Skessuhorn - 23.11.2005, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 23. NOVEMBER 2005
31
Málþing um ölkeldur og heilsulindir
s
Oslámar
þrjár
Verkstjóri, vélamaður og
smiður voru sendir í virkjunar-
vinnu austur að Kárahnjúkum
um tveggja vikna skeið til að
létta undir og flýta íyrir á-
kveðnum verkþætti. í hádegs-
mat á miðvikudegi ákveða þeir
að labba upp á Kárahnjúk sér til
dægrastyttingar. Þegar þeir eru
komnir hálfa leiðina upp, rekast
þeir á lampa. Vélamaðurinn,
sem nýlega hafði horft á Aladd-
ín og konung þjófanna, nuddar
lampann og sjá; andi birtist.
„Venjulega veiti ég þrjár óskir,
en þar sem þið eruð þrír fáið
þið eina ósk hver,“ segir andinn.
Smiðurinn var fyrstur og segir:
„Eg vil eyða afgangi ævinnar í
stóru húsi á fallegum stað í
Borgarfirði, með engar pen-
ingaáhyggjur og umkringdur
fallegum konum sem dýrka mig
og dá.“ Andinn uppfyllti óskina
og smiðurinn hvarf með hvelli.
„Eg vil eyða ævinni á snekkju
við Snæfellsnes, með engar
peningaáhyggjur og umkrindur
fallegum konum sem dýrka mig
og dá,“ segir vélamaðurinn.
Andinn sömuleiðis uppfyllir
hans ósk og eins og smiðurinn
hverfur hann með hvelli. „Og
hvað villt þú,“ spyr andinn
verkstjórann. „Eg vil að þeir
verði báðir komnir aftur til
vinnu ekki seinna en klukkan
eitt“, segir verkstjórirm ákveð-
inn.
Varað
bíða
Eigandi stórs trésmíðaverk-
stæðis ákveður að fara niður á
gólf og sjá hvernig gengi í fyrir-
tækinu. Inni á lager finnur hann
ungan mann sem situr þar og
starir út í loftið. Hann fylgist
með honum um stund og tekur
efrir að hann bara situr og star-
ir. Eigandinn gengur að honum
og spyr: „Hvað ert þú með í
laun á dag?“ „Attaþúsund og
fimm hundruð,“ svarar ungi
maðurinn. Eigandinn tekur upp
veskið, veiðir upp áttaþústmd
og fimmhundruð og lætur hann
hafa. Síðan segir hann honum
að hunskast burtu og koma
aldrei aftur. Nokkrum mínútum
síðar kemur lagerstjórinn og er
greinilega að leita að einhverju,
sér eigandann og spyr: „Hef-
urðu séð manninn ffá póstin-
um? Eg bað hann að bíða eftir
mér hérna.“
Hátíð iðnaðar-
manna
Onnum kafinn pípari kom
heim til heilaskurðlæknis til að
gera við lekan krana. Eftir
tveggja mínúma verk rukkaði
hann lækninn um 3.600 krónur.
Heilaskurðlæknirinn kvartaði
og sagði: „Eg rukka ekki einu
sinni svona mikið fyrir svona
h'tinn tíma og þó er ég heila-
skurðlæknir.“ „Eg gerði það
ekki heldur þegar ég var heila-
skurðlæknir,“ sagði píparinn.
„Þess vegna skipti ég yfir í pípu-
lagnir.“
Þórðurfrá Dagverðará með brúsa og
flöskur mei ölkelduvatni, en hann var ó-
þreytandi aðfi-œða um hollustu þess.
Málþing um ölkeldur og heilsu-
lindir á Snæfellsnesi verður haldið á
Lýsuhóli á Snæfellsnesi föstudag-
inn 25. nóvember. Málþingið er
öllum opið, það er ekkert þátttöku-
gjald og engin tilkynningarskylda.
Þórður á Dagverðará var óþreyt-
andi að vekja athygli á heilsugildi
ölkelduvamsins og hélt því ffam að
á Snæfellsnesi myndu rísa heilsu-
lindir sem nýttu sér ölkelduvatnið.
Þess vegna var ákveðið að á affnæl-
isdeginum yrði haldið málþing um
ölkeldur og heilsulindir á Snæfells-
nesi.
Málþingið hefst klukkan 15 og á-
formað er að ljúka því kl. 18.
Stjómandi málþingsins er heima-
maðurinn Ragnhildur Sigurðar-
dóttir. Miklum fróðleik verður
miðlað en pallborðsumræður verða
að því loknu. Haukur Þórðarson
semr málþingið, Guðmundur
Ómar Friðleifsson, jarðffæðingur
fjallar um ölkeldur á Snæfellsnesi,
Jón Þorsteinsson, giktarlæknir fjall-
ar um heitar laugar til forna, Guð-
mundur Björnsson, læknir fjallar
um heilsulindir, Haukur Þórðarson
og Gíslína Erlendsdóttir fjalla um
ölkeldur og ferðamenn og Grímur
Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins
flymr erindi sem hann nefnir
heilsulandið ísland. Þinginu lýkur
með pallborðsumræðum þar sem
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri og
Friðrik Friðriksson frá Hitaveim
Suðurnesja verða í öndvegi.
Afimælishátíð
Klukkan 20:30 um kvöldið mun
gleðin taka við af ölkelduvatninu og
gestir skemmta sér við sögur,
myndir, söng og dans a.m.k. til
miðnættis. Þessu öllu mun Jón B.
Guðlaugsson stýra, gamall vinur
Þórðar, en Jón er vísast mestur sér-
ffæðingur í hinum mörgu vistarver-
um sem bjuggu í Þórði ffá Dag-
verðará. Um söng og spil munu þau
sjá: Ólína Gunnlaugsdóttir á
Ökrum, Dagverðarársystur, Keli og
Valintína og svo Sukkat og Punt-
stráin. Jón Svanur Pémrsson mun
svo slá botninn í með harmonikku-
leik.
Þá mun afmælisbarnið birtast á
tjaldi og segja sögur og fleiri em
líklegir að ausa úr sagnabmnninum
að Lýsuhóli. Myndskomm úr vænt-
anlegri heimildarkvikmynd verður
svo skotið inn á milli.
MM
www.limtre
virnet.is
Lindab Doorline
Límtré Vírnet flytur inn bíiskurs-
og iðnaðarhurðír sem eru sériega
vandaðar. Þær eru úrgalvaníseruðu
stáli eða álí og fást í ýmsum l'rtum.
Hurðímar eru eínangraðar,
léttar og auðveldar í notkun.
iðnaðarhurðir
Fáanlegar í mörgum
stærðum og gerðum,
með eða án glugga.
I
Öryggisbúnaður:
Faiivarnarbúnaður
Kiemmivörn
j- ■
Panorama gluggar
Margskonar aukabúnaður fáaniegur.
Uppsetn:ngaíeíðbeiningarfylgja.
ÁREIÐANLEIKI - PJÓNUSTA - ÁRANGUR
Borgarbrau! 74
310 Bofgarnesi
simi 530 6000
fax 530 6069
Vesturhrauni 3
210Garðabæ
símí 530 6000
fax 530 6021