest
sem viðkemur jólunum má alls ekki
breyta hefðunum ffá ári til árs.
GG
Grenitré við Hreðavatn. Náttúrufegurð finnst óvíða meiri. Ljósm: MM
Birgir Haukssm, skógarvörSur. Ljósm: GG
Aðventan í Norska húsinu
Norska húsið í Stykkishólmi er urðardóttir, safristjóra og spurðum
nú að skrýðast jólabúningi en það hana um aðventuna í Norska hús-
hefur verið árviss viðburður um all- inu. Hún tjáði okkur að laugardag-
langt skeið. Við hittum Aldísi Sig- inn 26. nóvember yrði mildð um
dýrðir. Þá opnar
húsið, skreytt
verður að göml-
um sið klukkan
14. Það er upplif-
un að ganga um
þetta gamla hús
og sjá allt gamla
jólaskrautið sem
fólk man eftir ffá
bernskuheimil-
inu, eða ffá afa og
ömmu. Saftiið á
talsvert af skrauti
og hefrir fólk ver-
ið duglegt að gefa
því gamalt jóla-
skraut. Svo eru
margir sem lána
safninu skraut á
Listakman Rúrí með Kærleikskúluna sem seld verður íNorska aðventunni sem
húsinufyrir Styrktarfélag lamaðra ogfatlaðra.
svo fer heim fyrir jólin og er þá sett
á sína gömlu staði á heimilunum.
Aldís vill kalla þessar heimsóknir
gesta „upplifun." Húsið er skreytt,
ljós sett um allt, hangikjpt hangir í
eldstæðinu og allir fá flís af feitum
sauð. Maður býst bara við að Arni
Thorlacius og ffú Anna Magdalena
banki í bakið á manni á hverri
stundu. Nú og í krambúðinni fæst
eitt og annað girnilegt og fallegt og
þar er boðið uppá heitan epladrykk
og piparkökur.
Á opnunardaginn mun Linda
María Nielsen syngja nokkur lög
við undirleik Bjarna Nielsen og
veðurfræðingamir Trausti Jónsson
og Páll Bergþórsson verða með er-
indi tengd veðri, en á þessu ári er
þess minnst að 160 ár era hðin síð-
an Arni Thorlacius hóf reglu-
bundnar veðurathuganir, fyrsmr Is-
lendinga. Linsklúbbur Stykkis-
hólms hefur látið gera raffænt veð-
urskilti sem sett verður upp í Stykk-
ishólmi til minn-
ingar um veður-
athuganir Arna.
Kveikt verður á
skiltinu kl. 13:45
og síðan verður
farið í Norska
húsið þar sem
skiltið verður af-
hent Stykkis-
hólmsbæ til eign-
ar.
Norska húsið
mun frá 1. til 19.
desember selja
„Kærleikskúl-
una,“ sem er list-
munur sem
Styrktarfélag
lamaðra og fatl-
aðra selur nú í Klukkusníkir í Norska húsinu í Stykkishólmi.
þriðja sinn en markmiðið með sölu kúlu sem er hið fegursta skraut.
hennar er að auðga líf fatlaðra Þeir listamenn sem hannað hafa til
barna og ungmenna. A hverju ári er þessa em þeir Erró og Olafur Elías-
fenginn listamaður til að hanna son. DSH