Skessuhorn - 23.11.2005, Síða 30
30
MIÐVIKUDAGUR 23. NOVEMBER 2005
■■r.viliii... J
Grundarfíörður - valkostur í verslim
Það kemur mörgum á óvart sem
koma til Grundarfjarðar hversu
margar verslanir er að finna í ekki
stærra byggðarlagi. Það má einnig
telja góðan kost að þótt þær séu
ekki allar undir sama þaki er stutt á
milli þeirra. Því ætti í þokkalegu
veðri ekki að vera mikið mál, þ.e. ef
menn eru ekki að kaupa þeim mun
meira, að leggja bílnum á góðum
stað og taka síðan rúnt á milli versl-
ananna gangandi. Við gerum það í
þetta sinn, leggjum bílnum á lóð
Sögumiðstöðvarinnar við gamamót
Hrannarstígs og Grundargötu og
röltum síðan yfir Grundargötuna á
nýlagðri upphækkaðri gangbraut.
Við Hrannarstíginn sem liggur
þvert á Grundargötuna niður að
höfn, er fyrst á vinstri hönd að finna
Essó - Hraðbúð þar sem bíleigend-
ur finna auk eldsneytis flest það sem
nauðsynlega þarf til bílreksturs en
þar er einnig að finna fjölmargt
matarkyns, famað, skyndibita og
margt fleira.
I átt að höftiinni
Nokkru nær höfninni á hægri
hönd eftir að við höfum gengið
ffamhjá Heilsugæslustöðinn kom-
um við í Hrannarbúðina sem er
bóka- og ritfangaverslun en þar er
ekki síður að finna úrval af leik-
föngum, tölvu- og tæknivörum
ýmis konar þ.m.t. símum. Þá er þar
gam og lopi, prjónar og þess háttar
fýrir hannyrðafólk auk þess sem
dýraunnendur finna þar ýmislegt
fýrir gæludýr sín og hesta. Þar má
einnig endurnýja öll happdrættin á
sama stað. I næsta húsi og enn nær
höfninni era þrjár verslanir. Fyrst
er það Lyfja með sína heilsu- og
snyrtivöru að ógleymdum lyfjunum
fýrir þá sem til læknis leita. Næsm
dyr leiða okkur inn í Blómabúð
Maríu þar sem auk blóma og
skreytinga af ýmsu tagi og dýrðleg-
an ilm, kennir ýmissa grasa í gjafa-
vörum. Innaf blómabúðinni er síð-
an komið inn á yfirráðasvæði Ríkis-
stjórans Ama Halldórssonar sem
stendur keikur innan um áfengi af
ýmsu tagi og alla jafha seinnipart
dags.
Áfram höldum við niður Hrann-
arstíginn og við beygjum til vinstri
og þar við hornið finnum við Versl-
unina Hamra sem stendur við Nes-
veg. I þessari verslun geta verk-
lagnir menn og -konur sótt sér ým-
islegt til viðhalds og viðgerða á
húsakosti sínum auk þess er þarna
er til sölu ýmiss hlífðar- og regn-
famaður, þar má fá rafmagnsvörur
stórar og smáar auk ýmis konar
gjafavöru svo fátt eitt sé nefnt. I
þessu húsnæði verslaði í eina tíð og
fýrir margt löngu Emil Magnússon
með matvöru og ýmsan varning og
hét þá verslunin Grund en flutti sig
seinna um set er hann byggði húsið
sem hýsir nú Sögumiðstöðina.
Og það er hægt
að gista hka
Út höldum við aftur á Nesveginn
en áður en við beygjum til vinstri
blasir Hótel Framnes við á hægri
hönd þar sem hægt væri að fá gist-
ingu í hlýlegu umhverfi ef langt er
heim. En við ætlum ekki að gista
svo við förum í næsta hús eftir að
við höfum beygt til vinstri. Þetta er
nýlegt hús, sem byggt var eftir að
gamla húsið Götuprýði sem þar
stóð var rifið, og þar finnum við
rafeindafýrirtækið Mareind og
Gallerí Tínu. Mareindarmenn sem
eru tveir sérhæfa sig í sölu og við-
haldi á tæknibúnaði fýrir skip og
báta auk þess að sinna viðhaldi raf-
og skrifstofutækja. Eiginkonur
þeirra sinna skapandi listþörf sinni
og bjóða til sölu handgerðan vam-
ing af ýmsu tagi úr leir bæði til
skrauts og nytja. Við göngum út ffá
brosmildum listakonum og erum
nú stödd á Eyrarvegi, sem við
þræðum áfram uns númerið 17
birtdst en baka til í því húsi í kjall-
ara, ræður hárgreiðslukonan á
staðnum ríkjum og býður upp á
klippingu og greiðslu og ýmsan
varning tengdan þeim geira ffá Ice
in a bucket. Þegar þaðan er haldið
og aftur út á Eyrarveginn erum við
búin að ganga í U á stuttum tíma.
Gamla Kaupfélagið
Einn útúrdúr hefðum við getað
farið þegar við komum út ffá versl-
uninni Hömrum. Ef beygt hefði
verið til hægri þegar út var komið
hefði verið hægt að halda áffam eft-
ir Nesvegi og horfa í leiðinni á at-
hafnalífið við höfnina, en þegar
komið er út á horn þar sem Nes-
vegur mætir Borgarbraut erum við
komin að gamla kaupfélagshúsinu
sem byggt var í áföngum og yngri
hlutinn á sér merkilega sögu um
lyftingu á steyptri loftplötu í heilu
lagi. Þarna verslar nú Samkaup -
Strax matvöruverslun, en áformar
að byggja nýtt hús og tengja rekst-
urinn við Essóstöðina von bráðar
og verður þá komin inn í hringinn.
En höldum áfram þar sem ffá var
horfið við hárgreiðslustofuna Hár-
sport og röltum upp að Grundar-
götu og beygjum til hægri en áður
en við göngum ffamhjá Fjölbrauta-
skólanum nýja horfum við niður að
heimilislega fjölskylduveitinga-
staðnum Krákunni en engin getur
sleppt því að líta við á þessum frá-
bæra matsölustað, það gerum við
síðar og komum næst að Pósthús-
inu en þar uppi á
annarri hæð sýsla
menn við tölvur
hjá fyrirtækinu
TSC en það selur
ýmsan varning
sem tengist þeirri
starfsemi. Auk
þess starfrækir
TSC þráðlaust
netkerfi fýrir fýr-
irtæki og einstak-
linga í Grundar-
firði og víðar á
Snæfellsnesi. En
höldum nú áffam
með Grundargöt-
unni og yfir
gatnamót Sæbóls
og Grundargötu
og færum okkur
yfir á gangstéttina
vinstramegin. Þar
komum við fýrst að veitingastaðn-
um Kaffi 59 þar sem líkt og í
Krákunni er boðið upp á mat og
ýmsar veigar. Auk þess geta fót-
boltafiklar fýlgst þar með enska
boltanum. En við ætlum ekki að
stoppa þar að þessu sinni enda eng-
inn leikur svo haldið er í næsta hús
sem er mjög nýlegt og hýsir þrjú
fyrirtæki. Fataverslunin Lindin
með tískufatnað á alla fjölskylduna
er staðsett í austurenda hússins en
síðan er það hreinlætis- og rekstrar-
vöruverslunin Besta sem rekin er í
samvinnu við þvotta og hreingem-
ingafýrirtækið Snæþvott og er ekki
komið að tómum kofanum á þeim
bænum þegar hreingerningar fýrir
jólin standa fýrir dyrum auk þess
sem þar er að finna rekstrarvörar
fýrir fýrirtæki.
Nú er rétt að snúa við
Þarna í húsnæði Snæþvotts er
komið að endamörkum Grundar-
fjarðarverslunar í vestri og hægt að
halda til baka sömu leið. Við göng-
um nú til baka um þrenn gatnamót
uns komið er að mótum Borgar-
brautar og Grundargöm. En Borg-
arbrautin liggur upp að Grunnskól-
anum og einnig að íþrótta- og út-
vistarsvæði Grundfirðinga þar sem
meira segja má finna skfðalyftu. En
við erum semsagt stödd á hominu í
gömlu húsi sem eitt sinn var símstöð
en þar á eftir Samvinnubanki er nú
Videóleigan og sölutuminn Kósý
með ýmsan þann vaming sem ffeist-
ar og stundum er 50% afsláttur á
nammibarnum. En við skulum nú
láta allt sælgæti vera og að endingu
rölta upp Borgarbrautina uns við
komum að gatnamótum þar sem
Hh'ðarvegur sker Borgarbrautina og
um leið og við göngum yfir á gang-
braut horfum við á reisulegt húsið
vinstramegin skáhallt á móti en þar
er rekið Farfúglaheimili í dag og þar
höfum við annan valkost í gistingu.
Þegar við erum komin yfir götuna
beygjum við til hægri ffam hjá einu
húsi og að því næsta en þá blasir við
skiltið Stellubúð sem er staðsett í
bílskúr við hús númer tvö. Þar inni
kennir margra grasa í föndur- og
hannyrðavörum, auk þess selt er til-
búið handverk af ýmsum toga.
Við látum þessu búðarrölti þar
með lokið og göngum út í kvöld-
húmið, beygjum til vinstri og dá-
umst að Grundarfjarðarkirkju sem
ber við himinn og senn erum við
komin að Hrannarstíg sem við
göngum nú niður í átt að bílnum
okkar við Sögumiðstöðina og það er
ekki amalegt að enda þennan
göngutúr í heimsókn á nýstárlegt og
stórmerkilegt safn sem komið hefur
verið fýrir í húsi sem eitt sinn var
matvöruverslunin Grund eins og
áður er getið.
GK
Efiir búðarröltið veröur svo aö kíkja niður að höfii; lífieð bœjarins.
Verslun og þjónusta í Smefellsbæ
Það hefur verið mín skoðun að í-
búar Snæfellsbæjar búi við mjög
gott þjónustustig varðandi verslun
og almenna þjónustu. Mín von er
sú að ég geti haldið áffam að halda
þeirri skoðun á lofri um ókomin ár.
En blikur eru á loftí í verslun og
þjónustu hjá okkur eins og víða.
Hefur það ekki alltaf verið á undan-
fömum árum að hlutimir breytast
hratt? Það sem okkur þótti sjálfsagt
í gær, er óþarfi í dag. Þannig hafa
árin þotið áffam og nýjungar og ný-
breytni birtíst okkur daglega í okk-
ar nánasta umhverfi.
En hvemig er staðan hjá okkur í
dag? Jú, við erum ekki lengur
bundin í heimahögunum. Vegabæt-
ur hafa m.a. verið svo hraðar að við
förum milli byggðarlaga eins og
ekkert sé. Ekkert er sjálfsagðara en
að skreppa t.d. tíl Reykjavíkur að
morgni og vera komin heim aftur
fýrir kvöldmat. Þar af leiðandi get-
um við sótt bæði verslun og þjón-
ustu þar sem okkur sýnist. Þessa
möguleika nýta íbúar Snæfellsbæjar
sér eins og aðrir.
En það er ekki bæði haldið og
sleppt segir máltækið. Hvað er það
sem íbúamir vilja halda í? Og
hverju vilja þeir sleppa og sækja
annað? Vflja íbúar Snæfellsbæjar
halda því þjónustustigi sem við höf-
um haff í okkar byggðarkjömum
undanfarin ár? Hvað er þetta þjón-
ustustig annars? Og hvað gerir það
svo sem fýrir íbúana? Það er nú
það..
Frá hendi verslunar- og þjón-
ustuaðila ætla ég að nefna örfá at-
riði sem mér finnast vega þungt. Eg
gleymi kannski einhverju en þá get-
um við bara spjallað um það og
kannski reynt að halda fleimm já-
kvæðum atriðum á lofri.
Við höfúm mjög góða og per-
sónulega þjónustu í matvöruversl-
unum okkar. Ef eitthvað vantar eða
þig langar í eitthvað sérstakt er
hægt að biðja um það og því er oft-
ast reddað eins fljótt og hægt er.
T.d. má nefna að kjötborð sjást
varla í verslunum á landsbyggðinni
og á fáum stöðum í sjálffi Reykjavík
- en við höfum þessa þjónustu hér í
Snæfellsbæ.
Veitinga- og matsölustöðum er
guði sé lof aftur að fjölga - ekki
þótti okkur nógu gott, þegar þessi
þjónusta næstum því lagðist af
tímabundið.
Gjafavara, famaður, búsáhöld,
blóm, bækur, ritföng, bakarí, tölvu-
þjónusta, snyrtivömr, lyf, þjónusta
við bíla. Málninga og byggingar-
vömr. Allir þessi þjónusmaðilar og
fleiri bjóða upp á mjög breiða, per-
sónulega og góða þjónusm.
En þá er sagt: Verðlagið er ekki
það sama! Það er alveg rétt. Það er
oftar en ekki betra og smndum líka
verra. Það era mjög margir íbúar
Snæfellsbæjar sem gera sér grein
fýrir þessu og kynna sér verð og
þjónustu hér heima áður en þeir
sækja lengra.
Eitt finnst mér þó vanta. Það
vantar að þeir sem stjórna aðal
stofnun okkar bæjarbúa, Snæfells-
bæ, sem hefur sínar tekjur af okkur
íbúunum og okkar fýrirtækjum, hafi
þá stefnu í öllum sínum stofnunum
að versla heima. Búa þannig til
virðisauka, auka velm, nota þjón-
usmaðila og halda þannig öllum
þeim störfúm sem hægt er hér
heima í Snæfellsbæ.
Ef það er ekki bæjarfélagið sjálft
sem gengur í fararbroddi að efla sig
sjálft, með því að nota það sem í því
býr... þá hvað? Þetta á bara að vera
„prinsip“ atriði. Hvernig skyldu
önnur bæjarfélög í kringum okkur
hafa þetta?
Eg veit að þeir sem reka verslun
og þjónusmfýrirtæki í Snæfellsbæ
vilja gera allt sem þeir geta fýrir í-
búana. Þeir em í þessum skrifuðum
orðum sem og alltaf að reyna að
bregðast við þeim breytíngum sem
verða dag frá degi og hefur bara
tekist það bærilega vel, ennþá, að
mér sýnist.
Eg segi að lokum; skoðum vel
það sem við höfum í dag, bemm
saman sambærilegar verslanir í
verðum og skoðum þau þjón-
usmgæði sem við fáum. Því enginn
veit hvað átt hefúr, fýrr en misst
hefúr.
Með bestu óskum um gleðilega
jólahátíð og farsælt komandi ár.
Drífa Skúladóttir.